Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 15
Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar Seinast hóstaði ég upp lungunum. Sá ég þá sálina mína synda þar í einu lóni. Hringur Jóhannesson myndskreytti Tóan. Einu sinni fór ég að elta tóu. Ég átti tík ólma að hlaupa. Lengi elti tíkin rebbu, en seinast varð hún uppgefin. Þá herti ég mig, en varð erfitt að halda í við tóuna því ég var brjóstveikur og hafði mikinn hósta. Hóstinn óx eftir sem ég mæddist og seinast hóstaði ég upp lungunum. Ég kastaði þeim á þúfu og léttist þá mikið. Tók ég nú að draga á tóuna því hún fór að mæðast. Rann þá út úr henni sleía mikil alla leið, og seinast sprakk hún. Nú sneri ég heimleiðis og fann lungun, þá var tíkin lögzt á þau. Ég greip þau og gleypti og hef aldrei kennt brjóstveiki síðan. Þess gætti ég að slefan úr tóunni var ólseig og sá ég að mátti nota til einhvers. Ég vatt hana upp og tætti úr reipi á tólf hesta. Sálin í lóninu. Þegar ég var í Gnúpverjahrepp hjá móður minni réri ég eitt sinn suðrí Garði. Einn dag gerði á foraðs- veður og sigldum við heimleið- is. f lendingunni hvolfdi og drukknuðum við allir. Yið höfð um seilað út fiskinn. Ráku upp líkin og seilarnar. Mig rak þar upp á malarrif. Þegar ég hafði legið þar nokkra stund leiddist mér sú lega og hljóp á fætur, sá ég þá sálina mína synda þar í einu lóni. Ég óð út í og gleypti hana. Þá sá ég að seil- arnar voru reknar og lá ein ár á fjörunni. Ég tók árina og eina seil sem á voru nítján og tutt- ugu fiskar. Kippaði ég þá seil- ina upp á árina og lagði á öxl mér. Drífa var á hin mesta. Ég stefndi norðaustur til Hengla- fjalla, en alltaf dreif í ákafa. Þegar ég kom upp undir Heng- ilinn var snjórinn orðinn svo djúpur að árin náði ekki upp úr, þó hélt ég áfram, en vissi valla hvort ég stefndi. Þegar ég hafði lengi gengið niðrí snjónum hrapaði ég niður mik- ið hrap og fann að ég var í húsi. Ég þreifaði fyrir mér og þekkti ég var í eldhúsi móður minnar austrí Hrepp, og þótti mér hafa betur tekizt ferðin en ég vænti. Brá ég bandi um háls tryppinu. Steinninn á melnum. Eitt sinn var ég fyrirvinna hjá ekkju í Borgarfirði. Það var einn vetur að mikill svellgadd- ur var á jörðu. Þá gerði dimm- viðri svo mikið að engum manni var ratandi. Hestar voru úti og var hjá þeim eitt trippi sem ég óttaðist að mundi drepast. Ég réðst út í veðrið og farin hestana. Brá ég bandi um háls trippinu og hélt heimleiðis með það, en vissi ekki hvað ég fór. Eitt sinn kom ég á svell- bumbu og ætlaði þar mundi þó vera undir melur. Mér kom til hugar ef ég næði til melsins mundi ég þekkja hann, lagðist ég þá niður og tók að grafa svellið með hendinni. Ég herti mig og klóraði svellið þangað til ég kom handleggnum niður upp að öxl, þá fann ég þar hnefastein, tók hann upp og þekkti á hvaða mel hann átti að liggja. Fyrir þetta náði ég heim og varð það mér til lífs og trippinu. Áraförin. Eitt sinn rerum við í blíðalogni af Suðurnesjum, en þegar degi hallaði gerði á land- synning svo mikinn að hús tók upp á landi. Öll skip rak til hafs og náði ekkert lendingu nema við; við börðum þangað til við komumst í vör. Daginn eftir var logn, þá rérum við aftur sömu leið. Þá brá svo undarlega við að áraför okkar, þau kvöldinu fyrir, sáust enn á sjónum og mátti rekja út á Svið. Það er ólygin saga. Kútmagarnir. Eitt sinn reri ég undan Eyjafjöllum og var á Raufarfelli. Einn sunnudags- morgun suðum við kútmaga og voru yfrið góðir. Ég - issi að konu minni þóttu heit r kút- magar mesta sælgæti. Þá datt mér í hug að færa henni nokkra upp úr suðunni. Ég tók Rauð minn, setti logandi kútmaga í mal minn og reið af stað. Rauð- ur var ólúinn og fór geyst yfir. Þegar ég kom heim á hlaðið hjá mér í Eystrihrepp greip ég malinn og hljóp inn. Þá heyrði ég að enn kurraði suðan í kút- mögunum og höfðu ekki kólnað meira en svo á leiðinni og er þó vegurinn yfir hálfa aðra þingmannaleið. Góður var sá rauði! BIBLÍAif Framhald af bls. 35 kannað af kappi, en þó ekki nóg til þeso að átta sig að fullu á listgildi hennar. Eftir fall austurríska-ungverska keis- aradæmisins 1918 gerðu ítalir tilraun til að endurheimta biblíuna og tvö minni handrit, en þeirra er getið í 23. des. 1968 Saint-Germain samningnum meðal þeirra dýrgripa, sem skila beri ítölsku stjórn- inni. Austurríkismenn sáu sér ekki fært að skila þeim sökum þess, að Karl, fyrrverandi keisari, hafði við brottför- ina frá Vínarborg tekið þau með sér til Sviss eins og hverja aðra erfðagripi. Eftir að fyrrverandi keisari hafði selt Gilbert Romeuf í Paris handritin, lét fornbókasalinn Tammaro De Marinis ít- ölsku stjórnina undir eins vita, hvar biblian var niður komin. Fyrir at- beina forystumanna stjórnarinnar voru fest á henni kaup 1. maí 1923 í París, og ollu þau tíðindi sannri þjóðargleði. Var ekki seinna vænna, því að minnstu munaði, að biblían væri komin til Am- eríku. Sá sem lagði féð af mörkum var í rauninni Giovanni Treccani, virðuleg- ur iðjuhöldur á Langbarða'landi, sem var auk þess djarfur frumkvöðull ítölsku alfræðiorðabókarinnar og ítalskra æviskráa. Biblían kostaði hann næst- um 5 milljónir líra. Eftir að hafa af- þakkað ýmsar velgjörðir, sem honum buðust þegar í stað, fékk hann ríkinu biblíuna til eignar með ákveðnum fyrir- mælum. Þar er þess eindregið óskað, að þetta stórkostlega handrit verði ljós- prentað, og við þeirri ósk gefandans hefur nú verið orðið og það fyrir at- beina hans. Biblíunni var ski'lað aftur til Estense- bókasafnsins í Modena, sem er hreykið af því að eiga dýrgrip, er faðir ítalskr- ar sagnfræði hefur leitt sjónum. Mod- ena og Ferrara gerðu Treccani að heið- ursborgara í þakklætisskyni fyrir ör- læti hans. Mönnum er fullljóst, að með því að endurheimta listaverk frá út- löndum endurheimta þeir um leið hluta af föðurlandinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.