Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 467 aðra, og allir verða þeir að halda hinum sama hraða, annars er hætt við stórslysi, þar sem ekið er með ofsahraða og menn verða að taka beygjur og skjótast út á þvergöturn- ar án þess að draga úr hraðanum. í Arabaríkjunum er bílakstur nán- ast kappakstur. Hver bílstjóri er ein- ráðinn í því að vera fremstur, því að annars finnst honum hann verða sér til skammar. Og allir eru vissir um að þar ræður tillitsleysið, enginn hliðrar til fyrir öðrum, og þess vegna aka allir í loftinu enda þótt þeir þurfi ekki að flýta sér. Og hornin þeyta þeir látlaust. Eg er hér um bil viss um, að ef hornið væri í ólagi, myndi bílstjórinn ekki hreyfa bílinn. Þeir þeyta hornin eins hátt og þeir geta og láta þau þruma lengi í senn, svo að öllum ókunnugum hnykkir við. Þetta er einhver versta plágan í þeim löndum. Þessi látlausa þruma heldur vöku fyrir manni á kvöldin og vekur mann eldsnemma á morgnana, því að enginn friður er fyrir henni inni í gistihúsum eða öðrum húsum. Þetta ætlar að æra mann fyrst í stað, en svo fer maður að venjast því og tekur seinast alls ekki eftir hávaðanum. Það er altalað, að franskir leigubíl- stjórar, gerir fleiri menn dauðhrædda en nokkrir aðrir. Eg hefi þó aldrei- getað skilið hvernig á því stendur, vegna þess að flestir eru þeir á eld- gömlum skrjóðum. Mig skyldi ekki undra þótt þessir bílar hefði verið notaðir til þess að flytja hermenn til orustunnar hjá Marne, eða frá vígstöðvunum hjá Somme — en það gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni. En aðrir franskir bílstjórar eru á flunku- nýum bílum, og þeir þeysa eftir breið- götunum eins og bílarnir komast. Það er eins og þeir sé sannfærðir um að gangandi fólk verði að sjá um sig sjálft. En undarlegt er það, að hvergi mun minna um bílslys en í Frakk- landi. Hollenzkir og þýzkir bílstjórar eru mjög svipaðir. Þeir eru mjög æðru- lausir' og kippa sér síður upp við smámuni en aðrir. Auk þessa eru þeir framúrskarandi löghlýðnir og gæta grandvarlega allra umferðarmerkja. ítali kalla eg góða bílstjóra ,en þeir aka hratt, og yfirleitt held eg að þeir telji sjálfa sig betri en þeir eru. Þeir eru miklu geðbetri en aðrir bílstjórar Og eru ekki að ásaka hvor annan eins og títt er. Djörfustu bílstjórarnir eru án efa í Suður-Ameríku. Þeir aka svo kæru- leysislega, að það væri fyrirgefanlegt þótt útlendingi kæmi til hugar, að þeir hefði sett sér það markmið að út- rýma fótgangandi fólki. Aldrei hefi eg séð bílstjóra þar hægja ferðina fyr en löngu eftir að eg mundi hafa hemlað sem allra fastast. Hvað eftlr annað á maður von á að fótgangandi maður hafi orðið undir bílnum, og maður lokar augunum í skelfingu og býst við að fá á sig blóðslettur — en hvað eftir annað gerist það kraftaverk, að slysi hefir verið forðað. Mér þætti gaman að sjá ökufanta Frakka setta inn í umferðina á fjölfarinni götu, t. d. Rio, og vita hvernig þeir spjöruðu sig þar. Verst er þetta þó í Argentínu. Þeir eiga Juan Fangio, heimsmeistarann í kappakstri, og það er eins og allir bílstjórar í landinu telji sig jafnoka hans. Eg þori að fullyrða, að í Buenos Aires er æðis- gengnari akstur en í nokkurri annari höfuðborg. í Pakistan og Singapore eru Sikkar aðallega bílstjórar. Trúarbrögð þeirra banna þeim að láta skera hár sitt og skegg, en þeir vöðla því undir marglita túrbana. Þetta eru einhverjir gjörfulegustu menn í heimi, háir og vel vaxnir, en þess vegna finnst manni það hálf afkáralegt að sjá þá sitja undir stýri í gömlum Ford. Þeir eru frásneiddir því að taka neitt tillit til bilanna. Þeir fara krappar beygjur á fleygiferð og skeyta því engu þótt neyðaróp hvíni í hjólum og öxlum. Ástralíumenn aka ágætlega því að þeir þekkja á hreyflana og vita hvað má bjóða þeim. Mér hefir altaf fund- izt að beztu bílstjórar séu þeir, sem á einhvern óskiljanlegan hátt finna það á sér hvernig bílnum og hreyfl- inum líður, og ofbjóða þeim því aldrei. Það er nú skammt siðan að eg kom í fyrsta skipti til Japans. Og stuttur akstur með leigubíl til út- hverfa Tokyó sannfærði mig þegar um tvennt. í fyrsta lagi að eg var viss um að hver einasti bílstjóri frá Buenos Aires mundi verða keyrður í klessu á skammri stund á götunum í Tokyó og í öðru lagi að mér myndi aldrei auðnast að segja frá þessu. Eg steig upp í bílinn eftir 30 klukku- stunda flug yfir pólinn og eg var kominn að niðurfalli af þreytu. Þetta var einn af hinum ódýru leigubílum, svokallaður „70 yen taxi“. Bílstjór- arnir á þeim verða að aka eins og vitlausir menn til þess að ná dag- launum á móts við hina. Og það er ekki hægt að lýsa akstri þeirra. Þeir strjúka á fullri ferð svo nærri öðrum bílum að varla hefði getað verið papp irsblað á milli. Þeir þeysast fram úr bæði vinstra megin og hægra megin ef nokkur smuga er. Þeir skeyta ekk- ert um rauð ljós, og þeir koma yfir fótgangandi menn eins og refsidóm- . ur guðs. Það er líklega vegna þessa, að um allan heim eru japanskir fim- leikamenn. Þeir eru sóttir beint á göturnar í Tokyó, þar sem þeir hafa æft sig á þessum ódýru bílum. Og eg er viss um að úr þeirra' hópi hafa verið sjálfsmorðsflugmennirnir, sem steyptu sér niður á herskip bandamanna. Það þurfti ekki annað en taka bílstjóra af „70 yen taxi“ og setja hann upp í flugvél, hann þurfti enga sérstaka æfingu, þetta lá allt i eðli hans. En bezti bílstjórinn, sem eg hefi komizt í kynni við, var kínverskur leigubílstjóri í Honolulu. Eg vissi aldrei hvað hann hét, eða þá að eg hefi gleymt nafninu. Hann hafði til umráða stóran Limousine bíl, sem flugfélagið átti, og hann ók mönnum frá flugvellinum til hinna ýmsu gisti- húsa á Waikiki strönd. Hann þaut á hinum stóra bíl í gegnum umferðar- þvöguna og vissi alltaf upp á hár hvað var óhætt, og þrátt fyrir þetta hliðraði hann dásamlega til fyrir öðr- um. Hann sagði mér að hann hefði áður verið „richshaw-maður“ í Shang- hai. (Richshaw er kerra, sem mönn- um er beitt fyrir, og þeir verða alltaf að hlaupa eins og fætur toga). Hér er máske lausnin fundin að ala upp góða bílstjóra. Látið þá spreyta sig fyrir richshaw í nokkra mánuði, áður en þeir byrja á bílprófinu! (Ted Bonner)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.