Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 8
463 LESBOK MORGUNBLAÐSJLNS SKÓGRÆKT Á TUMASTÖÐUM Skógrækt rikisins hefur, sem kunnugt er, keypt jörðina Tumastaði í Fljótshlíð, til að reka þar uppeldisstöð trjáplantna. Forstöðumaður á Tumastöðum er Garðar Tómasson skógarvörður, áhugasamur ungur maður. — Það var árið 1944 að jörðin var keypt. En Garðar flutti þangað árið 1946 og tók þar við stjórn. TUMASTAÐIR voru valdir til plöntuuppeldis vegna þess, að þar er skýlt, og landið liggur vel við sól. Árið 1935 fjekk Skógræktin spildu úr túninu í Múlakoti, til að setjá þar upp trjáræktarstöð. En þegar sýnt var, að þá starfsemi þurfti að margfalda, frá því sem áður haf^i verið, var ekki hægt að fá þar nægilega stórt, hentugt land til þeirra hluta. Og þá fjekk skóg- ræktarstjóri Tumastaði, til þess að reisa þar trjáræktarstöð. í Heklugosinu 1947 fjell mikill vikur í Múlakoti og skemdist mikið af ungviði trjágróðurstöðvarinnar, án þess þó að eyðileggjast nema að nokkru leyti; en stærri gróður lifði af þótt hann yrði fyrir nokkrum skemdum. Mörg trje standa þar, einkum þau, sem höfðu náð veru- legum vexti fyrir gosið. í hinum snotra reit í Múlakoti eru mörg trje sem verða þar til frambúðar, og hægt verður að hafa not af, til íræsöínunar og kvist- skurðar handa stöðinni á Tuma- stöðum. Undanfarin ár hefur verið unnið að því að undirbúa jarðveginn í hinni tilvonandi trjáræktarstöð á Tumastöðum. Hefur landið verið vardlega ræst og sandborinn þar jarðvegurinn, sem er mýri, til þess að gera hann að æskilegum gróður- be5 fyrir ungplönturnar. Ibúðarhús hefur verið reist þarna í'yrir skógarvörðinn og fjölskyldu hans og vinnufólk ásamt verkfæra- húsi. Og reist hefur verið þar gróð- urhús rúmlega 200 fermetrar að flatarmáli. Þar er sáð til trjá- plantna, sem vandfengið er fræ af. Gróðurhúsið er ekki hitað, enda hentar það ekki. Verið er að reisa þar annað íbúð- arhús, fyrir verkafólk sem verður þar við vinnu mesta annatíma árs- ins að vorinu þegar vinna þarf að dreifplöntun fræplantnanna o. fl., en það verður mjög mikil vinna. Þess er vænst, að þar þurfi að vera 20—30 manns til að annast vor- verkin. I vor var sáð í gróðurhúsið ýmsu trjáfræi, einkum sitkagreni. Gisk- að er á að í fræbeðunum þar sjeu um 600—700.C00 sitkagreniplöntur. Auk þess var þar sáð til furu, lerk- is og nokkurra annara tegunda í minni stíl. Allar fræplönturnar, sem komu þar upp í sumar, verða teknar úr húsinu í haust. Verða <þær geymd- ar í íshúsi í vetur. Með því að geyma hinar smáu trjáplöntur við ís yfir veturinn, er hægt að hafa þær þar fram eftir sumri svo ekki þurfi að gróðursetja þær allar snemma vors, heldur eftir hentug- leikum. Með því lengist tíminn, sem hægt er að nota að vorinu við gróðursetningarstarfið. Með því að sá til trjánna í húsi, og láta plönturnar koma þar upp, spírar fræið mikið betur, minna sem fer af því til ónýtis. Þvkir sjálfsagt að hafa þessa aðferð, þar sem notað er erlent fræ, sem erfitt er að ná til eða dýrt að kaupa. Þess er vænst, að á vori kom- anda verði á Tumastöðum hátt í eina miljón trjáplantna sem dreif- setja þurfi í stöðina. En lang mest verður þar af sitkagreniplöntum. Nokkuð af íuru, lerki o. fl. I sumar voru dreifbeðin á Tuma- stöðum ekki nema um fjórðungur aí hektara að stærð. í reiti bessa voru settar m. a. um 70 þúsund . Ureitplöntun á Tumastöðum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.