Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 467 T BARNAHEIMILI SEM FORELDRAR STJÓRNA í ÖLLUM löndum er skortur á barnaheimilum og leikskólum fyr- ir smábörn. Flestir telja það skyldu hins opinbera að sjá fyrir bessu, en í Bandaríkjunum hafa for- eldrarnir sjálfir tekið höndum saman til þess að koma upp leik- skólum. Þeir leigja húsnæði, út- vega alt, sem til þess þarf og ráða þangað æfða forstöðukonu. Svo skiftast mæðurnar á um að hjálpa henni. Og feðurnir hjálpa líka til Einn hefur eftirlit með húsbúnaði. onnar sjer um bókhald, þriðji útveg ar alt, sem heimilið þarf o.s.frv. For eldrafundir eru oft haldnir til þess að taka ákvarðanir um alt, er heim- ilinu og börnunum viðkemur. Á þessum fundum æru líka ræddar umsóknir að vist fyrir börn, og þegar úr því er skorið hvaða börn- um skuli bætt við, er ekki aðeins litið á það, hve langt er síðan um- sókn barst, heldur einnig á ástæð- ur heimilanna, hvernig börnin eru upp alin og hvort æskilegt sje að fá foreldrana í fjelagsskapinn. Áður en það er fyllilega afráðið hvaða börnum skuli bætt við, eru fjelagskonur sendar heim á heim- ilin til þess að kynna sjer heimilis- braginn og hvaða áhuga foreldr- arnir hafi fyrir uppeldi barna sinna og hvernig þau telji að börn skuli alin upp. Síðan skýra konurnar frá öllu þessu á foreldrafundi og þá er ákvörðun tekin. Þess er krafist að móðir fylgi barni sínu og sje með því fyrsta daginn, sem það er á heimilinu. Og hún getUr þá líka hjálpað til þar. Það er talið hafa ákaflega mikla þýðingu að börnin sjeu ekki fyrsta daginn með öllum ókunnug- um. Barnið kemur svo auðvitað í heimilið á hverjum degi, en móðir þess vinnur þar ekki nema svo sem einn dag í viku. Það er þó talið æskilegt að þær komi sem oftast og aðeins til bóta að sem flest- ar mæður sje altaf þarna til eftir- lits. Á morgnana hafa vissar konur þann starfa að sækja börnin heim og fylgja þeim í barnaheimilið. Þau eiga að vera komin þangað kl. 9 og eru þar fram til hádegis. Þeim er gefin hressing einu sinni á því tímabili, en þar er ekki eldhús og sparast mikill kostnaður og fólks- hald við það að þurfa ekki að mat- reiða handa þeim. Sjeð er um að börnin fari þegar að leika sjer og mæðurnar leiðbeina þeim um það og stilla til friðar ef eitthvað ber út af. Þessi heimili eru því jafn- framt talin ágætur skóli fyrir mæð- urnar. Þær læra þar ýmislegt hver af annari um meðferð barna, og getur það orðið til góðs á heimil- um þeirra. Börnin hafa líka meiri not tímðns þegar margar mæður eru með þeim heldur en ef þar væri ein eða tvær stúlkur til eft- irlits. Mæðurnar finna upp á ýmsu börnunum til skemtunar. Sumar eru góðar að segia sögur, aðrar kunna mikið af kvæðum og vís- um, enn aðrar geta sungið eða leik- ið á hljóðfæri o. s. frv. Alt hefir þetta mikla þýðingu fyrir börnin og mæðurnar sjálfar. Og svo læra þær hver af annari ýmsa leika bg dægrastyttingar fyrir börnin. Á hverjum morgni ér hvíldar- tími. Þá eru börnin látin hvílast á teppum á gólfinu eða á borðunum. Þetta hefir gefist vel. Að þeim tíma loknum er svo aftur farið í leika og skemt sjer af kappi þang- að til börnin fara heim. Það er ekki hlaupið að því á þessum húsnæðisleysistímum að fá húsnæði fyrir barnaheimili En með þessu fyrirkomulagþ sem hjer hefir verið lýst, þurfa húsakynnin ekki að vera svo merkileg, enda komast þessir leikskólar af með mjög einfalt húsnæði. ^ ^ ^ ^ ^ /i/,- ÞESSI SAGA gerðist nokkru fyrir þrælastríðið. Sunnanmaður skuldaði Norðanmanni 1500 dollara. og gat ekki borgað þá. En hann átti þræl, sem Ephus hjet og því sagði hann við Norð- anmanninn að hann gæti' ifengið þræl- inn upp í skuldina. Þeir urðu ásáttir um þetta. l; iv . „Ephus, nú á jeg þig“, sagði Norð- anmaður, „en jeg káeri rriig ekki um að fara með þig til Nbrðúrríkjanna. Jeg ætla því að gefa þjer kost á því að kaupa þjer frelsi“,i i Þrællinn varð þessu grájfeginn, en kvaðst ekki eiga grænan eyri. Norð- lendingurinn sagði þá: „Jeg skal láta þig fá vagn og svo geturðu stundað akstur. Þú mátt draga frá allan kostnað þinn, en ágóðanum skiftir þú svo jafnt á milli okkar. Og þegar þú hefir eignast 1500 dollara á þennan hátt, geturðu keypt þjer frelsi“. Ephus gekk að þessu og byrjaði þegar að vinna. Honum gekk svo vel, að hann varð brátt að fá sjer hjálp, og áður en langt um leið hafði hann fjóra vagna í gangi. Þegar hann hafði sent eiganda sínum 3000 dollara fjekk hann brjef, þar sem Norðanmaðurinn sagði að nú væri tími til þess kom- inn að hann keypti sjer frelsi. Ephus svaraði því engu. Nokkru síðar sendi Norðanmaður rakleitt til hans að fá peningana. „Mikið mátt þú vera þakklátur fyr- ir að fá frelsi“, sagði sendimaður. „Já, það er hverju ,orði sannara“, sagði Surtur, „en heldurðu að mjer detti í hug að fara að kaupa annan eins ræfil og jeg er orðinn, sköllótt- an og tannlausan“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.