Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 13
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 473 HVER TÓK GLASIÐ? þaðan aftur áður en dagaði, en það er ekki auðvelt svona um hásum- arið. Á Skeljastöðum hefur verið k'rkja þessarar litlu sóknar hjer í Þjórsárdal. Hún varð undir vikur- fallinu eins og allir bæirnir. Vjer vitum nú ekki hver rök fylgdu henni. En hún var útvörður kristn- innar á þessum stað, skamt frá fjallinu, þar sem hálf Norðurálfan helt að dyrnar til Vítis væri. Máske hefur presturinn staðið í kirkjudyr- unum með kross í hendi þegar eld- gosið braust út og myrkur þess fylti dalinn og flutti þangað dauða og eyðileggingu?--------- Þannig flýgur hugurinn á meðan jeg moka vikri og hið svarta gólf stækkar og bekkir koma í ljós. Það er einkennilegt að hugsa sjer, að þetta gólf hefur enginn fótur troðið um mörg, mörg hundruð ár, og að hjer er alt eins og það var þegar eldgosið kom og kaffærði alt í vikri. Á því er enginn efi. Og þegar Sig- urður hefur lokið jarðvegsrann- sóknum sínum og Kristján hefur grafið upp fleiri fornar minjar, bá verður hægt að segja nákvæmlegu um það hvaða ár þessi undur skeðu Hjer inni í óbygðum er rannsókn- arefni — hjer er hin norræna Pom • pei. Undir vikrinum hjer í Þjórs- árdal eru bæir frá söguöld og tala sínu máli um menningu þess fólks, sém hafði þrótt til að nema nýtt land upp um fjöll og heiðar og skapa sjer sögu. Kristján hamast við að moka. — Hann hefur fundið dyrnar, sem hann leitaði að. Á morgun fáum vjer að vita meira um hvað er inn- an við þær dyr. Odd Nordland, cand. philol. V ^ ^ STEFÁN FILIPPUSSON frá Kálfa fellskoti kom til mín hjerna um daginn og segir við mig: „Nú verð jeg að biðja þig að skreppa heim með mjer. Jeg þarf endilega að sýna þjer herbergið mitt.“ „Jeg hef sjeð það oft áður,“ sagði jeg, „og jeg man vel hvernig það er. Hefurðu látið breyta því?“ „Nei, en mig langar til þess að þú komir og lítir á .það og sjáir með eigin augum hvernig þar er umhorfs inni.“ Stefán var svo áfjáður og íbygg- inn, að jeg vissi þegar að eitthvað meira bjó undir þessu en að han'n vildi aðeins sýna mjer herbergið sitt. Jeg fór því með honum. Stefán á heima í kjallara á Rán- argötu 9. Þar er fyrst gengið af götunni í gegn um yfirbygðan gang inn í portið, og þar eru dyrnar að íbúð Stefáns. Er fyrst komið inn í forstofu og gengið úr henni til vinstri handar inn í eldhús og úr því inn í stofu, sem er bæði svefn- herbergi og dagstofa Stefáns. — Gluggar á eldhúsi og stofu vita mót suðri út að portinu, og er stofan í suðvesturhorni hússins. Á henni eru engar aðrar dyr en þær, sem gengið er um fram í eldhúsið. Stefán bað mig nú að skygnast vel um í stofunni og setja á mig hvernig húsgögnum væri þar fyrir komið. Er best að jeg lýsi því nú þegar: Stofan er jöfn á alla vegu, um 4 metrar. Dyrnar eru sunnar en á miðjum vegg, en undir suður- veggnum er fyrst hægindastóll og borð undir glugganum. Þá kemur kassi um 20 cm hár og seinast úti í horninu kringlótt borð á einum fæti og á því stendur útvarpstæki. Undir vesturgafli er fyrst legu- Stofa Stefáns. x sýnii' hvar glasið stóð, xx stólinn, sem Stefán sat á. bekkur og gengur hann fast upp að kassanum og útvarpsborðinu, þann ig að bekkfóturinn fellur að kass- anum og er því útvarpsborðið þarna í aflokuðu skoti. ‘ Undir legubekknum er sængurfatakassi og hrákadallur við bekkfótinn. Aft- ur af bekknum er svo koffort og síðan stór klæðaskápur í norðvest- urhorninu. Undir norðurvegg er annar legubekkur og í næsta horni miðstöðvarofn. Á miðju gólfi er allstórt matborð og yfir því hangir rafljósakróna. Tveir stólar standa við borðið, annar við enda þess skamt frá dyrunum og til hliðar við þær, en hinn fyrir miðju borði og gegnt innganginum. „Nú ætla jeg að segja þjer sögu,“ segir Stefán. „Það var seinni hluta dags, nú fyrir skemstu, að jeg sat hjerna á stólnum fyrir miðju borð- inu og var að lesa í blaði við birt- una af ljósakrónunni. Tóbaksglasið mitt hafði jeg sett hjerna á borðs- hornið til hægri handar (sem að dyrum veit). Af einhverri óaðgætni varð mjer það á að reka alnbog- ann í það, svo að það fell niður á gólf við fætur mínar, og varð af mikill smellur. Jeg gat ekki heyrt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.