Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 4
456 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS henni (1934) er ranglega kölluð fjórða prentun, sökum þess að önn- ur vesturheims-útgáfan var þá ókunn hér. Draugsríma Sigurðar Breið- fjörðs er vitanlega hin skemtileg- asta í þessu safni Finns, enda ekk- ert til samanburðar, nema máske beztu glefsurnar í Alþingisrímunum. Fjósarímu Þórðar á Strjúgi munu flestir kannast vfö og jafnvel kimna stök erindi úr henni, en nauðafáir hafa þekt hana. Sama er að segja um Griökurímu þeirra mývetnsku skáldanna, Hluga Einarssonar og Gamalíels Halldórssonar. Hana telur útgefandinn orta um 1800. Tvö fyrstu erindi mansöngsins kunna margir, en þau eru þannig: Gandólfs skal hér skútu mynd skunda láta Týs á sund, landa beltis loga strind lundhlýr hlýði mér um stund. Yggjar sjó ég út á legg, uggandi um Dvalins kugg, hyggju dugur dvínar segg duggan þegar fer á rugg. öll er ríman 74 (75) erindi, lista- vel kveðin. Henni lýkur þannig: Eyðist kvæða iðið smíð, Óðins gróði bjóðist þjóð fáðu gæða friðinn blíð flóða glóða rjóðust slóð. Bætist vit, en notin nýt njóta spjóta þrjóti’ ei hót, mæta fitin moturs hvít mótgangs fljóta hljóti bót. Enginn þarf lengi að glugga í Ekkju rxmu Bjama Jónssonar Borgfirðinga- skálds til þess að sjá að þar er meir en meðalmaður á bak við. Mundi og Hallgrímur Pétursson ekki hafa lagt sig niður við að ljúka rímum þeim er Bjarni dó frá hálf- kveðnum ef honum hefði þótt lítið til höfundarins koma. Það er rauna- legt hve lítið hefir geymst eftir Bjama, því mikið hlýtur hann að hafa ort. Ekkjuríma er 131 erindi, eða þó öllu heldur 134, því líklegt má telja að upprunaleg séu þrjú erindi sem Finnur prentar aðeins í athugasemdunum. Niðurlagserindi textans er þannig: Mitt hér styttist mála brjál og magnið sagnar, gæfu hæfi gagnið magnar, greina seinlegt stag nú þagnar. Sá háttur rímnaskáldanna að kveða niðurlagserindi hverrar rímu dýrt, á sér hliðstæðu hjá Shake- speare, er hann rímar tvær síðustu línur hvers þáttar í leikritum sín- um. Skemtilegt er það, að þessum aldagamla sið hafa rímnaskáld nú- tíðarinnar ekki með öllu varpað fyrir borð. Ég skal nefna aðeins tvö dæmi. 1 Alþingisrímunum (3. rímu) segir Guðmundur Guðmundsson: Mundar fanna grundin granna, góða’ og rjóða, un í leyni ljóðin viður; léttur dettur óður niður. Og Flugurímu lýkur Sveinbjörn Beinteinsson þannig: Dug og glím við hreðu-her, hugar skímu gleðin ver; bugast gríma freðin fer; Fluguríma kveðin er. Þetta er að varðveita þjóðararf- inn af trúmensku. Auk rímnasafnsins gefur félagið út smáritaflokk, er nefnist aukarit. Hann er mjög hentugur til þess að vista í honum ýmislegt það sem æskilegt, eða jafnvel nauðsynlegt, er að félagið láti koma á prent, en ekki á heima í sjálfu rímnasafninu. Komin eru í honum þrjú rit: (1) Nokkrar athugasemdir um rímur, eftir Sir William Craigie; (2) Sir William Craigie og íslenzkar rímur, eftir Björn Þórólfsson; og (3) Rím- ur og lausavísur, eftir Sigurð Nor- dal. Það er skaði hve lítið útgáfu þessara smárita hefir verið sint hing- að til, og þyrfti að verða breyting á. Þannig er það illa farið að ekki hafa verið birt í flokknum tvö ör- stutt útvarpserindi (ávörp), er þeir Jörundur Brynjólfsson og Pétur Ottesen fluttu hvor um sig er þeir voru forsetar Rímnafélagsins; en Jörundur var fyrsti forseti þess. Eftir að hafa getið að nokkru þessara tveggja bókaflokka Rímna- félagsins, er rétt að minnast þeirrar bókar, sem í hvorugum þeirra á heima, en hefir þó að svo komnu orðið miklu vinsælust allra bóka þess, en það eru Ljóömœli Símonar Dalaskálds, sem sira Þorvaldur Jak- obsson gaf út af mikilli prýði. Þau eru stór bók, 540 síður að meðtöld- um myndum höfundarins. Vitaskuld eru þar teknir upp lengri og skemmri kaflar úr rímum Símonar, þeirra er þá höfðu verið prentaðar (síðar gaf Isafoldarprentsmiðja út Tvennar rím- ur eftir hann, áður óprentaðar), og þar er Aronsríma hans í fyrsta sinni heil. Hér á það við að minnast Olgeirs rímna Guðmundar Bergþórssonar, sem voru að ráðstöfun Alþingis gefn- ar út á áttræðisafmæli Craigie’s, áð- ur en Rímnafélagið varð til. Var kallað að þær kæmu út á vegum Landsbókasafnsins og Isafoldar- prentsmiðju, en grunur minn er að prentsmiðjan hafi fengið að bera kostnaðinn, nema það sem ríkis- styrkurinn hrökk, og fyrir Vist er upplagið í eigu hennar. Skemtilegt væri að Rímnafélagið gæti eignast það, og nú er margur maðurinn svo efnaður að ef hann vildi sýna rausn, þá gæti hann keypt það og gefið félaginu. En sú kvöð ætti þá að fylgja gjöfinni að félagið lyki útgáfunni. Bókin varð að koma út innan tiltekins dags, og vanst ekki tími til að semja skýringar og nafna- skrá. En þær gætu komið út í smá- ritasafni félagsins. i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.