Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 2
454 LESBÓK MORGUNBLAÐ SIN S meir en tími t'.l kominn að segja, þv'i að það er sannleikurinn, en ella hætt við að framtíðin, sökum ókunn- ugleiks á málinu, kynni að eigna þetta öðrum manni. Og Finnur Sig- mundsson er annar þeirra manna, sem ég sagði rétt nú að félagið ætti síðan mest að þakka. Það var hann sem alltaf hljóp í skarðið þegar svo virtist sem engin leið væri til þess að halda útgáfustarfseminni nokk- urnveginn órofinni. Hefði hann ekki gert þetta, mundi félagið nú að visu skrimtandi, en ekki lifandi. Þá væru bindin í Rímnasafni nú í hæsta lagi sjö, í stað þess að þau eru orðin tíu og sum þeirra hinar mestu gersem- ar. Hinn björgunarmaðurinn er Frið- geir stjómarráðsfulltrúi Bjömsson. Hann var fyrsti féhirðir félagsins, og fyrstu árin, meðan það var alveg blásnautt, hvíldi það að langmestu leyti á hans herðum að sjá hag þess borgið. Það gerði hann af frábærri fómfýsi og hagsýni. Því mun fjarri fara að ýkt sé ef áætlað er að ann- ar af hvorum tveim þeirra manna, er gengu í félagið þrjú fyrstu árin, kæmi þangað beinlínis fyrir hans atbeina, og það mundi lygilegt þykja ef frá þvi væri skýrt hvað hann lagði á sig við að smala þeim í rétt- ina. Ég veit ekki hvemig farið hefði um fjárhaginn ef Friðgeirs hefði ekki notið við, og satt að segja óar mér við að hugsa til þess. Héðan af kviði ég ekki fyrir að sigling félagsins þurfi að verða með slysum, ef sæmilega er haldið í stýristaumana. Ég sé enga boða fram undan. Enginn utanaðkomandi f járstyrkur er mér kunnugt um að félaginu hafi hlotnazt, nema frá Alþingi. Svo mik- ið er víst að nokkur fyrstu árin var því synjað um annan styrk. Þingið hefir frá öndverðu sýnt merkilegan skilning á hlutverki þess og veitt því höfðinglegan stuðning. Til þess að sýna að þetta væri met- ið, var það snemma samþykkt að jafnan skyldi forseti valinn úr hópi alþingismanna. Ekki er þeim sem fyrir valinu verður neinn greiði þar með gerður, heldur er það fremur á hinn veginn. En félagið lítur svo á að með þessu sýni það þinginu skylda virðingu. Það hlutverk, sem frá öndverðu beið félagsins, var svo stórfenglegt að það mátti virðast nær óvinnandi. Þúsundir rímnahandrita eru geymd í söfnunum, bæði hér heima og er- lendis, og í einstakra manna eigu er auk þess mikið,. og vonandi kemur það allt inn i Landsbókasafnið með tíð og tíma. Höfðinglyndir menn og skilningsgóðir eru alltaf annað veif- ið að færa safninu gjafir, og ekki mun þurfa að efa að slíkar gjafir haldi áfram að berast. Útgáfustarf- semin eykur skilning manna á því, að handrit eru bezt geymd i Lands- bókasafni. Gömul handrit eiga ekki annarstaðar heima. Þegar starfið var hafið, ríktu hjá félagsmönnum tvö megin-sjónarmið á því, hvar skyldi borið niður. Hjá okkur almúgamönnum var sú skoð- unin án efa algengust að af fjár- hagsástæðum væri það heppilegast að taka fyrst góð og vinsæl skáld frá átjándu og nítjándu öld og treysta á rótgróna þjóðhylli þeirra. Þar var engin þurð ágætra rímna- skálda. Til mála gat komið að taka fyrst konung allra rímnaskálda, Sig- urð Breiðfjörð, gera hreint borð hjá honum og gefa út allar rímur hans. Rímnamálið mundi að sjálfsögðu lærast auðveldlegast með því að byrja frá þeim endanum og lesa sig svo aftur-eftir. Hjá lærðu mönnun- um ríkti hitt sjónarmiðið, að láta nauðsyn bókmenntasögunnar ráða gerðum félagsins og taka fyrst hið fjarlægara og miður kunna. Að sjálf- sögðu réðu upplýstu mennimir, enda aldrei talið heppilegt að blindur leiði blindan. Allir létum við okkur lynda niðurstöðuna. Til þess að ríða á vað- ið var kjörið seytjándu aldar skáld, Kolbeinn Grímsson, sá er kvaðst á við Kölska og steypti honum með legg legg niður í Jökuldjúp. Þetta var gott og blessað. Hann hafði ort Grettis rímur og úr þeim kunni hvert mannsbarn þetta sléttubanda-erindi: Aldan rjúka gjörði grá Golnis spanga Freyju, kalda búka frændur frá fluttu Dranga eyju, og mundu flestir vilja fá meira að heyra. í stað þess fengum við þó Sveins rímur Múkssonar, og heyrðist þá sagt: Þetta er ekki skáldskapur, Kolbeinn; þv'i sagan var lítið skemmtileg. Grímur Thomsen mundi hafa kallað hana gífurlega. En lík- lega var hún vel valin til þess að vekja athygli erlendra fræðimanna. Og það sannarlega bæði var og á að vera eitt af hlutverkum Rímnafélags- ins. Að öllum málum athuguðum, fæ ég ekki betur séð en að bókaval fé- lagsins hafi allt til þessa dags verið óaðfinnanlegt, og örugglega réttlæt- anlegt. Sem dæmi um æskilegt val má geta þess, að búið er að gefa út allar rímur Hallgríms Péturssonar og nú síðast hinar frægu Pontus rímur. Þrettán fyrstu rímurnar eru eftir Magnús Jónsson prúða, sýslu- mann á Vesturlandi, er mun hafa látizt rétt fyrir lok sextándu aldar. Hann kvað þa?r til konu sinnar, Ragnheiðar, dóttur Eggerts Hannes- sonar. Þá var ég enn á bamsaldri er ég las sögu hans, nýútkomna, eft- ir Jón Þorkelsson. Ekki hefi ég síð- an lesið hana í annað sinn, en betur skil ég nú en áður auknefni hans og ætla honum væri það réttilega gefið. Að Magnúsi látnum hélt Pétur Einarsson lögréttumaður á Ballará (sá er annálinn ritaði) rímunum áfram, svo að þær urðu þrjátíu að tölu. Hefir Pétur verið mikill ágætis- i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.