Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 8
460 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Stórfuröuleg aldursákvöröun IMú er talið að beinin ur Afríkumanninum, Zinjantrophus, sé að minnsta kosti 1,750,000 ára gomul Leakey með hauskúpu Zinjantrophus FYRIR rúmu ári (11. sept.), var í Lesbók grein, sem hét „Fundin 600.000 ára hauskúpa. Var vagga mannkynsins í Afríku“. Þar er sagt frá nær 30 ára rannsóknum dr. L. S. B. Leakey og konu hans á fornminjum í hinni svokölluðu Olduvai-gjá í Tanganyika í aust- anverðri Afríku. Þar höfðu þau meðal annars fundið hauskúpu af frummanni. „Ég kalla hann Zinjan- trophus, eða Austur-Afríkumann- inn. Hann var uppi fyrir rúmum 600.000 árum“, sagði dr. Leakey í skýrslu sinni. „Varla þarf að leiða neinum getum að því hvað beinin séu gömul. Þar eru til vitnisburðar beinin af hinum stóru útdauðu dýr um, sem við fundum þarna. Þessi dýr voru uppi á ,,pleistocene“-öld,' eða fyrir 600.000 árum. Um nafnið á honum, Zinjantrophus, er það að segja, að til forna nefndu Arabar Afríku (austurhluta hennar) Zinj, og anthrophus er gríska og þýðir maður“. Þetta var hin fyrsta aldurs- ákvörðun beinanna og þótti furðulegt að maður hefði ver- ið uppi fyrir svo löngum tíma. En nánari aldursákvörð- un var þó nauðsynleg og varð hún að gerast á berglögum þeim, sem beinin fundust í og berlögum þar fyrir ofan og neðan. Hvernig átti að gera slíka aldursákvörðun? Hér kom ekki til mála að nota kol- efni-14 aðferðina, því að hún getur ekki náð lengra aftur í tímann en svo sem 50.000 ára. En nú var kom in upp ný aðferð til aldursgrein- ingar, hin svokallaða „potassium- argon“ aðferð, en með henni hafa bandarískir vísindamenn mælt ald- ur á loftsteinum, sem eru rúmlega 4000 míljóna ára gamlir. Sýnishorn af berglögum úr Olduvai-gjánni, voru nú send til háskólans í Kaliforníu og rannsök- uð í jarðfræðadeild háskólans af þeim dr. Jack F. Evernden og dr. Garnish H. Curtis. „Jarðfræðingum kemur margt á óvart og þeir eru ekki vanir að kippa sér upp við það, en ekkert hefir jafn furðulegt komið fyrir okkur eins og að komast að því, að fyrir 1.750.000 árum hafi verið uppi menn, sem gátu búið sér í hendurnar. Allt fram á þetta ár hafa vísindamenn haldið að það væri ekki meira en svo sem milljón ár síðan menn komust upp á það að gera sér verkfæri. En svo er „potassium-argon“ aðferðinni fyrir að þakka, að nú þurfum vér ekki að vera í vafa um hve langt er síðan“, segir Curtis. Og í bréfi til dr. Leakey segir hann: „Rannsókn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.