Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 11
LesUOK MOKCíUNtíLAÐSINÍ 471 OcU ÁFORNUM SLÓÐUM í ÞJÓRSÁRDAL HJER stend jeg og moka vikri um- hugsunarlaust, en margt annað kemur í hugann. Það er suddarign- ing, þoka nær niður í hlíðarnar handan daisins, en þegar jeg rjetti úr mjer sje jeg út yfir Þjórsár- dalinn og handan við hann gráa og brúna uppblásturs fláka alla ieið að fannskjöldóttum hlíðum Heklu. Einhvers staðar þarna úti í þokunni er Sigurður Þórarinsson með reku og moldarskrín. Á kvöldin kemur hann heim og stígur þungt til jarð- ar eftir langa göngu yfir sanda og urðir. Þegar fer að dimma á kvöld- in, erum við að brjóta heilann um það hvar hann sje nú niður kom- inn, því að ekki er gott að vita úr hvaða átt hann kemur. Og svo setj- umst við upp í jeppann sem skríð- ur fram hjá Stöng á leið til Ásólfs- staða og hoppar á þúfunum eins og færeyskur bátur í kröppum sjó. Kristján Eldjárn hefur fundið nýar bæarrústir inni í dalnum. — Máske er það sá bær, sem einu sinni var nefndur Hólar. Nú er farið að grafa út rústirnar. Fund- ist hefur langt og mjótt hús, ef til vill smiðja, og sjálf skálabyggingin er að koma í ljós, með bekkjum og langeldstæði. — Vikurinn hrvnur jafnt. og ’jett frá veggjunum, og gólíið kemur í ljós með kolabland- inni skán. Og hingað og þangað hættuleg*.? Hvað gerir stjórnin til að leiðbeina fólki í þessu vanda- máli? Hvaða ráð gefa verkfræð- ingar vorir og húsameistarar? (Þjóðólfur, júlí ’43). sjást för eftir dálka úr fiski, og eitt og eitt gulnað bein. Nægur er tími til að hugsa, því að djupt er niður á gólfið og við hverfum niður í holurnar, svo að við sjáum ekki hver annan. Krist- ján hamast við að grafa í skála- horninu til að finna dyr, sem þar eiga að vera. Og við hvert hand- tak giamrar skóflan á steinum. Maigir hafa gengið á þessu svarta gólfi hjer. Konur voru á þönum umhverfis eldinn, krakkarnir sóttu skógvið, sem geymdur var að húsa- baki. Niðri á árbakkanum stóðu karlmenn að -slætti, og bölvuðu ó- þurkunum. — Utan af engjunum komu vinnumenn með heybands- lestir og upp undir Sandfelli hevrð- ist hundgá. Þar var smalinn að reka ærnar heim til færikvíanna. Hver maður hafði sitt verk að vinna, hver hafði sínar áhyggjur og sínar vonir. Hjer var gott undir bú. Hjer voru víð beitilönd. Heyfengur var sæmi legur og jókst ár frá ári, eítir því sem meira var brent af kjarrlendi. Ekki var hægt að rækta korn hjer svo hátt til fjalla, en hjer var bæði egg og fugl að fá. Og svo var hægt að brenna rauða hjer og fá járn og það var góður gjaldmiðill fyrir vörur neðan úr sveitinni. Og á vet - urna var hjer nóg af kolum og rauða í hinni stóru smiðju. Hjer var skógur til kolagerðar um allar hlíðar og í dalnum. Veturinn var langur og harðu ', en á sumrin komu hjer oft ferða- menn. Norðlendingar komu hje? við og fengu sjer hressingu áður en þeir lögðu á fjöllin. Þá var spjall að um margt og mörg tíðindi sögð, og stundum var verslað á eftir, því að allir þurftu á járni að halda. — Vikur hrynur niður í gröfina hjá mjer, skóflan rekst í stein, og jeg hrekk upp úr þessum hugleiðing- um og fer að hugsa um að leita að gclfhellum og holu eftir stoð í gólfinu. Þokunni ljettir ofurlítið og það sjest í grænar hlíðarnar umnverfis, Og þá verður mjer skyndilega ljóst hve svipað landslag er hje' og í Röldal í Noregi, þar sem jeg var í fyrra um þetta leyti. Þar var einii- ig langt til sjávar, fjöll fyrir innan og gömul þjóðleið yfir þau fri Rogalandi og öðrum Vesturlands- bygðum til efstu dalanna á Aust- urlandi. Kornuppskera er alurei trygg þar, því að fjöllin geia skyndilegi blásið köldum frostanda niður í breiðan dalinn, og f 'cstið lagt hramma sína á kornakrana. Og ef uppskeran brást, þá var langt að sækja mat. Varð þá annaðhvort að fara um fjöil og foræði yfir til Hardanger, eða þá hina lengri cg venjulegri leið yfir fjöllin til Sul- dal, síðan yfir margra mílna breitt vatn, og svo yfir bratt fjallaskarð til fjarðabygðanna á Rogalandi. —

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.