Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 465 VETRARDVALI Eftir J. B. S. HALDANE prófessor. HAUSTIÐ er komið. Blöðin falla af trjánum, einæru plönturnar deyja, hinar visna. Ótölulegur grúi smádýra, sem aðeins lifa á sumrin, hefur orðið dauðans bráð. Kuldi og snjór kemur. En þrátt fyrir betta heldur lífið áfram. Næst þegar vorar lifna plöntur og dýr aftur. Ekki er þetta þannig um alla jörð að árstíðir skiftast svo hastar- lega á. En vjer hjer á norðurhveli jarðar erum því svo vanir, að nátt- úran kasti af sjer sumarskrúðan- um og fari í hvítan fannahjúp, að oss finst það ekki nema eðlilegt. En fyrir þá, sem alist hafa upp í heitu löndunum, er þetta óskilj- anlegt. Einu sinni kom Nýsjálend- ingur til Englands að vetrarlagi. Hann sagði að Englendingar væri aumu skussarnir, þeir nentu ekki einu sinni að höggva upp trje, sem væri dauð. En honum brá í brún um vorið, þegar öll dauðu trjen klæddust laufskrúði. Þá sá hann hvað sjer hafði skjöplast. Það hlýtur hverjum manni að vera auðsætt, að þau dýr og jurtir, sem geta lifað af vetrarkuldann hjer á norðurhveli jarðar, hljóta að vera einhverjum sjerstökum hæfi- leikum gædd. Hjer hlýtur alt að deyja, sem ekki kann ráð til þess að verja sig fyrir frostinu. Því að ekki eru allir norðurbyggjar eins vel settir og spendýrin, sem hafa heitt blóð í æðum, svo sem eins og maðurinn, sem segja má að hafi miðstöðvar upphitun í sjálfum sjer. VENJULEGAST er svo til orða tekið um þau dýr og jurtir sem lifa af hinn stranga vetur, að þau hafi lagað sig eftir lífsskllyrðunum. Og það má nokkurn veginn til sanns vegar færa, ef menn leggja ekki alt of bókstaflegan skilning í hug- takið að laga sig eftir einhverju. Vjer vitum þess sem sje engin dæmi, að kuldinn hafi haft þau áhrif á neina lifandi veru að hún þoli hann betur við það að búa við hann. Einstaklingar geta aftur á móti vanið sig á að þola kulda. En það gengur ekki að erfðum og hef- ur því engin áhrif á heildina. Það sem vjer eigum við með því „að laga sig eftir“ lífskjörunum, eru þær breytingar, sem verða á lífs- háttum hinna ýmsu tegunda, sem um miljónir ára hafa verið að reyna að nema nýtt land, þar sem veðr- átta og önnur náttúruskilyrði eru þeim óhagstæð. Og það er í rauninni ótrúlegt hvernig þeim hefur tekist þetta þar sem jafn mikill munur er á hita og kulda eftir árstíðum. En það er eigi aðeins að vetrar- kuldinn gerir lífið erfitt á norður- slóðum. Veturinn gerir líka gagn- gera breytingu á öllum lífsafkomu möguleikum dýra og jurta. Einfaldasta ráðið til þess að sigr- ast á vetrinum er að deyja á haust- in og skilja eftir fræ eða egg, sem þola vetrarfrostin og vakna til lífs á næsta vori. Enginn lifandi líkami þolir það, að vatnið í frumuyef hans frjósi. Það kemur líka í ljós, að það eru aðeins þau egg og þau fræ, sem eru þur, er þola vetrar- kuldann. Egg, sem eru svo að segja vætulaus, þola alt að 50 stiga frost. En sjerstaklega eru vel sett þau fræ og egg, sem hafa þann undar- lega eiginleika, að lifna ekki nema því aðeins að þau hafi lengi legið í frosti. Að öðrum kosti mundu þau lifna á haustin, þegár'fni'M'tíð ér, og þá væri úti um þáu.1 "° 1 Mörg grös og jurtir blikna og falla á haustin, en lífið’Helát í rót- um þeirra yfir vetuririiá: !Trjen' fella blöð sín og standa nákífPátlaíVVÓt- urinn. En áður en þátf'felfáWéðin, sjúga þau í sig safa ó$- 'lffrhagn blaðanna og geyma I' stofHtiih sín- um sem lífmagn til naéStá’vbrái'Það er vegna þessa að blöðin skifta ávo einkennilega og fagu¥íega,9unáI lit á haustin. Grös ýjúffir ljfálla vegna þess að það er bf'í^Áfkfð' Vath í frumuvef þeirra ti!r!þess,:áð þáu geti þolað frost. En‘í'1 gf'éíhúHV'-tíg stofnum trjánna er ’Títíb vátfh óg auk þess er þar safi, sdníí áfegur úr kuldanum, og þar em líká-éfni, sem alls ekki geta úrosið. Þess vegna lifa greinar '• i> stofhar trjánna þótt mikið ogKjaþgváirandi frost sje. Og sama máli- erJflð g'egna um hin sígrænu trje. í barrinu á þeim er mikið um effíipséHi ekki geta frosið, svo sem' 'trjiákvóðu' og olíur. Og vegna þessára'efna’snark- ar svo mikið í eininum þegar‘hann er brendur. röeld u>Þ • övxi'ty go imi' DÝR, sem hafa mismunantíi heitt blóð (þau voru áður tálih með köldu blóði) eru þéfm eiginleika gædd, að jafnhliða þvf sem kultíihn eykst, lækkar blóðhiti þeirra:ogalt starf frumanna í ííkáfha þeirra verður hægfara og þau'vet'ða dauf. Þess vegna eru höggörmar sprækir á sumrin í hitunum, en hreyfa sig varla þegar kalt er. Þcgíö: kuldinn hefur svo náð vissu marki, sofna þessi dýr, eða falla í veLrar dvala. Ekkert getur þá haldið þcim vak- andi. En þrátt fyrir þetta þola þru ekki frost á meðan þau sofa. Um leið og frumusafi þeirra;,frýs eru þau dauð. Þau leita sjer því öll skjóls áður en þau sofna. Spendýrin, og þá sjerStaklóga maðurinn, hafa sjerstaka hæfileika til þess að standast vetrarfrostin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.