Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 10
462 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS askan var enn eldkvika í iðrum jarðar, safnaðist ekki neitt af arg- on-40 í anorthoclase-efnið, því að það hreint og bein brann úr því. En eftir gos, þegar anorthoclase kólnaði, safnaði það í sig svo að segja öllum þeim argon-40 atóm- um, sem framleiddust (afkvæmis- atómum). Og sem betur fór urðu þarna gos bæði fyrir og eftir að Zinjanthropus var uppi, svo að hauskúpa hans hefir legið milli goslaganna. Þarna eru þá bergtegundir (aska orðin að sandsteini), sem myndast hafa aðeins fáum þúsundum ára fyrir og eftir dauða mannsins. Með því að finna hvað þessar bergteg- undir eru gamlar, er hægt að ákveða aldur mannsins. Til þess að mæla hve mikið sé af argon-40 í einhverju sýnishorni, þurfum vér að fást við efni sem ekki er stærra en svo sem einn milljónasti hluti úr únsu. Til þess notum vér „spectrometer“, og það áhald er svo nákvæmt, að það get- ur vinsað atóm úr efninu eftir þunga þeirra. Með öðrum orðum, áhaldið getur greint argon-40 atóm frá öðrum argon atómum eftir þunga þeirra. Það er nú svo, að hvert berg- sýnishorn, sem vér fáum, hefir dregið í sig argon atóm úr loftinu. Vér köllum þau blátt áfram „loft- argon“ til aðgreiningar frá „af- kvæmis“-atomum. Það eru þessi „afkvæmi“, sem fæðst hafa í berg- inu sjálfu, sem vér verðum að styðj ast við, og þess vegna verðum vér að byrja á því að losá oss við hin argon atómin. Vér setjum þá sýnishornið inn í rafmagnsofn og bökum það þar í 12—48 klukkustundir við 750 st. hita F. Með þessu móti náum vér „loft“-argon atómunum úr sýnis- horninu, en atóm argon-40 (af- kvæmin) eru k.vr eftir í bereinu. Nú hitum vér sýnishornið aftur í ofninum, en að þessu sinni upp í 2.200 st. F. Við þennan hita bráðn- ar anorthoclase-efnið, og argon-40 atómin losna og verða að loftteg- und. Þessi lofttegund er leidd í pípum í viðarkolasalla og svo er hann kældur niður í 80 st. frost á F., en argon-40 atómin festast þá í kolunum. Nú er röðin komin að specto- metranum. í honum eru argon-40 atómin jónuð, eða hlaðin rafmagni. Þeim er síðan skotið fram hjá raf- segul, sem greinir argon-40 atómin frá öðrum þyngri og léttari atóm- um, og „skýtur“ þeim í ákveðið mark. Um leið og þau hæfa mark, fer teljari á stað og telur þau, og þar með er fenginn aldurinn á sýn- ishorninu. Að þessu sinni reyndist hann vera 1.570.000 — 1.890.000 ár, en að meðaltali 1.750.000 ár. Og þar með er stigið stórt skref í áttina að leysa eina af ráðgátum jarðsög- unnar. Fjöldi steingervinga Það var árið 1911 að þýzkur skordýrafræðingur, Kattwinckel að nafni, rakst á Olduvai-gjána af tilviljun, og fann í henni ýmis steinrunnin bein. - Þetta varð til þess að farið var að rannsaka staðinn betur, og nú um 30 ára skeið hafa þau Leakey-hjónin stöðugt stundað rannsóknir þarna, og á seinustu árum hafa synir þeirra tveir verið þeim til aðstoð- ar. Þetta gekk seint vegna þess að vinnukrafturinn var lítill. En svo var það árið 1960 að National Geographic Society hljóp undir bagga og veitti ríflegan styrk til rannsók'nanna. Þá var hægt að auka vinnukraftinn. „Á 13 mán- uðum var þá varið 92.000 vinnu- stundum til uppgraftar, og það var helmingi meira heldur en við Mary höfðum getað afkastað á 30 árum“, segir dr. Leakey. Það erti ótrúleg ósköp af alls- konar fornminjum, sem fundizt hafa þarna, auk hinnar merkilegu hauskúpu. Þar hefir fundizt höf- uðskel og kjálkar úr unglingi og hyggur dr. Leakey að þessi bein sé talsvert eldri heldur en Zin- jantrophus. Það þótti einkenni- legt við höfuðskelina að hún var öll sprungin út frá einum stað, og hyggur dr. Leakey að ungling- urinn hafi verið drepinn með rot- höggi. Svo hefir fundizt þarna svo mikið af allskonar dýrabeinum, að menn eru ekki enn farnir að átta sig á því. Þó er talið víst að þarna hafi fundizt bein úr rúmlega hundrað dýrategundum, sem al- dauða eru fyrir löngu. Sum af þessum dýrum hafa verið ferlegir risar, önnur dvergvaxin. Þarna fundust leifar af tígris- dýrinu stóra, sem kallað hefir verið saxtanni. Einnig fundust þar bein úr risavöxnum antilóp- um, sem kallaðar eru „sitatunga" og enn fremur bein úr risavöxn- um broddgöltum. En merkilegust eru þó talin beinin úr útdauðum fíl, sem nefndur hefir verið „din- otherium“. Hann var frábrugðinn öðrum fílum að því leyti, að tenn- ur hans uxu úr neðri kjálka og beygðust niður á við eins og tenn- ur í rostungi. Annars vaxa hinar stóru tennur fíla úr efra gómi og beygjast upp á við, eins og allir vita. Það er nokkuð langt síðan að menn vissu að þessir kynlegu fíl- ar höfðu verið til. í Austur-Afríku höfðu t. d. fundizt leifar af ein- um og var hann ekki stærri en meðal naut. Þær leifar fundust í jarðlagi sem talið var 25 miljón ára gamalt. í Miðevrópu hafa fundizt leifar af þessum fíl. Hafði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.