Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 16
46« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hún sýnir muninn á gömlum og nýum húsabyggingum. Fremst er gamla fjósið, en til hliðar við það er nýa fjósið og heyhlaða að baki. (Ljósm. vig.) BRIDGE * KD765 ¥ K10 5 ♦ DG * K73 A 8 N ¥ A G 7 4 V A 4 83 $ * G10 8 6 __^__ 5 4 A G 10 943 ¥ D 6 2 ♦ A 6 5 4 X Á S sagði 4 spaða, en andstæðingar höfðu ekki sagt neitt. Út kom H9. Nú veltur allt á því hvað S gerir. Hann á að drepa með kóng í borði og A neyðist þá til þess að drepa með ásn- um. Nú þorir hann ekki að slá út hjarta, svo að hann kemur með tigul. S drepur með ásnum, því að vel gat verið að tigullinn hefði verið einspil hjá A. Nú kom tromp og V fekk slag- inn á ás. Hann sló út hjarta að nýu og þann slag fekk S á drottningu. Svo tók hann slag á LÁ og kom borðinu inn á tromp. Nú kom út LK og í hann fór seinasta hjartað af hendi. Þar með var spilið unnið. En ef S hleypti fyrsta slagnum og fekk hann á HD á hendi, þá var spil- ið tapað. Þegar V kemst inn á SÁ, slær hann út hjarta og A fær tvo slagi í þeim lit, og svo hlýtur S að missa einn slag í tigli. Þorkell Bergmann sem var forstjóri innréttinganna um skeið og rak verslun þar sem nú er Aðalstræti 8 í Reykjavik, var hagorður maður, þótt lítt hafi þess verið getið. Segir Hallgrímur djákni í Rithöfundatali sínu, að hann hafi verið elskaður og virtur af mörgum góðum mönnum fyrir dugnað, en eink- um fyrir ypparlegar náttúrugáfur, og að hann hafi orkt vikusálma og marga aðra sálma ýmislegs efnis, snúið einn- ig nokkrum bænum úr þýzku og dönsku, og sé mælt, að Jón Eiríks- son konferentsráð hafi haft mætur á honum fyrir „hans gáfur og skáld- skapar innföll“. Guðmundur á Keldum var einrænn maður og til lítils marks um það er, að þá er eg skyldi ferma yngstu >börn hans, er voru hin efnilegustu, en karl hirti lítt um að þau fengi tilsögn í skrift og reikn- ingi, þá hóf eg máls um þetta við föður þeirra, er lá í kör sinni, og bað hann að taka Hjálmar Sigurðs- son og láta hann segja bömum hans til nokkrar vikur. „Nei“, svaraði karl, „það geri eg ekki“. „Hvers vegna?“ spurði eg. „Af því að hann Böðvar fóstri hans hefir svo lengi beitt hagana mína“, svaraði Guð- mundur. (Matth. Joch.: Sögukaflar) Sæmundur Hólm var eitt sinn að messa á Helgafelli og fjallaði ræðan um nauðsyn alvar- legrar iðrunar og yfirbótar. Þegar nokkuð kom fram í ræðuna, komu inn í kirkjuna danskir og íslenzkir verslunarmenn úr Stykkishólmi. Þá brýnir prestur röddina og segir: „Það segi eg yður satt, elskanlegir, að ef þér gerir ekki alvarlega yfirbót, þá farið þér allir til helvítis — eins og kaupmennirnir og þeir dönsku“. Jón Espólin var á seinni órum orðinn mjög leiður á þrætum og lagasóknum og þjófamálum. Var það í frásögur fært meðal alþýðu, að er hann spurði slik mál fyrir hendi, gekk hann um gólf með reiðisvip, gnagaði knúa sína, gneri handlegg sinn og mælti: „Það er eyðilegt, þeir geta aldrei verið til friðs“. (Úr sjálfsævisögu) Kolbeinsey Olavius getur þess í ferðabók sinni, að fyr meir hafi verið farið til Kol- beinseyar á áttæringum eftir dún og sel og fugli. Voru selir þar svo spak- ir, að taka mátti með höndum. Jón hét maður, kallaður stólpi og var bóndi 1 Grímsey. Olavius segir að hann hafi seinastur farið til Kol- beinseyar. Viðurnefni sitt fekk hann af því, að hann reisti upp stöng 20 álna langa, áður en hann fór á stað úr Grímsey, og festi á hana hvíta vaðmálsveifu, til þess að geta ratað heim aftur. A A 2 ¥ 983 + K10 9 72 * D 9 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.