Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 461 á sýnishornum frá Olduvai gengur vel, og fyrsti árangurinn er svo furðulegur, að ég hélf að yður mundi langa til að heyra um hann nú þegar. Zinjantrophus er miklu eldri en nokkrum hefir komið til hugar, nema þá yður og konu yðar. Meðalaldur sýnishornanna er um 1.750.000 ár. Við álítum að þessi aldur sé nokkuð nærri lagi, en þó heldur of lágur, ef nokkuð er“. Rannsóknaraðferðin Hvernig fóru vísindamennirnir að því að mæla aldurinn, og í hverju er hún fólgin þessi merki- lega aldursgreiningar aðferð. Það er bezt að láta dr. Curtis sjálfan segja frá því: — Einfaldasta lýsingin á henni er líklega sú að kalla hana atóm- klukku, því að eins og hin fræga kolefni-14 aðferð, byggist hún á hægfara en jöfnum og stöðugum atómbreytingum í vissum efnum. En „potassium-argon“ aðferðin nær þó langtum lengra aftur í tím ann. Hún byggir á því, að óstöðugt frumefni, potassium-40, breytist hægt og hægt í önnur frumefni, calcium-40 og argon-40. Vísinda- menn kalla hið fyrsta frumefni „föður“, en hin frumefnin „afkom- endur“ þess. Sannast að segja breytist „föð- ur“-atóm í „afkvæmis“-atóm á broti úr sekúndu, en það líður afar langt á milli. Ef þér einangruðuð t. d. 18 potassium-40 atóm og geymduð þau í 1,3 milljarð ára, þá munduð þér komast að raun um, að ekki hefir nema helmingur þeirra breyzt í „afkvæmis“ atóm. Breytingin er því ákaflega hæg- fara, en hún er stöðug. Vér þurf- um því ekki annað en mæla hve breytingin hefir orðið mikil, til þess að komast að raun um á hve löngum tíma hún hefir gerzt. Ég skal þegar taka fram, að calcium-40 afkvæmin eru gagnslaus við slíkar mælingar, vegna þess að engin leið er til þess að gera greinarmun á þeim og öðrum calcium-40 atómum, sem ekki eru fram komin við þess breytingu. Til þess að gera aldursgreiningu, treystum vér á argon-40 „afkvæm- is“-atómin, því að hægt er að Leakey með hauskúpu af fornaldarhrúti. Til samanburðar hauskúpa stór- hyrndasta hrúts sem nú er uppi. Mældir kjálkar úr ungling sem eru eldri en Afríkumaðurinn. Jaxlarnir eru stærri en í unglingum nú. greina þau frá öðrum argon-40 atómum. Til þess að ákvarða aldur einhvers berglags, þá verðum vér að finna hve mörg eru þar „föður“- atóm og „afkvæmis“-atóm. Og þó verður þetta ekki fundið í öllum berglögum. Ef vér færum nú til Olduvai- gjár og hirtum þar einhver sýnis- horn af steinum, mundu þau ekki geta frætt oss neitt um aldur haus- kúpunnar, sem fannst þar. Vér þurfum að ná í berglag, sem mynd- ast hefir einmitt á sama tíma og maðurinn lifði — það er að segja berg, sem argon-40 hefir safnast í síðan Zinjantrophus var uppi. Til allrar hamingju er slíkt berg til þarna í gjánni. Vér köllum það gosösku og í henni er efni, sem vér nefnum „anorthoclase", en í því er aftur potassium. Meðan gos-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.