Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 4
'r'sV , Franz Josef Austurríkiskeisari ekur út úr Hofburg-höll í vagni dregnum af fjörugum Lippizzaner-gæðingum. 0 Eftir S. C. Burchell Hin stórkostlegu tímamót í sögu Evrópu, þegar fyrri heimsstyrjöldin og fráfall Franz Jósefs, Austurríkiskeisara, bundu endi á gífurlegan ytri glœsileika, sem einkum birtist hjá hirð og aðli Vínarborgar Málverkið er frá 1910. Franz Josef situr hlaðinn orðum á mynd, sem tekin var í lok hins langa valdatímabils hans sem keisari Austurríkis. Keisaraveldið lifði að- eins i tvö ár eftir dauða hans árið 1916. Einu sinni endur fyrir löngu var ævintýraborg, göfug, glæst og glaðvær. Unaðsleg var hún allt árið um kring, en þó naut hún sín aldrei betur en þegar snjóaði í Ölpunum og stormur- inn þaut um hina miklu ung- versku sléttu. Þá var eins og hrist hefði verið risavaxin kristalkúla og töfraborgin birt- ist milli iðandi snjókornanna. Fyrst sést dökkleit áin og turn Stefánskirkjunnar og síð- an hallir og höggmyndir úr hvítasykri svífandi á rjóma- froðu. Undir ljósamóðunni í Ringstrasse sjást húsarar á ferli og léttikerrur og litlar .þalletmeyjar. Þaðan berst óm- ur af hlátri og tónlist, klið- mjúkur og dillandi, gegnum logndrífuna. Nú eru hláturinn og tónlist- in þögnuð, kristalkúlan liggur í þúsund molum og borgin horfna og gleymda er engu á- þreifanlegri en hallir drauma- landsins. Hún lifir aðeins í hugarheiminum: Háðuleg tákn- mynd hinna „góðu, gömlu daga“, hinna gömlu, fjarstæðu- kenndu daga, þegar engum þótti skömm að skrauti og í- buirði og gilæsileiki var meira en orðið tómt. Þessi töfraborg var Vín á lokaskeiði Habsborgar keisara- veldisins, ein hinna fögru höf- uðborga ancien régime. Þjóð- hátíðarárið 1898, á hálfrar a'ld- ar stjórnarafmæli Franz Jós- efs keisara, stóð hún sem fast- mótuð, töfrandi og óheyrileg tímatalsvilla — borg húsa- skreytinga, valsa og blárra fljóta. Hún var einn síðasti út- vörður rómantíkurinnar í sið- menningu, sem var á hraðri ferð inn í hina hrjúfu og óblíðu tuttugustu öld. Forsætisráðherr ann Max Vladimir Beck gat minnzt herþjónustu sinnar í saxnesku dragónasveitinni með söknuði: upphafsstefið úr Dónárvalsinum var kallmerki sveitarinnar. Sá blær gerfifegurðar sem hvíldi yfir Vín um áldamótin var ef til vill óumflýjanlegur. Borgin sjálf var of fögur til að geta verið með öllu sönn. Hún breiddi úr sér á syðri bakka Dónár, þar sem þetta mikla fljót rennur út á ung- versku sléttuna, hún var alls- ráðandi í breiðum dalnum, sem skilur A'lpana og Karpatafjöll- in. Umkringd háum ásum og Vínarskóginum í suðri og vestri virtist Vín hæfilegur miðdepill einhvers stórfeng- legs konungsríkis. Þannig hafði hún verið öld fram af öld: fyrst sem kelt- neskt þorp á leið ambralest- anna milli Adríahafsins og Eystrasaltsins og síðar sem rómverska setuliðsborgin Vin- dobona þar sem hundruð lúð- urþeytarar í rómverska lífverð inum tilkynntu 'lát keisarans Markúsar Áreiíusar árið 180. Vegna stöðu sinnar mitt á milli Asíu og Evrópu varð Vín brátt mikilvægur verzlunarstaður og íbúar hennar fengu á sig töfra- ljóma. Úr suðri barst þeim rómönsk tónlist og dansar. Úr vestri og norðri komu kaup- menn og krossfarar og að aust an komu sígaunar í máluðum vögnum og Tyrkir með úlf- aldalestir sínar. Tyrkjum var mikið í mun að teygja sig vestur yfir Vín og tvívegis — árið 1529 og aftur 1683 — settust þeir um borg- ina. Þann 12. september siðara árið gerði alþjóðlegt herlið Pólverja, Saxóna, Austurríkis- manna, Bavaríumanna og Franka útrás frá Leopoldsberg undir forustu hershöfðingja og prinsa (þ.á.m. Eugene prins af Savoy) og brutu niður síðasta umsátrið um Vín. Tyrkirnir hörfuðu aftur ti'l austurs und- ir stjórn stórvesírsins og skildu eftir sýringarunna sína og kaffibaunir. Næstu tvær aldir voru blómaskeið Vínar. Hofburg var endurbyggt, byrjað á Schön- brunn og Belved^re og hafin smíði hallanina Schwarzenberg og Kinsky, Esterhazy og Star- hemberg. Ný skrautgirni hélt innreið sína með Maríu Ther- esu, eiginkonu rómverska keis- arans Francis I. Og árið 1815 var skipting Evrópu, sem fylgdi í kjölfar Napoleonsstyrj aldanna, framkvæmd í þinginu í Vínarborg. Sendifulltrúarnir dvöldust þar eins lengi og þeir gátu, tregir til að yfirgefa lystisemdir þessarar miklu borgar. Á kaffihúsunum eins og hjá Herr Neuner til dæmis, voru jafnvel fatasnagarnir úr skíra silfri. Síðasta þriðjung nítjándu aldar var Vín orðin Keisara- borgin, hinn glitrandi miðdep- ill elzta keisaraveldis Evrópu, menningarmiðstöð hins þýzku- mælandi heims. Frá Vín — svo og Budapest, annari höfuðboi-g tvíveldisins sem stofnað hafði verið 1867 — var æði sundur- leitri hjörð kynþátta og þjóð- flokka stjórnað af undraverðri leikni. Fjölíbreytnin var furðuleg: þarna voru saman- komnir Þjóðverjar, Ungverjar, Tékkar, Pó'lverjar, Ruthenar, Rúmenar, Króatar, Slóvakar, Slóvenar, ítalar og slavneskir múhameðstrúarmenn. Enda þótt Vínarbúar köll- 36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ________^3- des- 196« r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.