Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 4
464 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS kalksteirí fyrír ofan fossinn í Mó- gilsá. Var þet(a miklu hærra í fjall- inu og flutni^gar allir erfiðari fyrir vikið, ^.iJur,Yjar kalksteinninn flutt- uf ,á, þg£jiip»;frá námunni niður að sjóvTVá^ það .bæði kvotlsamt og erf- itt7°gt,n?yfl$?t dýrt. Og svo voru fipt^ing^f:, jijifð bátum þaðan til Reyþj^víkpr. Voru hafðir tveir eða þfír .þgtft^yijfS flutningana, þar á rQeðgi,|frcjn§lt; loggorta, sem Egill riiðc Tji^.et .y^fþjjit um reksturinn á þessu þfi Jfg þefur hann kostað kr. 5if23-54>ftMs-ilEn upp í það kemur seft kfilk^l^rir kr. 3778.89 og kalk- steipp, teír kr. 1200.00, eða samtals kr. 49-78.8íif svo að tap kr. 349.65 hefur q^ðið^-.rekstrinum. Kalkiðl var. selt í smásölu til hinna og annara og kostaði hver tunna^af því 6 krónur. Af því má sjá, &ð á þessu ári hafa fengist um 630 tunnur. af kalki. . uainsd I .? TIL ER nafnlaus grein um kalk- námið, skrifuð á dönsku þetta ár. Mun hún hafa átt að birtast (og hefUr máske., birst) í einhverju dönsku blaði. Er þar veist að stjórn inni og yfirvöldum fyrir það hvað þau hati sýnt lítinn skilning á þessu nauðsyhjamáli, og jafnframt svnt því beran fjandskap. Þykir mjer líklegt að greinin sje runnin und- an rifjum Egils. Er því þar og lýst hvaða vonir hann hefur bundið við þetta fyrirtæki um bættan húsa- kost í Reykjavík. Segir þar m. a. svo: ,, t,.. — í Reykjavík hafa verið bygð nokkur steinhús í sumar. Þar á meðal íbúðarhús fyrir almúgafólk, og má það furðulegt heita í því árferði sem nú er, því að hjer er mjög þröngt í búi vegna þess að fiskveiðarnar brugðust algjörlega. — Enginn efi er á því, að fram- vegis munu menn byggja hús sín hjer úr steini og kalki. En það er ekki gott að segja hve fljótt stein- húsin munu útrýma torfbæunum. En hvort sem þess verður langt eða skamt að bíða, þá mun sú breyting hafa hin heillavænlegustu áhrif á kjör allra, því að bætt húsakynni er eitt af aðalskilyrðunum fyrir því, að hjer geti orðið menningarlegar framfarir. — ÞRÁTT fyrir dugnað og áhuga Egils stóð fyrirtæki þetta ekki nema í nokkur ár. Björn Kristjáns- son, síðar bankastjóri, var einn af þeim, sem vann við kalknámið í Esju, og segir hann að það hafi lagst niður vegna þess að það borg- aði sig ekki, og kennir þar um ó- heppilegum vinnubrögðum og of miklum flutningskostnaði. Hann segir að kalksteinninn hafi sprengst illa með púðrinu, og í stað þess að reiða hann á hestum ofan úr nám- unni, hefði verið betra og kostnað- arminna að hafa þráðbraut niður brekkuna og renna honum niður. Benedikt Gröndal, bróðir Egils, sem átt hefur að vera þessum mál- um kunnugur, segir svo um kalk- vinsluna: „Fyrir nokkrum árum var hjer kalkofn og átti að brenna þar kalk- stein, sem fanst í Esjunni. Var þetta gert nokkra stund, en fórst fvrir bæði vegna þess, að flutningur frá námunni varð of dýr og erfiður, og svo vegna þess, að vatn úr læknum var haft í kalkið, en það vatn er óhreint, bæði úr tjörninni og svo blandað sjávarseltu og óhæfilegt til kalkgerðar. Varð kalkið þannig ó- nýtt, eða miklu verra en burft hefði. En þetta vildu forsprakkarn- ir ekki heyra, þótt sagt væri við þá.“ Eitthvað hefur Gröndal sjálfsagt til síns máls um að vatnið úr lækn- um hafi skemt kalkið. En ekki hef- ur það verið altaf, því að sagt var að kalkið hefði verið betra og sterk- ara heldur en útlent kalk. Stein- stjettin gamla í Bankastræti var límd saman með kalki úr Esjunni. Þegar Bankastræti var breytt, var hún rifin upp, og brotnuðu þá stein- arnir fyr en að samskeytin gæfu sig. Það sýnir að ekki hefur alt kalk ið verið ljelegt. Og enn stendur steinhús Þorsteins Tómassonar í Lækjargötu 10. Það er límt saman með kalki úr Esjunni og hefur það ekki látið á sjá enn. LÖNGU síðar, árin 1916—17, var gerð önnur tilraun með kalknám í Esjunni. Átti þá að brenna kalkið þar efra. „5 eða 6 menn unnu í 2 mánuði við að losa kalkstein úr ákveðnum gangi þar; var komið nokkuð djúpt niður í hann og var veggurinn því orðinn hár að ofan- verðu. Verkamennirnir fundu nú upp á því að skjóta 30 Dynamit- patrónum í einu í ganginn. Afleið- ingin varð, að efri veggurinn hrundi ofan í ganginn og fylti hann. Fjelagið gafst svo upp við fvrir- tækið.“------ Nokkuð er af gulli í kalkstein- inum og kvarzgöngum, sem eru í sambandi við hann. — Rannsakaði Trausti Ólafsson efnafræðingur sýn ishorn úr námunni fyrir Björn Kristjánsson og reyndist gullmagn ið í kalkganginum 10—19 grömm í tonni, en í kvarzinum nokkru meira eða alt að 26 gr. í tonni. En í gull- námum Suður-Afríku var þá með- altal gullmagns 12% gramm í tonni. Björn segir því: „Ef nú Egill Egil- son hefði látið rannsaka kalkstein- inn fyrir gull-----þá hefði ágæt- lega borgað sig að vinna steininn þar á staðnum sem gullstein. Eins hefði sennilega vel borgað sig að brenna og leskja kalksteininn þar á staðnum og leysa gullið úr afgang- inum af steininum, sem ekki leskj- aðist, með cyankalium.“ Á. Ó. (Heimildir: Hndr. Lbs. 314 fol. Hndr. J. S. 133 fol., Reykjavík um aldamótin, Iðnsaga íslands II, Alþtíð. 1875, Stjórn- artíð, 1876).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.