Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 23
t!J, en Strabe seglr svo frá henni: „Hann hafði gert rannsóknir viðvíkjandi Thule og á þeim svæðum, þar sem ekki var hægt að gera neinn greinarmun á landi, sjó og lofti, heldur rann þetta allt saman í einn hræri- graut, sem líktist haflunga, og í þessu haflunga segir hann að land og sjór og allt fljóti og tengist saman, en þar komist enginn yfir hvorki fótgangandi né á báti. Hann segist sjálfur hafa séð þennan hrærigraut, sem hann nefnir lunga, en ann að segist hann hafa heyrt. Þetta eru Pytheas orð.. Strabo var meðal þeirra fræði manna, sem kölluðu Pytheas stórlygara, sneru út úr orðum hans og rangfærðu þau til þess að gera hann hlægilegan. Nú- tíma vísindamenn reynia að vinza úr hið rétta. Þeir vita, að sá veit gjörst sem reynir og þeir enu sannfærðir um að Pytheas hefur saigt satt og rétt frá. Hafa margir ritað um þetta en hér mun nægja umsögn Friðþjófs Nansens, enda var hann allra manna dómbærastur á allt er laut að norðurferðum. Hann lét svo um mælt: „Þessi margumþráttaða lýsing á hafinu fyrir norðan Thule, kemur fyrst fram í skrifum Pol- ybius, en hann trúði engu, sem Pytheas hafði sagt og reyndi að draga dár að honum. Ekki er nú vitað hvort Polybius hef ir tekið þetta úr ferðabók Pyth eas, eða haft það eftir einhverj um öðrum. Eftir honum tók svo Strabo þetta upp, hafði enga trú á því og var þar að auki fljót- fær og gjarn á að misskilja. Frásögnin er sýnlega slitin úr réttu samhengi, stytt og gerð tortryggileg. En það sem Pyth- eas er að lýsa, er krapstellan, sem myndast við rekísjaðarinn og getur orðið mjög breið. Hún er úr smámolum, sem sjórinn kvarnar úr ísnum. Setningin að „þar komizt enginn yfir, hvorki fótgangandi né á báti,“ er ná- kvæmlega rétt lýsing á þessari krapstellu. Og ef vér nú bæt- um því við, að þarna hafi verið kafniða þoka eins og oft á sér stað yfir rekísnum, þá er því mjög vel lýst með því að segja, að loft, sjór, land og allt annað hafi runnið þar saman í eina bendu“. Mikið hefur verið rætt og rit að uim hvað „hafluinga" þýði hjá Pytheas og hafa fcomið fram ótal getgátur um það. Dr. Vil- hjálmur Stefánsson telur líkleg ast að þetta hafi verið sérstakt hugtak eða kenning úr máli Marseille-búa, sem Grikkir hafi ekki skilið, og ekki einu sinni Strabo þótt hann ætti heima á Ítalíu. Einnig geti skeð að Pyth eas hafi 'fcomizt yfir þetta orð annarsstaðar, í sjómannamáli Kartaigoiborigarmanna, Spán- ■ verja, Fraikka eða Breta. Það hafi verið alvanalegt hjá amerisikum hvaiveiðimönnum í Norðuiihöfu'm, að segja að dimim þoka væri eins og súpa, eða þá að þeir segðu að súpa væri úti. Og þá hafi komið fyrir að þeir hafi sagit, að súpan væri svo þykk, að skera mætti hana í stórar sneiðar. Og hugsum oss svo, að t.d. kínverskur vís- indamaður væri að lesa amer- ískt tímarit og rækist á svona setininig'U: „sjómennirnir sögðu, að skipið hefði verið í svo þykkri súpu, að hægt hefði verið að skera hana í sneiðar". Hvaða skilning mundi Kínverjinn leggja í þetta með aðstoð orða- bókar? Honum hefði tæpast veitzt örðugra að skilja það, að sjórinn hefði verið eins og luniga. — Það sem Pytheas lýsir með hafluinga* er hin dimma þofca sem myndast á mótum 'hlýrra og fcaldra hafs'trauma. Og þarna er Pytheas að lýsa því þar s-em Golfstraumurinn mætir Pólstraumnum oig rekísn um norðan við ísland. — Þetta er uimsögn Vilhjálms. Þannig hafa þá tveir frægustu og glöggskyggnustu Norðurfar- ar þessarar aldar lýst yfir því, að frásagnir Pytheas muni vera sannar, hann hafi fyrstur rann- sóknamanna siglt til íslands og norður fyrir landið allt að haf- ísbrúninni. En hann er þó ekki sá fyrsti, sem finnur ísland. Það voru sjómenn á Hjaltlandi sem fræddu hann um, að langt norður í hafi væri land, sem þeir kölluðu Thule. Þetta sýnir, að menn hafa siglt þamgað áð- ur. En enginn veit hverjir þeir hafa verið, né hve þá var langt síðan að þetta land fannst. Senni lega hafa það verið sjómenn af brezku eyunum eða írlandi, sem fyrstir fundu ísland. Pytlheas trúði sögu sjómann- anna á Hjailtlandi og hann sigldi þegar á sitað í norð- urátt að leita þessia ó- kunna lands á hjara * ver- aldar. Talið er líklegt, að hann hafi fengið leiðsögumann, eða leiðsögumenn á Hjaltlandi. Þeir höfðu sagt honum, að sex daga sigling væri til þessa lands. Þetta reyndist rétt. Efitir sex sólanhríimga fcomu þeir að land- inu. Þetta um siglingatímann segja fróðir menn að vera muni x) f íslenzku er til orðið haf nýra og er steinkenning. rétt, því að galeiða Pytheas sem bæði mátti sigla. og róa, hafi hæglega getað farið 100 mílur á sólarhring, en mi'lli Skotlands og íslands er 600 málna haf. Hitt er aftur á móti í móðu og mistri við hvaða farkost Hjaltlendingar hafa miðað, er þeir sögðu Pytheas fyrirfram, að sex daga sigling væri yfir haf- ið. En eflaust hefir það verið húðskip. Pytheas kom til íslands 1200 árum áður en Imgólfur Arnar- son nam land og settist að í Reykjavík. Rómverjar koma til íslands. Frá heimsókn Pytheas líða 600 ár svo að engar sögur fara af siglingum hingað til íslands. En um árið 300 e. Kr. hefur rómvensfct sikip fcoimið hing- að. Þessa er þó ekki getið í neinum sögum, en sannanirnar fyrir því fundust á þessari öld austur í Hamarsfirði og hjá mynni Hvaldals, öllum að ó- vörum. Þessar sannanir voru þrír rómverskir koparpeningar sem slegnir hafa verið á árunum 270—305, hinn yngsti frá dögum Diocletians keisara. í bókinni „Gengið á reka“ er fróðleg og skemmtileg grein eftir Kristján Eldjárn um þenn an fornleifafund. Hann er sann færður um, að myntir þessar hafi ekki getað borizit hingað með norsku landnemunum og ekki heldur með landnemum frá Irlandi og brezku eyjunum, held ur muni þær hafa borizt hingað með rómversku skipi. Rómverska ríkið vestræna var um þessar mundir í upplausn. Frankiskir sjóræningjar gerð- ust uppvöðsilusamir í sfcatt- löndum. Þess vegna komu Rómverjar sér upp fk).ta miklum í Boutogne í Frafcfc lamdi og var hlutverk hans að eyða víkingum og sjó- ræningjum. Sjóliðsforinginn hét Carausius og vann hann að þess um sjóhernaði af miklum krafti En að lokum fór hann með all- an flotann til Englands og gerði sjálfan sig þar að keisara. Á stjórnarárum hans var Bretland í fyrsta skifti sjóveldi. Þetta flotaveldi stóð frá 287 til 296 og voru herskipin í sífelldum siglingum að elta sjóræningja á öllum sjóleiðum umhverfis Bret land. Og því er mjög líklegt, „að eitthvert skipanna hafi þá villzt í haf norður og komið við ísland. Það mætti kalla bein línis furðulegt, ef svo hefði ekki verið. . . . En nú koma róm versku peningarnir frá Aust- fjörðum og tala sínu skýra máli. Hinn yngsti þeirra er frá ár- unum 284—305“, — eða frá tíma rómverska sjóveldisins í Bret- landi. Enginn veit hver hafa orðið örlög hins rómverska skips. Ef til vill hefir það strandað og sjómennirnir borið beinin hér. Um það geta þessar rómversku myntir enga fræðslu veitt. Þær sýna aðeins og sanna að um aldamótin 300 hefir rómverskt skip komið til íslands. ÍSLANDSFÖR BRENDANS ÁRIÐ 548. Sægarpurinn mikli, St. Brend an, lagði á stað i rannsókna- för frá Kerry í írlandi árið 545. Hann var á húðskipi (curr agh — kúða) og vel út búinn að öllu 'leyti. Hanin heimsótti Suðureyjar, Orkneyjar og Hjalt land, fór síðan til Færeyja, en þaðan aftur til Hjaltlands, og var tvö ár á þessu ferðalagi. En þriðja árið sigldi hann frá Hjaltlandi til íslands. Byrjaði hann á því að heimsækja írsk- an einsetumann í Austfjörðum, og af frásögn hans má sjá, að honum hefir áður verið vísað á staðinn þar sem þessi einsetu maður hafðist við. í Lesbók Morgunblaðsins ár- ið 1958 (10. ágúst) birtist grein um þessa íslandsför Brendans, og skal sú saga ekki endur- sögð hér, aðeins minnt á, að þetta skeði 326 árum áður en norrænir landnámsmenn komu hingað. Ýmislegt af þvi, er Brendan sá á siglingu sinni meðfram Is- lands ströndum, var svo furðu- legt, að hann var í stökustu vandræðum að lýsa því. Fór hon um þar líkt og Pytheas, enda fengu báðir hinn sama dóm, að ekki væri að marka frásagnir þeirra. Brendan kom t.d. að gríðarmiklum borgarísjaka, há- um og sjóþvegnum, með göng- um og hellum. Slíka sjón hafði enginn menntamaður í Norður- álfu séð þá, þeir þekktu ekki hafís. Brendan lýsti jakanum svo, að hann væri gegnsær og fagur alveg eins og hann væri úr krystalli. Þess vegna var sagan ekki lengi að breytast í það, að hann hefði fundið kryst alborg fljótandi út í hafi, og þótti mönnum furðulegt. En þeir Brendan áttu eftir að rekast á annað fyrirbæri, enn furðulegra. Er þá bezt að taka upp úr sögu Brendans lýsinguna á því: „Á áttunda degi komu þeir að ey nokkurri, sem var hrjóstug og grýtt og öll þakin gjalli. Þar sást hvergi nokkurt tré og engan gróður var þar að sjá, en þar var hver eldsmiðjan við aðra. Þangað var að heyra drunur miklar sem þrumur, og höggin þegar sleggjurnar skullu á steðjunum. .. Litlu seinna sáu þeir einn af íbúunum. Hann var loðinn og hræðilegur og kol- svartur af eldi og reyfc. Þegar hann sá þá Brendan, flýtti hann sér aftur inn í smiðjuna og hrópaði hástöfum: „Vei, vei, vei.“ St. Brendan signdi sig þá og sagði við förunauta sína: „Auk ið seglin og róið þið kappsam- legar, svo að við getum komizt á brott frá þessari ey“. Þetta heyrði villimaðurinn og kom nú þjótandi niður í fjöru. Var hann með töng mikla og hafði í henni gríðarlegan glóandi kökk og kastaði honum á eftir þeim Brendan. Köfckurinn fór fram hjá þeim og félil þar í sjóinn, en þar sem hann fcom niður laust upp mikluim reykjar og giufumefcki eins og af brenn- andi eldi. Þegar þeir voru komnir svo sem mílu vegar frá þessum stað flykktust allir eyjarskeggjar nið ur í fjöru og voru allir með fullt fangið af glóandi gjalli og köstuðu þessu hver af öðrum á eftir skipinu. Síðan hurfu þeir inn í smiðjur sínar og juku þá eldana svo óskaplega að öll eyjan sýndist standa í báli, en sjórinn allt um kring bullaði og sauð og var gufan eins og upp úr katli, sem ákaft er kynnt undir. Allan daginn heyrðu þeir Brendan óhljóðin í eyjarskeggj um, jafnvel eftir að eyjan var horfin sýnum, en viðbjóðslegur fnykur fylgdi þeim langar leið ir“. Menn verða að hafa í, huga að Brendan var prestur og á hans dögum var það staðföst trú manna, að helvíti væri niðri í jörðinni, en þaðan komu jarð- Friamhald á bls. 61 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 55

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.