Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 22
ÁRNI ÓLA Grískur vísindamaður kom hingað fyrir 2300 árum. Ekki er nú lengra síðan en um seinustu aldamót, að mann- kynssögufræðarar um allan heim sögðu nemendum sínum, að Fönikíumenn hefðu verið fyrsta siglingaþjóð heimsins. Síð an hafa fornleifarannsóknirn- ar opnað geysivítt svið aftan við sögusvið sagnfræðinganna. Rannsóknir þessar sýna að menn hafa frá örófi vetra siglt fram og aftur um úthöfin, svo sem Atlantshaf, Indlandshaf og Kyrrah af. Fornleifafræðingar hafa ekki lagt neitt kapp á að sanna hver hafi verið fyrsta siglingaþjóð heims, en þeir telja að um 20.000 ár sé síðan að til voru fleytur, sem gátu flutt marga menn í senn. Um miðja þessa öld var send fyrirspurn til margra helztu fornfræðinga og þeir beðnir að leysa úr því hvenær menn hefðu fyrst far- ið að nota boga og örvar, og hvort þeir hefðu þá þegar ver- ið farnir að nota báta. Svar flestra fornfræðinganna var á þá leið að sennilega væri 30.000 ár síðan menn fundu upp boga og örvar, og allar líkur bentu til að þeir hefði fundið upp eintrjáninga (kænur) áður. Þegar sæfarar frá Norður- álfu tóku að hefja landaleit í úthöfunum, voru byggðar svo að segja allar eyjar, sem þeir fundu í Atlantshafi, Indlandshafi og Kyrrahafi, og var sigling á milli sumra þessara eyja lengri held ur en frá Norðurlöndum til Grænlands eða Vínlands. Á sum um eyðieyjum sáust þess merki, að þar hafði áður verið byggð. Sem dæmi um það má nefna, að Portugalar fundu Azoreyj- ar 1432 og voru þær þá óbyggð ar, en þarna fundu þeir fjár- sjóð, peninga frá Kartago, og höfðu þeir verið slegnir hundr- uðum ára áður en vort tímatal hefst. Ef menn langar til að vita hvenær hinar afskekktu eyjar hafa fundist og verið byggðar þá verða þeir að hafa í huga, að einmitt á þessum slóðum voru frumstæðustu fleytur manna, en jafnframt langbeztu sjóskip, er þekkjast. Það voru útleggjara- kænur Kyrrahafsbúa og húð- bátarnir, sem kunnastir eru nú meðal íra og Eskimóa. Um landafundi í norðanverðu Atlantshafi segja elztu heimild- ir, að árið 325 f. Kr. kom grískt hafrannsóknaskip til Skot- lands og fékk þar þær fréttir, að langt norður í hafi væri annað land, og þangað væri sex daga sigling. Gríska skipið lagði á stað norður á bóginn, og eft- ir sex daga siglingu fundu þeir land, sem þeir nefndu Thule — en nú heitir ísland. Sagan segir að þeir hafi siglt lengra norður í haf um hundrað míl- ur, en urðu þá að snúa aftur vegna íss. Foringi þessarar farar hét Pytheas og var búsettur í Mar seille í Frakklandi. Hann var samtíðarmaður Alexanders mikla. Hann var vitur maður og lærður vel, stærðfræðingur ágætur og stjörnuspekingur. Var hann einnig hugvitsmaður og hafði fundið upp vísindaá- höld, sem hann notaði í þess- ari ferð. Allt frá dögum Pythagoras, sem var uppi á 6. öld f. Kr. höfðu grískir heimspekingar tal ið, að jörðin væri hnöttótt, og þeir höfðu gert sér mynd af því, hvernig hiti og kuldi réðu þar lögum og lofum. Hitabeltið var of nærri sólinni, þar var hitinn svo mikill að klettar urðu rauðglóandi, og væri þar nokk urt vatn, þá hlaut það að vera vellandi; þess vegna var úti- lokað að menn, dýr eða jurtir gætu þrifist þar. En heims- skautin voru of langt frá sól- inni, þar ríkti helkuldi, sjórinn var botnfrosinn og land og sjór þakið snævi, þar var ekkert líf. Grikkland og löndin þar fyrir austan og vestan, voru á bezta stað, því að þau voru hæfilega langt frá sólinni. En ferðaðist einhver í suður frá Grikklandi þá jókst hitinn þangað til eng- um manni var líft, en þar fyrir sunnan var hið brennandi belti Væri aftur á móti ferðast norð ur frá Grikklandi, þá kólnaði loftið sífellt og að lokum varð kuldinn svo bitur, að enginn maður gat þolað hann, en þar fyrir norðan var eilífur ís. Þegar Pytheas kom heim aft ur úr norðurförinni, ritaði hann bók og lýsti ferðalaginu. Þessi bók er ekki til lengur, né held ur þau afrit, sem hafa verið tekin af henni. En til eru bæk- ur, sem skrifaðar voru um hana seinna, og á þeim sést að menn hafa ekki trúað Pytheas, en þó þótt sorglegt að hann, aldrað- ur og nafnfrægur vísindamaður skyldi geta fengið af sér að fara með staðleysur og lygasög ur, þvert ofan í vísindin. Hann hafði t.d. sagt, að þegar hann sigldi norður um sumar- ið, þá hefðu dagarnir stöðugt verið að lengjast og loftið ekki kólnað að neinu ráði. Hann hélt því fram að hann hefði komizt svo langt norður, að hann hefði séð miðnætursólina, en það hlaut að vera lýgi, því að vís- indamennirnir höfðu reiknað að á þeim slóðum væri ekkert ann að en ís og snjór. Og svo sagði hann að um miðnætti hefði hann horft á sólina nálgast ládautt haf og síðan hækka aftur á lofti. En þetta var ekki nóg, hann bætti því þar ofan á, að frá þessum stað hefði hann enn siglt 100 mílur norður á bóg- inn, og ekki orðið var við þann heljarkulda, sem vísindin sögðu að þar ætti að vera. Og þó vissu vísindamennirnir, að íshellan átti að byrja skammt fyrir norð an Skotland! Samt viðurkenndi Pytheas að hann hefði seinast lent í íshrafli og þreifandi þoku. Var mikið að hann fann kulda! Nú vita allir, að lýsingar Pytheas eru réttar, enda þótt þær væru kallaðar hatramleg lygi að honum látnum og síðan um margar aldir. Nú er komið annað hljóð í strokkinn, nú er Pytheas talinn meðal fremstu vísindamanna heimsins. Áður en lengra er haldið er rétt að athuga hvernig leiðang- ur Pytheas var undirbúinn og hvernig farkostur hans var. Er þá svo frá sagt, að Pytheas hafi verið fátækur maður og eng ar líkur til þess, að hann hafi sjálfur getað staðið straum af kostnaði leiðangursins. Allar lík ur benda til þess, að það muni hafa verið borgarstjórnin í Mar seille, sem gerði út leiðangurinn og hafi hún fengið Pytheas til að stjórna honum. Pytheas fór sér að engu óðs- lega. Hann byrjaði á því að mæla hnattstöðu Marseille, brott fararhafnar, og notaði til þess áhöld sem hann hafði sjálfur fundið upp. Er talið að þetta hafi verið í fyrsta skipti að mæld var hnattstaða ákveðins bletts á jörðinni, en svo vel tókst Pytheas, að sama sem engu skakkar á niðurstöðum hans og nýustu mælingum hnatt stöðu borgarinnar. Svo þóttist Pytheas líka verða að finna norðurpólinn á himni til þess að vita réttar áttir á ferðalagi sínu. Frægur stjörnu- fræðingur hafði áður haldið því fram, að á sjálfum norðurpóln- um væri stjarna sem hann nefndi Pólstjörnuna, og eftir henni mætti fara. Á þeim dög- um hefir þetta annaðhvort ver- ið Beta í Litlabirninum eða Alfa í Drekamerkinu. En Pytheas þorði ekki að treysta á þetta. Hann bjó sér sjálfur til mæl- ingaáhöld til þess að finna hinn rétta norðurpól, og þá komst hann að þeirri niðurstöðu, að á pólnum væri engin stjarna, en tvær stjörnur mjög nærri honum, og eftir afstöðu þeirra valdi hann sér stað á himni milli þeirra, sem hann kallaði Norðurpól, og hafði hann fyrir leiðarvísi á öllu ferðalaginu. Talið er, að á dögum Alex- anders mikla muni eikki hafa verið uppi nokkur annar mað- ur, sem gat reiknað hnattstöðu heimahafnar sinnar áður en að hann lagði á stað í siglingu, og einnig Norðurpól á himni til þess að sigla eftir hvar sem hann færi. Þetta er næg viður- kenning þess, að Pytheas hafi verið svo merkur vísindamaður, að ekki megi rengja frásagnir hans um ferðalegið, hvert hann fór og hvað hann sá. Um þessar mundir áttu Mar- seillebúar góð kaupskip og her skip. Það voru galeiður og ágæt sjóskip. Er talið að Pytheas hafi verið fengið verzlunarskip, með tvennum áraröðum á hvort borð og þversegli. Slík skip voru 150—170 fet á lengd og gátu borið 400—500 smálestir. Hefir því skip Pytheas verið miklu stærra og betra sjóskip heldur en skipkrílið „Santa Maria“, er Kolumbus fór á yfir hafið 1800 árum seinna og „fann“ Amer- íku. Á öldinni sem leið rituðu marg ir fróðir menn um þessa norð- urför Pytheas. Þeir drógu sam- an ailt sem um hana hafði ver- ið sagt fyrrum, og þótt það væri allt ritað Pytheas til háðungar og til að sanna að hann hefði verið hinn mesti lygalaupur, þá geymdist þó í þessum ritum ým- islegt af því sem hann hafði sjálfur sagt um ferðalagið. Hafði það verið tekið upp til að sýna og sanna hve fáranlega honum hefði tekist, er hann hafði reynt að blekkja menn með frásögn- um sínuim, þær bæru þesis sjá,lf ar vitni að ekki væri heil brú í þeim. Á þennan hátt björguðu þessir niðurrifsmenn mörgu af því, er staðið hefir upphaflega í ferðabók Pytheas. En varla hefir þá sjalfa dreymt um, að seinni tíma menn mundu dæma vizku þeirra fánýti og van- þekkingu, en frásagnir Pytheas réttar í öllum aðalatriðum. Árið 1893 ritaði enskur sjó- liðsforingi og norðurfari, Sir Clements Markham, langa grein í brezka tímaritið „Geographic- al Journal“ um þessa norður- för Pytheas, eftir þeim heim- ildum er hér hafa verið nefnd- ar, en hér þarf ekki að rekja annað en það, sem hann segir um siglinguna til íslands. Hann segir að Pytheas muni hafa .haft nokkra dvöl í Kent og telur merkilegar frásagnir hans um það hérað. Síðan hafi hann lát- ið úr einhverri höfn þar og siglt norður með austurströnd Englands. Á næsta áfangastað segi hann að lemgBtur dagur hafi verið 17 stundir, en það svari til 54 gr. 2 mín. norður- breiddar og hafi því áreiðan- lega verið í nánd við Flambor ougn Head. Svo heldur hann lenigra norður og næsta athug u,n hans er á stað þar sem lenigstur dagur er 18 stumdir, en það sa.msivarar 57. gr. 58. mín. 41 sek. norðurbreiddar og sé etkki um að villast að þá hafi hann verið við Tarbett Ness, sem er nyrzt og austast á Skotlandi. Enn heldur hann norður á bóg- inn og á næsta viðkomustað er lengstur dagur 19 stundir, en það samsvarar 60 gr. 51 mín. 54 sek. norðurbreiddar og þá hafi hann verið kominn í Burra fjörð á nyrstu ey Hjaltlands. Hann kallaði staðinn Orcas, en það er sama og Orkneyjar, og hefir nafnið síðar færzt suður á bóginn . En nú var það ein- mitt í Orcas, sem hann fékk þá frétt, að sex daga sigling norð ur í hafi væri eyland, sem héti Thule og þar fyrir norðan væri ís. Friðþjófur Nansen segir að Pytheas sé hinn elzti mikli land könnuður, sem sögur fari af, og einhver sá mesti sem til hafi verið. Bendir hann sérstaklega á að hann hafi bætt við land- fræðis/þekkinigu síns tíma svæð inu frá sunnanverðu Bretlandi norður fyrir heimsikautisbaug, en þetta svæði nái yfir 16 breiddargráður, eða 1100 mílur — svo langt haifi hann fært út þekkingu manna. Dr. Vilhjálmur Stefánsson hef ir ritað mikið um ferðalag Pyth eas. Hann segir, að með því að safna saman öllum þeim mol um, sem fáanlegir séu um frá- sögn hans sjálfs af ferðalag- inu, þá sé hægt, með hliðsjón af þeirri þekkingu er vér nú höfum, að fylgjast með ferða- lagi hans frá því að hann si'gldi út um Njörvasund, síðar norður með Englandi, þaðan til ísilands og loks vestur í Grænlandsásinn hjá Scoresby-sundi eða fram und an Blossevilleströndinni. Hann segir líka að á athugunum Pyth eas megi sjá að hann hafi siglt inn á einhvern fjörð á Norður- landi, líklega Eyjafjörð og allt inn í botn hans þar sem Ákur- eyri er nú. En þegar hann hafi snúið við hjá Grænlandi, hafi hann ekki siglt sömu leið til baka, heldur vestan við ísland og austur með suðurströndinni og þar með líklega fyrstur manna fundið að ísland var eyland. Pytheas hafi ekki ver- ið neinn viðvani'rngur, eins og Kolumbus, heldur hafi hainn fynstur manna fundið aðferð tiil að mæla hnatt- stöðu, hann hefði einnig reikn- að hvar væri hánorður á himni og hann vissi því altaf hvað hann var að fara. Lýsingar hans á íslandi séu alveg réttar og þó sé það ef til vill merkileg- ast, að hann segist hafa komið að hafísbrúninni um 100 sjó- mílur fyrir n.orðan ísilaind, en það sýni að hann hafi siglt norður frá Vestfjörðum því að um hásumarið sé ísbrúnin oft ekki lengra undan landi þar, en miklu lengra undan sé siglt norður frá landinu annars stað ar. Nú var það einmitt frásögn Pytlheas um hvernig hann komst í kynni við hafísinn, sem talin hafði verið fráleitusit í ósann- indavaðli hans. Til þess lágu auðskildar orsakir, gagnrýnend urnir höfðu aldrei séð hafís og vissu ekki hvernig hann var. Pytheas hafði ekki heldur séð hafís fyrr, og hann er fyrsti maðurinn, sem lýsir honum og var það eigi lítið vandaverk. Nú er lýsing hans sjalfs ekki , 54 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. des. 1968

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.