Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 14
469 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Bílstjórar um allan heim NEW YORK . . . 6UENOS AIRES . . . SINGAPORE . . . TOKYO Vísindamenn hafa valdið mikl- um breytingum á ostagerð að undanförnu. Eins og menn vita, þarf nokkuð langan tíma til þess að gera góða osta og er það þó mismunandi eftir tegundum. Sum- ar tegundir þarf að geyma í marga mánuði áður en þær eru orðnar söluhæfar. Við geymsluna taka ostarnir í sig hið einkenni- lega bragð. Nú hafa menn losnað við þennan langa geymslutíma, og spara með því mikið húsnæði og stöðugt eftirlit. Nú eru ný- fergðir ostarnir teknir og hleypt í gegnum þá örstuttum hljóðbylgj- um. Með þessu móti fá þeir sitt góða og einkennilega bragð á nokkrum klukkustundum, jafnvel á nokkrum mínútum. Það var austurríski vísindamað- urinn dr. Korber, sem fyrstur kom fram með þessa hugmynd. Og hann fullyrti að þessir „hljóð- bylgjuostar“ yrði miklu betri og bragðbetri en venjulegir ostar, og myndu geymast mikið betur. Nú hefir þetta verið reynt í Bret- landi, Bandaríkjunum og víðar, og árangurinn er sá, að menn búast við því að alveg verði hætt að geyma osta í sérstökum osta- kjöllurum, heldur verði þeir full- gerðir samstundis með þessum hljóðbylgjum. Það boðar algjöra byltingu í ostaframleiðslu. Oft hefir verið reynt að setja venjulegan mjólkurost í loftþétt- ar dósir, til þess að hann geymist betur, og hægt sé að flytja hann um allar jarðir. En þessar til- raunir hafa oftast mistekizt. — Venjulega þornaði osturinn í dós- unum og harðnaði, svo að enginn vildi við honum líta, eða þá að í honum mynduðust gastegundir, sem sprengdu dósirnar. Ýmsar EITT er sameiginlegt með bílstjórum um allan heim, að þeir eru sannfærð- ir um, að hvergi sé umferðarmálun- um ver komið en hjá sér. „Þarna sjáið þér hvemig það er“, segja þeir þegar annar bíll geisist þvert yfir götuna fyrir framan þá, án þess að gefa merki. „Er þetta ekki makalaust? Hafið þér nokkum tíma þekkt dæmi annars eins? Já, það er enginn efi á því, sá sem getur verið bílstjóri hér, getur verið bílstjóri hvar sem er í heiminum“. aðrar tegundir osta eru þó seldar í dósum eða staukum. Nú hefir það verið föst venja, að ostár hefði sitt sérstaka lag eftir tegundum. Má þar minnast á hinn hnöttótta Edammer-ost og Gouda-ostinn, sem er eins og þykkur hlemmur. Þetta lag á ost- unum þótti óhagkvæmt þegar fram í sótti. Þess vegna tóku Bandaríkjamenn upp á því fyr- ir nokkrum árum að framleiða osta, sem voru líkastir múrstein- um að lögun. Hugðu menn að húsfreyur myndi taka þessari breytingu fegins hugar, vegna þess að ostarnir yrði miklu með- færilegri og betra að skera skorp- una af þeim. En fastheldni við fomar venjur varð þessari ný- breytni ríkari, og þessir ostar seldust ekki. Nú hafa Hollending- ar þó tekið upp þennan sið, en Annars hefir mér alltaf þótt gam- an að athuga hvernig innræti bílstjóra hefir alls staðar áhrif á það hvernig þeir aka. Og einna bezt kemur þetta ef til vill í Ijós í Bandaríkjunum, þar sem bíllinn er mönnum jafn nauðsyn- legur og sjálfsagður eins og rennandi vatn í húsi. Það er sjón að sjá þá þeysa kald- geðja í þremur óendanlegum röðum. Þar eru bílar af öllu tagi, gamlir skrjóðar og gljáandi lúxusbílar og sterklitir leigubílar, hverir innan um þeir framleiða allra þjóða mest af ostum. Þeir eru farnir afi fram- leiða teningslaga osta og töflulaga osta. Þessir ostar eru miklu hent- ugri í flutningum heldur en t. d. hnöttóttir ostar. Ekki munu þó Hollendingar hafa gert þetta með glöðu geði, gamla lagið á ostun- um var svo alþekkt, að menn gátu vart hugsað sér þá með öðru lagi. Og það var lagið sem „seldi“ ostana. En Danir höfðu tekið upp hugmynd Bandaríkja- manna að hafa ostana eins og skökur í laginu, og Danir fram- leiða mikið af ostum. Þetta lag á ostunum fell Þjóðverjum vel í geð óg voru þeir farnir að kaupa mikið af þeim. Það varð til þess að útflutningur á ostum frá Hol- landi til Þýzkalands tók að minnka. Þess vegna neyddust Hol- lendingar að breyta um.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.