Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1968, Blaðsíða 29
Smetana. Og sjálf átti Vínar- borg sinn Arnold Sohönbarg. Það var Schönberg sem greinilegasta stefnu tók í átt til hins nýja heims, hafnaði hefðbundnum tónlistarformum og leit langt yfir tuttugustu öldina. Verk hans Verklarte Nacht var fyrst flutt sem strengjasextett árið 1899, og þótt Gustav Mahler og Bruno Walter kilöppuðu honum lof í 'lófa, fussuðu aðrir og fóru um hann háðungarorðum. Árið 1905 skrifaði samtíðargagnrýn- andi einn um verk hans „Pell- éas et Melisande“ að það væri fimimtíu mínútna fraimleinging á falskri nófcu“. Tónlistanrnenn þeir, li»ta- menn og rithöfundar, sem komu fram á sjónarsviðið á síð- asta skeiði keisaraborgarinnar, sáu að hinar fornu reglur voru ekki lengur í gildi, heldur yrði að finna nýjar. Og í því sem virtist áhyggjulaust líf hins deyjandi keisaraveldis skynj- uðu þeir mörg þau vandamál andlegs eðlis, sem áttu eftir að koma fram síðar á tuttugustu ö'ldinni. Þeir sáu það sem flest- um samtíðarmönnum þeirra var hulið: að nýr heimur • beið handan við hið mikla leiti 1914. Þó lagði jafnvel uppreisnar- seggurínn Kokoschka af stað í hina síðustu styrjöld riddara- mennskunnar, klæddur ein- kennisbúningi fimmtándu keis- aralegu dragónasveitar: rauðar buxur og ljósbláan jakka, gull- inn hjálm og klofhá hvít leð- urstígvél. Og góði dátinn Svejk spurði: „Þessa einkenn- isbúninga með gul'lnu hnöpp- unum, og hestana, og fót- gönguliðana — þið ætlið þó ekki að segja mér að aðra eins dýrð eigi að senda í stríð?“ En það var gert og stríðið reið hinni gömlu Evrópu að fullu og öllu. Táknmyndir hins forna stjórnskipulags hjöðnuðu og hurfu með undraverðum hraða. Og engin hraðar en sú, sem var þeirra mest: Habsborgar- veldið, sem staðið hafði föstum fótum um fimm aldir og náði um tíma allt frá Portúgal til Transylvaníu og frá Sikiley ti'l Niðurlanda. Það leystist upp eins og eyði- merkurhilling. Franz Josef lézt árið 1916, og hlébarðafeld- irnir, hegrafjaðrirnar og gulu stígvélin voru lögð til hliðar. St. Germain sáttmálinn stað- festi aðeins það, sem ekki varð umflúið: útkoman úr honum var minna Austurriki, minna Ungverjaland, ný Júgó^lavia og Tékkóslóvakia, ennfremur nýfct Pólland og stærri ftalía. Gunn- fánar keisaravaldsins voru horfnir með öllu eins og dögg fyrir sólu. „Við hlutum að deyja“, sagði einn síðasti utanríkisráðherra austurríska keisaradæmisins. „Okkur var frjálst að velja okkur banameinið, og við völd um það hræðilegasta." Árið 1918 horfði hin mikla stytta Eugens prins af Savoy á Lipizzaner gæðingnum út yfir auð og mannlaus æfingasvæðin við Heldenplatz. Og Karl, síð- asti Habsborgarkeisarinn, sat einn í Schönbrunnhöll, þar sem hans var gætt af tveim vörð- um, er aldrei voru leystir af hólmi, eins og í Kafka-iskri martröð. ÁRNI OLA Framh. af bls. 55 skjálftar og eldgos og stóðu djöflar fyrir þeim. Eldfjöllin voru dyr Vítis og djöflarnir léku sér í eldinum og gosstrókn um. Þess vegna verður frásögn Brendans af eldgosi með þess- um hætti. Eldgosi er hann að lýsa og þó er það eldgos frábrugðið því er fjöll gjósa. Þeir hafa hitt svo á, að gos hefir verið úti í sjó undan strönd íslands, senni lega hjá Reykjanesi eða Vest- mannaeyjum, og slík gos eru með öðrum hætti en gos á landi, eins og sagan um Surtsey sann ar bezt. Nú má sjá ýmsar myndir í gosmökkva, og þar hafa þeir Brendan þótzt sjá djöffla, eins og trúin gerði ráð fyrir, og grjótikastið frá gosstaðinum er allt af þeirra völdum. En ann- ars er lýsinigin býsna góð. Gos- ið hefir miyndað ey og hraun- straumar renna til sjávar, en þar sem þeir falla í sjóinn, gýs upp ótrúlega mikill guf-umökk- ur. Drunurnar og sleg-gjuihögig- in eru sprengingamar og gos- druniur, en glóandi igrjót þeytist langar leiðir og þar sem það kemur niður gýs uipp gufa og sjórinn ólg-ar og vettlur. Allt þetta minnir mjög á lýs- ingarnar á Suntseyjargösinu, svo hér er ekki um neitt að villast. Og svo er hinn illi daunn af gosinu, gera má ráð fyrir að þeir Brendan hafi siglt und an vindi, er þeir flýðu gosstað inn og þess vegna er ekki að undra þótt brennisteinsþefur- inn hafi fylgt þeim langar leiðir ÍRAR FLYTJAST TIL ÍSLANDS Fyrsti landneminn á íslandi, sem sögur fara af, er ein- setumaðurinn Pól, sem Brend- an heimsótti. En skozki forn- fræðingurinn Lethbridge hygg ur, að þegar um aldamótin 300 hafi kristnir menn frá Vest- urlöndum verið farnir að setj- ast að á íslandi, til þess að mega lif-a þar í friði. Um þetta eru þó engar heim- ildir, en um hitt eru sagnir að kristnir menn hafi þá þegar verið farnir að leita uppi ó- byggðar eyjar og setzt þar að. Og þar sem siglingaleiðin til íslands hafði þá verið kunn um 600 ár að m'ininsita kiosti, þá er ekki hægt að fullyrða neitt um, hvenær keltneskir einsetu menn lögðu fyrst leið sína hingað, það gat verið fyrr og það gat verið seinna. Fyrstu áreiðanlegu heimild- ina um dvöl keltneskra munka hér á landi, er að finna í bók eftir írsk-a munk- inn Dicuil. Þar segir frá því, að laust fyrir aldamótin 800 hafi nokkrir írskir munkar dvalizt á íslandi frá því í feb- rúar og fram í ágúst og er þar birt lýsing þeirra á land- inu. Hefst hún með því að um sumarsólstöður séu næturnar svo bjartar um nokkra hríð, að það sé leikandi létt að tína lýsnar úr skyrtum sínum. Þeg- ar Lethbridge segir frá þessu, verður honum að orði: Það er sannarlega írskur háttur að lýsa nóttleysunni þannig! Þetta er á borð við hitt þegar þeir segja að eitthvað „sé álíka breitt eins og skítur undir nögl“! Að hans áliti gátu það alls ekki verið aðrir en írar, sem lýstu vornóttinni á ís- landi þannig. En Dicuil segir sjálfur, að frásögn munkanna sýni það ljóst, að þeir menn hafi logið sem í skrifum sínum hafi hald- ið því fram, að sjórinn sé lagð- ur umhverfis Thule og að þar sé samfelldur dagur frá jafn- dægri á vori til jafndægurs á hausti, en svo samfelld nótt hinn tíma ársins. Þessir munk- ar, segir hann, sigldu þangað á kaldasta tíma ársins, gengu þar á land og dvöldust þar fram að ágúst, og alltaf skift- ist þar á dagur og nótt. Að vísu komust þeir að því, að haf ísinn er ekki nema dagsigling undan landi. Öll frásögn munkanna ber að öðru leyti þess vott, að þeir hafa verið hér í sérstökum er- indagerðum, og þeir hafa ekki haldið kyrru fyrir á sama stað. Þegar þeir lýsa sólstöðu- nóttinni má sjá, að þeir hafa verið á Suðurlandi, því að þeir segja að sólin hverfi undir sjóndeildarhring stutta stund. En þegar þeir tala um hafís- inn og að hann sé ekki nema dagsigling undan landi, þá hafa þeir áreiðanlega verið á Vest- urlandi, því að þar er oftast álíka langt út að ísröndinni um hásumarið, en miklu lengra annars staðar á landinu. Þess- ir munkar dveljast hér um sex mánaða skeið og halda svo heim aftur. Hvað voru þeir að gera hér, og hvers vegna ferðuðust þeir svo víða? Væri nokkur goðgá að hugsa sér, að einhver trú- boðsstöð hefði sent þá hingað til þess að líta eftir írskri byggð hér á landi, og þurft þess vegna að ferðast alla leið frá Austfjörðum til Vestfjarða. Þetta gerðist um 80 árum áður en norræn byggð hófst hér á landi, en þá voru liðin nær 250 ár síðan Brendan hitti írska einsetumanninn í Aust- fjörðum, og hann hafði dvalizt hér um 60 ára skeið. Sé nú miðað við það, þá hefir írsk byggð staðið um nær 400 ár hér á landi áður en Norðmenn komu. En sé nú farið eftir á- gizkun Lethbridge um að írsk- ir munkar hafi farið að setj- ast hér að um 300, þá hefir írsk byggð staðið hér rúmlega hálfa sjöttu öld, áður en Norð- menn „fundu“ landið. Hver vill svo reikna hvað frar hafi verið fjölmennir hér eftir þennan langa tíma? (Heimildir: Vilhjálmiur Stef ánsson: „Great Adventures and Explorations", „Green- land“. Kristján Eldjárn: „Gengið á reka“. T. C. Leth- bridge: „Herdsmen andHer- mits“. Dr. George A. Little: Brendan the Navigator“.) ,4 baðherbergissett Veggsalerni, nýjung er ryður sér mjög til rúms. Veggskol („Bidet") sjálfsagður hlutur í nýtízku baðherbergjum. Tvöföld handlaug með e^taedavd blöndunartœkjum. Einnig baðker og önnur hrein- lœtistœki, hvít og lituð. J. Þ0RLÁKSS0N & N0RÐMANN H.F. 23. des. 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS QJ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.