Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 459 hægt, er að selja. Það er þegar hlaupinn ofvöxtur í framleiðsl- una. Landbúnaðarvörur liggja ó- seldar hrönnum saman, og til hvers eigum vér þá að auka framleiðsiuna? En þeir, sem að rannsóknunum standa, svara og segja: Nú sem stendur er aukning fólksfjölda í Bandaríkjunum um 1,8% á ári. í fljótu bragði virðist það ekki svo há tala, en með slíku áfram- haldi munum vér þurfa helmingi meiri mat eftir 20 ár, en vér þurf- um nú. Og ef aukning fólksfjöld- ans verður þannig stöðug og jöfn, þá verða íbúar Bandaríkj- anna orðnir 1000 miljónir eftir eina öld. Það veitir því ekki af að búa í haginn fyrir framtíðina. Auk þess geta þessar rannsóknir á því hver áhrif kjamorkugeislar hafa á alls konar gróður, haft mikla þýðingu ef til kjarnorkustyrjald- ar kemur, segja þeir. Þá er og gott að vita áður hver áhrif geislanir frá kjarnasprengjum hafa á hinar mismunandi tegundir gróðurs, sem ætlaðar eru til manneldis. Þá er gott að geta sagt hvaða teg- undir mönnum er óhætt að leggja sér til munns, þegar um líf og dauða er að tefla.------ Kjarnorkugeislum er beint á út- sæði, og við það breytast erfða- stofnarnir í því og fram koma stökkbreytingar. Alveg er þó undir hælinn lagt hvort þessar breytingar verða til bóta. Vís- indamennirnir viðurkenna meira að segja, að það sé varla meira en í einu tilfelli af 1000, að teg- undin batni við stökkbreyting- una. Og það er ekki fyr en þeir hafa sannreynt allar breytingarn- ar og fundið hver stökkbreytingin getur orðið affarasæl, að bændum er fengið hið nýa útsæði í hendur til ræktunar. Og með þessu móti er nú farið að rækta mörg ný af- brigði. Meðal þeirra nýu tegunda, sem þannig eru fram komnar, má nefna jarðhnetur, sem gefa 10% meiri uppskeru en áður var, og eru auk þess harðgerari og síður hætt við að skemmast í flutningi. Þá eru hvítbaunir, sem nú gefa 30% meiri uppskeru en áðu?. Einnig hefir tómatjurtin verið bætt þannig, að aldinin eru nú stærri og þroskast fyr en áður. Sama reynsla hefir fengizt um hveiti, bygg, hafra, sojabaunir o. fl„ að hin nýu afbrigði eru bráð- þroskaðri en eldri tegundir. Þá er og talað um að hægt sé að breyta tóbaksjurt þannig, að minna verði af nikótín í hinni nýu tegund, og kaffijurtinni þannig, að minna verði af kaffeín í henni. Hér er hagnaðarvon í framtíð- inni, en þó má vera að landbún- aður hafi enn meiri hagnað af þeim tilraunum sem nú er verið að gera um að útrýma allskonar skordýrum með kjarnorkugeisl- um. En skordýr valda árlega miljónatjóni á allskonar jarðar- gróða. Sumir segja að það tjón nemi árlega um 4000 miljónum dollara. Tilraunirnar hafa nú staðið í fjögur ár, og eru í því fólgnar, að menn ala upp miljón- ir meindýra á hverju ári, gera þau ófrjó með kjarnageislun og sleppa þeim síðan. Þessi meindýr blandast svo aðalstofninum og hvert þeirra velur sér maka. En vegna þess að þau eru ófrjó minkar viðkoman árlega, og er þegar farinn að sjást árangur af því. Margar tegundir gróðurs þríf- ast ekki nema því aðeins að bý- flugur hjálpi þar til við æxlunina. Þess vegna er það algengt að bændur hafi býflugnabú á jörð- um sínum, eingöngu í því skyni að þær sjái um að bera frjóvgun milli plantna. Nú er farið að rannsaka hvað hvert býflugnabú muni komast yfir stórt svæði í þessu skyni, hvað flugurnar fari langt til aðdrátta. Það er gert á þann hátt, að geislavirku sýrópi er dreift víðs vegar í nágrenni býflugnabúanna, og síðar eru flugurnar rannsakaðar með Gei- ger-mæli til þess að ganga úr skugga um hvað þær hafi farið langt til fanga. Engar tilraunir hafa enn farið fram um hvort hægt muni að valda stökkbreytingum til batn- aðar meðal búpenings, á sama hátt og hjá jurtum. En undir um- sjá kjamorkumálanefndarinnar er nú verið að gera tilraunir á svín- um um hve þau þoli mikla geisl- an, en það er aðallega gert í þeim tilgangi að komast eftir því hvaða tjón búpeningar muni bíða af of- geislun í andrúmsloftinu, t. d. eft- ir kjarnorkutilraunir. En þetta getur aftur leitt til þess, að meðal afkvæma svínanna komi eigi að- eins fram vanskapningar og vo- metaskepnur, heldur komi þar einnig fram stökkbreytingar til hins betra. TILRAUN var gerð um það í Banda- ríkjunum árið 1955 hvort konur hefði nokkra hugmynd um það fyrir- fram hve mörg böm þær myndi eignast. Voru fjölda margar konur á aldrinum 18—30 ára spurðar hvað þær heldi að þær eignuðust mörg börn fyrir 1960. Þegar þessi fimm ár voru liðin var svo grenslast eftir því hyort svörin væri rétt. Kom þá í ljós, ef meðaltal var tekið, að svörin voru laukrétt. En hjá hverjum ald- ursflokki skakkaði nokkru, einkum hjá mæðrum, sem höfðu eignast nokkur böm þegar þær voru spurð- ar; þær höfðu eignast fleiri börn en þær bjuggust við.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.