Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 6
466 LfcSBOK MOKGUNBLAiJSlW tí Blóðið í þeim er altaf jafn heitt hvað sem veðráttu líður og þótt snögg umskifti verði hita og kulda. Þessi hæfileiki þeirra hefur haft hina stórkostlegustu þýðingu fyrir þau í lífsbaráttunni gegnum aldir. Hugsið yður risaeðlurnar í forn- öld. Þær höfðu misheitt blóð og urðu latar og máttlausar þegar kuldar steðjuðu að. En þau dýrin, sem hafa jafnan blóðhita, eru jafn stælt og kjarkmikil hvernig sem hitinn er, máske jafnvel kjarkmest þegar sem kaldast er. Þess vegna hafa dýr með jafnan blóðhita geng- ið sigrandi af hólmi í lífsbarátt- unni. Þó eru til spendýr, sem leggjast í híði yfir veturinn, og liggja þar í dvala, svo sem björninn, brodd- gölturinn og mörg önnur. Þessum dýrum væri bani búinn í vetrar- hörkunum ef þau legðust ekki í dvala. Það er ekki aðeins kuldinn, sem þau verða að verjast. Hitt er alvarlegra að þau geta ekki gengið sjer til matar á vetrum. Þó eru hjer undantekningar, sem of langt yrði upp að telja. HIN reglulegu híðdýr sofa föstum svefni í marga mánuði og á þeim tíma er alt starf líffæra þeirra mjög hægfara. Þessi dýr eru að vissu leyti með misjafnlega heitt blóð, því að á meðan þau liggja í dval- anum lækkar blóðhiti þeirra svo, að hann er ekki nema svo sem 2 stigum hærri en lofthitinn í híð- inu, en hann má vera eitthvað á milli 6 og 12 stig. Broddgölturinn er reglulegt híð- dýr og sefur allan veturinn. íkorn- inn legst líka í híði, en hann sefur ekki. Hann hefur dregið þangað matbjörg yfir sumarið og lifir á henni. En svo eru mörg dýr paí á milli. Björninn er alveg sjerstakur, því að birnan leikur það að fæða húna sína á meðan hún liggur í hinum langa vetrardvala. Aldrei bragðar hún mat allan þann tíma, en hún er oft vakandi. FUGLARNIR hafa jafnan blóð- hita og þeir leggjast aldrei í vetr- ardvala. Yfirleitt er efnaskifting hjá þeim miklu örari og blóðrásin hraðari en hjá öðrum dýrum. Þess vegna er líkamshiti þeirra venju- legast hærri en líkamshiti spen- dýranna. Og þess vegna ætti þeir að vera hæfir til að þola enn meiri kulda en spendýrin. Það er því að- eins bjargarskorturinn, sem hrekur þá burtu frá köldu löndunum á haustin. Allir fuglar hafa þá nátt- úrugáfu að leita þangað sem þeir geta sjeð sjer farborða. En hvað um manninn? Jú, vjer getum gjarna sagt að hann sje í híði á vetrum, því að húsin eru ekki annað en híði og mestur tími vor fer í það að draga þangað mat- arforða. Erum vjer þá dýrunum nokkuð fremri?? Á margan hátt erum vjer það. En eitt mættum vjer gjarna hafa hugfast. Þau dýr, sem ekki kunna að búa sig rjetti- lega undir veturinn, hljóta óhjá- kvæmilega að farast. Það væri gott að vjer hugleiddum þetta og hög- uðum oss eftir því. Eða — eigum vjer að fara að dæmi farfuglanna? Væri það ekki gaman ef svo væri ástatt í heim- inum og um sambúð þjóðanna, að allir í köldu löndunum gæti flutt til heitu landanna á haustin og komið svo aftur norður að vori? ^ ^ ^ ^ ^ Prófessor nokkur í náttúruvísindum náði lifandi froski og dró upp vasaúr sitt til þess að athuga og ákveða lífæðaslátt frosksins. Þegar hann hafði nógsamlega reynt þetta og rannsakað, fleygði hann úrinu út í tjörn, en stakk froskinum í vasa sinn. HJER ERU nokkrir orðskviðir um kvenfólk, sinn úr hverju landi: Danmörk: Við mjöltrog skal mey velja, en ekki í dansi. Þýskaland: Hver maður fær þá konu sem hann á skilið. Frakkland: Maður af hálmi er meira verður en kona af gulli. Spánn: Konurnar, vindurinn og hamingjan er alt jafn dutlunga- fult. En^land: Máttur konunnar er í tungunni. Skotland: Djöfullinn tekur sjer hæglega bústað hjá konunum, en þaðan verður hann aldrei út rekinn. Bandaríkin: Konur eru bráðvitr- ar í svipinn, en brestur hyggindi tii íhugunar. Ítalía: Sá, sem missir konu sína og einseyring um leið, ætti einung- is að harma eyrisskaðann. Kína: Tungan er sverð kvenna og þær láta það aldrei ryðga. ísland: Dag skal að kvöldi loía, en mey að morgni dags. Og svo eru hjer umsagnir frægra manna um konuna: Konan er meistaraverk (Kon- fúsíus). Konan er kóróna sköpunarverks- ins (Harder). Allar röksemdarfærslur í höfði eins manns eru ekki jafn mikils verðar og ein einasta tilfinning í konubrj ósti (Voltaire). Ef kvenmaðurinn hefur svift oss Eden, er það bótin, að hún ein get- ur bætt oss þanr skaða (Whiltier). Allar konur eru goðar, hvort sem nokkur dugur er í þeim eða ekki (Cervantes). Kvenmaðurinn er yndælasta ax- arskaft náttúrunnar (Cowley). Hver dáð, sem maðurinn drýgir, er draumur um konuást (Stefán frá Hvítadal).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.