Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 12
464 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Konráð Vilhjálmsson; „Ek vil kveöa vísu44 Þ A Ð mun hafa verið veturinn 1934, að við, 7—8 persónur á Ak- tireyri, höfðum nokkrar samkom- ur til að leita eftir dulrænum fyrirbrigðum á heimili þeirra hjóna Jóhanns heitins Ragúels, kaupmanns, og Guðrúnar konu hans. Gengu þær tilraunir oft dá- vel, enda höfðum við góðan miðil, er var menntaskólapiltur af Vest- fjörðum*. Var hann oftast fljótur að falla í trans og talaði skil- merkilega í dásvefninum. Fóru fundirnir ætíð fram á kvöldin. Nú var það eitt kvöldið er við vorum þarna saman komin. Mið- illinn var sofnaður í bekk sínum og sátum við hin í hálf-hvirfingi framan við bekkinn með saman tengdar hendur. — Brátt kom nú fram, fyrir munn miðilsins, kona nokkur að handan, er kallaði sig „stjórnanda" og sagðist hafa ver- ir hjúkrunarkona hér á landi í lif- anda lífi. Hafði hún oftast verið hjá okkur áður. Nú gerist miðill- inn með ókyrrara móti, en stjórn- andinn segir: „Ó, það er kominn svo stór og mikilúðlegur maður, sem vill komast að. Eg veit ekki hvort eg ræð nokkuð við hann. — Jú, ver- iði róleg. Hann er búinn að lofa að vera stilltur". Þá glymur við mjög mikilfeng- leg karlmannsrödd: „Heilir!“ og síðan einhver setning, er við átt- * „Menntaskólapilturinn" var, eft- ir því sem þær Guðrún Ragúels og Margrét frá öxnafelli hafa staðfest, Guðni Asgeirsson, sá er stofnaði AA- samtökin í Reykjavík. uðum okkur ekki vel á. Var nú beinzt að mér úr hringnum að eiga orðastað við þennan aðkomu- ’mann. Því vildi eg ekki neita og tek því undir: „Heill og sæll! Ert þú fornmaður?“ »Já“. „Ert þú Norðlendingur?“ „Nei“. (Mjög ákveðið) „Ert þú Sunnlendingur?" „Nei“. (En minna ákveðið) „Ert þú Vestfii;ðingur?“ Þá er svarað í ákveðnum róm: „Egill Skalla-Grímsson var ek“. Þá svaraði eg: „Gott þykir okkur að hafa fund þinn, eða hvert er erindi þitt?“ „Ek vil kveða vísu“. „Illt þætti okkur“, svara eg, „að fá ekki numið þá vísu“. „Skrifa megut þér“, svarar hann. „Eigi verðtu* það gert án ljóss“, svara eg, því að dimmt var í stof- unni. „Tendra má dauft ljós í horni úti“, svarar komumaður. Nú urðu hvíslingar með okkur í hringnum um það, hvort kveikja skyldi eð>a eigi, og varð sú niður- staðan, að ekki var kveikt. En eg hafði, áður en slökkt var, séð pappírsblokk og ritblý á nálægu borði^ sem eg áleit að ætti að vera þarna við hendina, ef eitt- hvað þyrfti að skrifa. Bað eg nú að rétta mér áhöld þessi. Var blokkin nokkuð stór og hugðist eg geta skrifað vísu á hana þó að dimmt væri, og voru mér nú rétt áhöldin. Strax og eg hefi hagrætt mér Konráð Vilhjálmsson í sætinu með blokkina á hnénu og blýantinn í hægri hendi, kveð- ur við fyrsta ljóðlína frá komu- manni, og fékk eg vel skilið hana og fest hana á pappírinn. En þeg- ar eg hafði skrifað þessa línu, kvað við sú næsta, og svo hver línan af annarri, svo að aldrei þurfti eg neitt að bíða, — líkt og komumaður vissi og sæi, hvað mér leið. Þegar er lokið var vísunni, virt- ist vera komið ferðasnið á komu- mann. En við, þátttakendur, sökn- um mjög og hefðum gjarna viljað eiga meiri orðastað við hann. Kvaddi hann svo með sama ávarpi og hann heilsaði: „Heilir“. í þessu bili vaknaði miðillinn, dasaður nokkuð, og lauk þá fund- inum og var kveikt. Varð þá fyrst fyrir, eftir að leikið hafði verið sálmalag — en samkoman var og byrjuð með sálmalagi — að að- gæta vísuna á blaðinu. Hún hafði ritazt all-greinilega og varð vel lesin: „Slculum ei gull gimast, gráti veldr ór máta. Öllu í eilífð spillir of dátt látit at velli. Fárr veit, hversu féit fári veldr ok sárum. — Geld ek glapa kaldra, get ei vist með Kristi.“ Er mér minnisstætt, hve tvær síðustu línurnar voru fluttar með köldum og gremjufullum radd- blæ.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.