Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 17
Út um glugga sér í hlaðinn vegg. iari samkeppni. Var til þess ætl- azt, að þarna rísi heill háskóli imeð bótomennta'deiMnm og vís- indadeildum, og þá gert ráð fyr ir um 20 þúsund stúdentum með fjölskyldur og tilheyrandi þjón ustustofnunum, þannig iað þetta yrði 50 þúsund manna háskóla- bær. Högna og Tainsilbert tóku þátt í samkeppninni sameigin- lega. Allir aðrir völdu þá hefð- bundnu lausn, að nota -auða svæðið undir háskólabygging- arnar. — Við vildum heldur láta þetta svæði óhreyf-t, en reisa byggingarnar í útkönt- unum í kringum það. Þannig að framikvæmdir vinni sigismám sama-n inn í by-g-gðiina, sem fyrir er, útskýrði Högna. Svo að þarna rísi ekki upp háskóla hv-erfi eða kampur, eims og Am eríkum-enn haf-a, hel-dur lifa-ndi skóli, tengdur byggðinni sjálfri og fólkinu sem þar býr. Eftir það s-em svo gerðist í stúdentaóeirðunum, er hófus-t í m-aí í vor, kom það betur í Ijós, að ekki -er gott að stúd- entar séu einangr-aðir í skól-a- byggingunum og það kær-a þeir sig raunar ekki um. Þetba hef- ur haft þau áhrif á áætlanirn- ar fyrir Engien, -að í stað þess að reisa þrjár stónar bygging ar þar, er nú efst á baugi -að bland-a háskóladeildunum sam an. Við erum nú að vinn-a að því að útfæra hugmyndir okk-ar með hliðsjón af þessum við- horfum, segir Högna. Síðastlið- ið ár höfum við haft það að daglegu s-tarfi og vinnum venju 1-egan vinnutíma hjá Skipul-agi P-arísarborgar og Menn-tamála- ráði. Þó vitum við ekki enn fullkoml-eg.a hvað verður úr framkvæmdum, þar sem fjár- framlög eru -aðeins komin til vísindaháskólans. -— I haust vorum við í tvær vikur í Englandi, ásamt full- trúurn frá Menntamál-aráði og Skipulaginu við að skoða há- skólahverfi. Englendingar standa framar á þ-essu s-viði en noik'krir aðrir, að talið er. Þeir skipuleggja -að vísu há- skólahverfi utan við borgirnar, en þau eru miklu opnari. Þó -ekki sé byrj-að nema smátt og fyrir tiltölúlega fámenna há- skóla, þá er hverfið sjálfu sér nægt, hefur banka, kaffihús og alla þjónustu, eins og önnur bæjarihverifi. Skólamir iþeirra er-u e'kiki dauðir frá upphafi. Þeir eru þannig uppbyiggðir, að þar miá 'kioma fyrir öllu því, sem þörf er fyrir í 'veinj.ulegu samielaigi, þe-gar tímar líða. Við teljurn að ef báisikó’lanum í Enghien v-erðuir ko-mið upp, þá getum við -genigið 1-engra í þessa átt, þar seim hann er inni í bæj-um. Og a-ð bæði byggðin og hásikólinn ige-ti þ-á notið góðs af hverju öðru. — Við erum semsagt að reyna að vinna þannig úr þessari hug myn-d okkar, að neme-ndur hinna ýmsu skóla og deiilda inna-n liáskólans, blandist saman og fyrirlestrarsalir, veitinigasailir og lei'klhús verði opin a'lmienningi, þanni-g að stúdentar verði etkki ein- anigraðir, eins og sérstök stétt. Nýju 'hásikólarnir, sem byggðir hafa verið, eru svo lokaðir -almenningi og það hef- ur valdið erfiðleikum. Vísind-a- háskólinn hér í P-arís er t. d. -alveg lokaður frá umhverfinu, þó h-ann sé í miðri stórborg- inni og engir aðrir en stúd- entarnir og prófessorar koma þar nærri. Hann er ágætt dæmi um hvernig einangrað háskóla- hverfi getur risið inni í stór- borg, ef stefn-an er að hald-a háskól-anum lokuðum. Högn-a útskýrir, -að skipul-ag það, sem hún og Tainsilbert unnu að í tvö ár og skiluðu í samkeppnina, h-afi verið heild arskipulag, unnið í grófum drátt um, en nú eru þ-au -að vinn-a nán-ar að útfærslunni og -að smá -atriðum. Almennt er unnið -að því -að -endurskoða fyrri hug- myndir um þenn-an háskóla og bygging-ar hans með tilliti til hinn-a nýju viðhorf-a. Arkitekt- inn Zerfuss, seim er mjög þékkt ur í Frakkl-andi, v-ar áður bú- inn að teikna vísindaskól-abygg ingilna og nú bíður . hann eftir -að endurskoða sinn hluta í s-am ræmi við endanleg-a stefnu. — Okkar hlutverk -er semsagt að skipuleggja allt svæðið, og nú lít-ur út fyrir að ölil-uim þremur skólunum, sem upphaflega voru fyrirhugiaðir, verði bland-að sam an, segir Högna. Við reynum -að ná byggingarformi, sem geti lagað sig að ýmiskon-ar þörfum, hver sem þróunin verður, í saim ræmi við það, sem tíminn leið- ir í ijós. Upph-aflega v-ar á- formað -að byrj-a á vísindahá- skól-anum og átti h-ann að vera tilbúinn eftir eitt ár. En ákaf- leg-a erfitt er að segja hvað úr verður, eins og er. Við vinn- u-m okkar verk samikvæm-t þessari stefnu — og bíðum á- tekta. Öll þessi mál eru svo mikið í deiglunni hér. Það er því mjög erfitt -að tal-a um þetta á þessu stigi. BAKNABÚÐIR í SKÓGLENDI — Þú ert með eitthvað fleira á prjónunum, er það ekki Högna? — Ég vinn fullan vinnudag við háskólahverfið, og kem því ekki mikið meiru í verk. Þó hefi ég verið að teikna nokk- urskonar hressingarbúðir fyrir börn sbammt frá París. Þær eiga að taka 250 börn, sem mér finnst í rauninni of stórt, og á að byrja að by.ggja þær í vor. Þessar búðir, sem ek'ki eru ein göngu sumarbúðir, eru staðsett <ar í skógiendi og ég legg á- herzlu á -að setjia þær þannig niður að þær -eyðileggi ekki 1-andslagið, að skógurinn fái >að halda sér. EINKENNI LANDSLAGSINS. — Já, skógurinn. Þú leggur mikl-a áherzlu á að láta lands- 1-agið h-alda sér. Þú ert með eitt hv-að í byggingu á Islandi, þar sem íslenzkur gróður nýtur sín? — Ba-ra eitt hús í Garð-a- hverfi. Það er einbýlishús fyrir stóra fjölskyldu, útsýni er lít- ið og lóðin falleg og ég hefi neynt að láta einkennin h-alda sér. Arini-nn er eigmtega mið- depillinn í húsinu og stendur upp úr miðri stofunni. Ann-að er eiginlega byggt upp í kring um hann. Heyrðu ann-ars, þetta er svo almennilegt fólk. Ef þig langar til að sjá þetta, þá skaltu bara biðj-a þau um að lof-a þér að ko-ma. Það er ek'ki sv-o goitt að sitja 'hér og lýs-a þ-ví. Þar við sat, enda orðið á- liðið kvölds. Húsbóndinn þurfti -að vakna kl. 4 morguninn eft- ir til að vera kominn á upp- boð snemma og það er seinfar- i-ð gegn-um stórbongina til vinnu, þar se-m Högna þarf að mæta á skrifs-tiofunni. NÚTÍMA TORFBÆR. Þegar ég kom heim og fór að spyrjast fyrir um húsið, sem hún Högna hefði teiknað við Bakkaflöt í Garðahverfi, þá könnuðust margir við það skrýtna hús — hlaðið væri upp að veggjunum, ræktað gnas langt upp eftir húsi og glugg- ar sæjust v-arla. Áhugi minn vakn-aði nú fyrir alvöru. Ég hafi nefnilega verið svo hepp- in, að fá á æskuárunum -að búa í góðum, þurrum torfbæ, — g-amla bænum á Boll-astöðum í Blöndudal — þar sem voru fall egar hl-eðslur og -grænt gras óx upp á gluggan-a. Þar v-ar gott að búa. Seinn-a þótti mér þrí- hyrnti gluggin-n á stofunni hans Osvaldar Knudsens við Hellu- sund, þar sem sjá má -allt sum- arið út á grænt gr-as og blá- gresi á þaki, hám-ark þess sem er notalegt í íslenzku hú-si. Torf ið og grasið á þessum húsum tveimur hefur mér alltaf þótt „þjóðlegra“ og komast nær því sem íslenzkt er en háu mjóu tvílyftu burstahúsin úr stein- steypu, sem einu sinni áttu að vera svo íslenzk. Og úr því fólk vill bú-a í milljónahúsum, sem varla standa upp úr jörð- inni, þá hlýtur það að vera kostur aS ná sambandi við móð ur jörð. Hvernig skyldi það hafa tekizt þarna? H-afsteinn Ingvarsson, tann- læknir og Ragnheiður Jón-sdótt ir, kon-a h-ans, tóku mér vel, er ég leitaði til þeirra. Það v-ar reyndar gott að ég lét mér ekki bara nægja -að horf-a á húsið frá götunni, því þar er einmitt miðað að því -að gera íbú-an-a óhulta fyrir forvitnum vegf-arendum, bæði inni hjá sér og í skjólgóðum skotum við húsið að utan. En grónu torf veggirnir, sem hlaðnir eru upp að steyptum hfeiveg-gj-uniuim, leyna sér ekki, og auðséð að víða muni græn strá gægj-ast upp á glugg-a og sjá í gróinn vegg út um þá stærri, sem ná niður úr. Inngangurinn í hús- ið liggur líka um nokkurs kon- ar traðir, innmeð húsvegg og fram með hlöðnum halla. Þess ir veggir voru hl-aðnir sl. sumar, en við það unnu tveir mennta- skólanemar og einn úr háskól- -anum. Þeim þótti þ-að mjög skemmtilegt verk, segja þau hjónin. Hafsteinn kveðst hafa verið svolítið hræddur um að erfitt yrði að hald-a bröt-tu-m veggjum slegnum, en reynzt hafi auðvelt að renna garðsláttu vél yfir þá í sumar. Húsfreyjan segir, að á fyrstu teiikn-i-nig-u hafi sér fu-ndizt húsið æði lágt. Hún hafi ekki áttað sig á því hve mikill hæðarmun ur er þarna. L.óði-n fyrir ofan liggur svo miklu hærx-a, og nú þegar húsið er byggt, sé eins og það komi af sjálfu sér og falli eðlilega að aðstæðum. — Það er bæði fallegt að h-af-a þess-a hlöðnu torfveggi á sumrin þegar gras er við gluggan-a, og ekki síður að vetrinum, þeg-ar snjó festir á skáveg'gina. Það Framhald á bls. 60 Högna Sigurðardóttir lítur í spegilinn á leiðinni út, meðan maður hennar, Gerald Anspach, bíður. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 49

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.