Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 1
29. tbl. Sunnudagur 15. október 1961 XXXVI. árg. Snœbjörn Jónsson; Starf og verkefni Rímnaféiagsins RÍMNAFÉLAGIÐ er merkilegur félagsskapur og eitt hiö merk- asta bókmenntafélag, sem stofnaö hefir veriö hér á landi. Um þaö hefir veriö hljótt, enda þótt þaö hafi unniö hvert afreksverkiö ööru meira, en í þessari grein segir höf. frá starfsemi þess. ENDA þótt ég skrifaði all-langa rit- gerð um þetta efni fyrir tólf árum, aðeins tveim árum eftir stofnun Rímnafélagsins, fór því vitaskuld órafjarri að þar með væri efnið tæmt; það er í raun réttri ótæmandi. Ég hefi skrifað um það fleiri blaða- greinar, en finnst þó sem nú muni hvorttveggja tímabært: að árétta sumt af því sem ég hefi áður sagt, og að auka nýju við, eftir því sem framvinda málanna gefur tilefni til. Hvort sem það nú var af öfugri þjóðrækni — hún getur sannarlega orðið mjög öfug og rangsnúin' engu síður en útsynningurinn — eða þá að þar réðu aðrar hvatir, vitum við það ofurvel, að til voru þeir menn sem í öndverðu óskuðu Rímnafélag- inu ekki langra lífdaga, og voru þess enda fullvissir að dagar þess mundu ekki verða margir. Mönnum hættir lengi til að trúa þv'i sem þeir vilja trúa. Dagar þess eru nú þegar orðn- ir fjórtán ár, sem að vísu er ekki langur tími, en meira er um hitt vert, að enn sjást á því alls engin feigðarmerki. Hitt er sjálfsagt að viðurkenna, enda var það öllum kunnugum mönnum ljóst, að stund- um virtist dálítið vafasamt hvort fé- lagið mundi aðeins hjara, og þá koma litlu í framkvæmd, eða hreint og beint lifa og hrinda málum sínum fram á við. Svo fór nú samt að það lifði, en fortakslaust er það um fram allt tveim mönnum að þakka að svo gæfulega tókst tiL Það er allri þjóð kunnugt að Sir William Craigie er upphafsmaður félagsins, og því í raun og veru hinn eiginlegi stofnandi þess, eftir að hafa klifað á því um tuttugu ára skeið að nauð- syn bæri til þess að stofna rímnafé- lag sem hliðstætt væri Sögufélaginu, er þeir Hannes Þorsteinsson og Jón Þorkelsson stofnuðu árið 1902; en ekki gat hann, maður í fjarlægu Snæbjörn Jónsson landi og jafnvel í íjarlægri heims- álfu, hrundið hugmynd sinni í fram- kvæmd nema hann hefði til þess staðgöngumann hér. Sá sem til þeirr- ar forustu valdist var Finnur lands- bókavörður Sigmundsson. Þetta er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.