Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 3
þess að mikið vatn verður að nota við kalkvinslu. Mun hann og ef til vill hafa litið svo á, að hann fengi ríflegri styrk hjá landshöfðmgja fyrir vikið. Að minsta kosti' sótti hann svo um að fá 1000 króna styrk úr landsjóði. Landshöfðingi svaraði því, að hann hefði ekki umráð nema yfir helming þess fjár, sem ætlað væri til styrktar atvinnuvegum (á 15. gr. fjárlaganna). Stjórnin í Kaup- mannahöfn hefði umráð hins helm- ingsins. Gaf hann þó enn vilyrði fyrir 400 kr., en sækja þyrfti um til dönsku stjórnarinnar að fá við- bót úr hinum hluta sjóðsins. ALT þetta ár gekk í þetta og var lítið sint um námagröftinn. Þó tel- ur Egill útgjöld sín vegna námu- vinslu hafa numið kr. 396.66 (ásamt leigu), en ekkert sjest um það hvernig brenslan hefur gengið. — Sjálfsagt hefur Egill ekki verið ánægður með hana, og allra síst með ofninn, því að nú fær hann Björn Guðmundsson múrara til þess að fara utan og kynna sjer hvernig nýtísku kalkbrensluofnar væri, og læra að brenna kalk. Næsta Vor (21. apríl) fer Egill enn fram á það við landshöfðingja að fá styrk, og fekk nú þessar 400 krónur. En hann þóttist þó, sem von var, engu nær, því að alt þetta fje fór til þess að girða blettinn hjá læknum, og sljetta jafnstóran blett í túni landshöfðingja. Landshöfðingi skrifaði þá ís- landsráðgjafanum í Kaupmanna- höfn og lagði til að hann veitti fyr- irtækinu álíka mikinn styrk af ceim hluta fjárveitingarinnar á 15. gr., sem hann hafði yfir að ráða. Ráðgjafinn neitaði að verða við því, eins og sjest á brjefi frá landshöfð- ngja til Egils, dags. 19. júní 1876. Þar segir svo: „Ráðgjafinn hefur tjáð mjer, að hann verði að vera þeirrar skoðun- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Egill Egilsson. ar, að ef yfirhöfuð ástæða skyldi vera til fyrir stjórnina að styðja fyrirtæki einstakra manna, önnur eins og þetta, eigi þó að minsta kosti ekki að veita styrkinn að gjöf handa hlutaðeiganda, sem ræðst í fyrirtækið, með því að engin trygg- ing' er fyrir því, að eigi fari svo, að alt fyrirtækið, sem styrkurinn á að efla, hætti innan skamms. Ráðgjaf- inn hefur því eigi þóst geta veitt neinn styrk í þessu skyni af sínum hluta í 15. gr. fjárlaganna, en af því að það, að minni hyggju, sje mjög æskilegt, að farið yrði að vinna áminsta kalksteinsnámu, seg- ist ráðherrann aftur á móti ekki vera því mótfallinn, að jeg láti yð- ur fá 400 kr. lán úr viðlagasjóði, gegn tryggilegu veði.“----- Ekki er að sjá að Egill hafi þegið þetta lán. Mun hann hafa verið gramur út af þessum undirtektum, og aðallega vænt Oddgeir Stephen- sen um að hafa spilt fyrir sjer hjá ráðherranum. ÞÁ um sumarið (1876) er samt haf- ist handa um smíði hins nýa kalk- ofns. Var dreginn að leir innan frá Elliðaám og sandur innan frá Eiði. Jafnframt er farið að vinna að því af kappi að brjóta kalkstein í Esj- unni. Var keypt mikið af púðri á .Eyrarbakka til þess að sprengja þar. En þá kom í ljós að kalksteinn- inn var ekki eins mikill og menn höfðu haldið og þraut brátt fyrsta og annan ganginn. Sá Egill sjer því 463 vænst að tryggja sjer einnig náma- rjettindi í Kollafjarðarlandi og leigði þau fyrir 20 krónur á ári. Margir menn voru hafðir þarna í vinnu um sumarið. Kaupið var lágt, aðeins 2 krónur á dag, en þó hafði einn maður (Egill í Arabæ) 256 kr. upp úr sumrinu. Eftir þetta sumar taldi Egill að hann hefði lagt fram kr. 4010.95 í kostnað við námagröftinn, eri get- ur þess ekki að hann hafi haft nein- ar tekjur af honum. Og þetta sumar hefur ekkert kalk verið brent, héld- ur kalksteinninn brotinn, fluttur sjóveg til Reykjavíkur og átt að geymast þar þangað til nýi ofninn væri fullger, en hann varð það ekki fyr en á árinu 1877. Vegna þessara útgjalda, sem voru mikil á þeim dögum, bæði vegna þess að krónan var þá dýrari en nú, menn yfirleitt fátækari og hvergi lán að fá, sá Egill sitt ó- vænna að halda þannig áfram. En ekki var honum um það að gefast upp. Tókst honum þá að fá M Smith konsúl í fjelag við sig þannig að Smith ætti fjórða hlutann í fyr- irtækinu, en Egill þrjá fjórðu. BJÖRN GUÐMUNDSSON vann að smíði kalkofnsins og varð það all- mikið hús, turnlaga. Var ofninn vandaður að öllum frágangi og sem líkastur þeim ofnum, er notaðir voru erlendis. Sennilega hefur ver- ið byrjað að brenna kalk í honum snemma á árinu 1877. Fer nú fyr- irtækið fyrst að komast á rekspöl. Kalksteinn var brotinn af kappi í Esjunni og eru þar allmargir menn við vinnu. — Kalksteinninn var sprengdur með púðri, þvu að dvna- mit þektist þá ekki. Var fyrst tekin fyrir Kalkæð fyrir vestan ána og túnið á Mógilsá, en ganginn þraut brátt, eins og áður er sagt. Þá var kalkið sprengt í svonefndum Sand- hól, upp af Djúpagili, en þar fór á sömu leið. Þá var farið aö sprengja

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.