Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1949, Blaðsíða 10
470 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS (ju&mun Jur ^JJc anneóóon, BYGGINGAR Á JARÐSKJÁLFTASVÆÐI Grein þessi birtist fyrir allmörgum árum og er endurprentuð hjer eftir beiðni fulltrúa Slysavarnafjelagsins. NOKKRU eftir síðustu aldamót gengu óvenjuléga miklir iarð- skjálftar. Árið 1906 geisaði jarð- skjálfti í San Francisko og 1908 í Messínaborg á Sikiley í báðum borgunum fórust menn í þúsunda- tali. Skömmu eftir jarðskjálftann í Messína las jeg í útlendum tíma- ritum, að stjórnin á Ítalíu hefði efnt til samkeppni um húsagerð í jarðskjálftahjeruðunum Um þetta leyti sigldi jeg og notaði þá tæki- færið til þess að leita að ritgerð- um um þetta efni í bókasafni iðn- aðarmanna í Höfn. Ritgerðirnar fann jeg, sá að mælt var með járn- bentum steinsteypuhúsum og var járnbendingin gerð eftir sjerstök- um útreikningum, sem fóru fyrir ofan garð og neðan hjá mjer. Síðan hef jeg ekki sjeð neitt nýtilegt um þetta efni fyr en jeg las bók eftir ítalskan verkfræðing, A. Montel: Eu ding structures in Earthquake coi.utries. Landsbókasafnið keypti ha. i nýlega. í bók þessari segir meðal annars: Þa'J ætti að vera stranglega bannað að byggja á mjúkum, lauslegum jarðvegi, sjerstaklega í brekkum. Harður og þjettur þarf jarðvegur að vera. Sje hann það ekki verður húsið að hvíla á járnbentum steypustólpum, sem reknir eru nið- ur á fastan jarðveg. Varast skal að byggja rjett hjá ám, vötnum, síkjum og sjó, í mýr- um og uppfyllingum. Traustustu byggingarefnin eru timbur, stál og vel járnbent stein- steypa. Japanir byggja mikið úr timbri og gera grindina tiltölulega mjög sterka. Samskeyti á máttarviðum eru einföld, en vandlega styrkt með styrktarjárnum. Jeg hef einhvers staðar lesið að oft stæðu þau á lág- um stólpum, sem hvíla á sterkum steypuhellum. — Húsið getur þá skoppað til á hellunum, svo lítið reynir á grindina. Þó er þessa ekki getið í bók Montels. Höf. telur það hvað mestu varða, að húsið sjeu vönduð og traust- bygð, því að slík hús þoli flesta jarðskjálfta, án þess að verða fvrir stórskemdum. Um steypuhús er sagt, að æski- legast sje að veggir sjeu sem lægst- ir og þakið sem ljettast. Hrevf- ingin er mest á efri hluta veggj- anna og oftast stendur neðri hæð- in á tvílyftum húsum, þó að efri hæðin hrynji. Best standa kringl- ótt hús en þar næst þau, sem hafa mjög bogadregin horn. Miklu varðar að allir veggir húss ins sjeu vandlega samsteyptir eða bundnir saman svo að húsið sje nokkurskonar einsteinungur. Þá er og æskilegt, að herbergin sjeu lítil, gluggar og dyr ekki stærri en nauðsyn krefur, reykháfar sem traustastir og á veggjamótum en nái rjett út úr þakinu. Þurfi að gera þá hærri skulu þeir gerðir úr járni. Bestir eru litlir snigilstig- ar. Ráðlegt er að gera útveggi all- þykka, og að láta þá dragast að sjer að utan. Gert er ráð fyrir, að loftið sje sem ljettast, með járnbitum, sem sjeu traustlega festir í útveggi. Kjallaragólf skal járnbent öfugt við það, sem gerist í loftum. Að sjálfsögðu er þess krafist, að steypan sje sterk og vönduð (að- eins jarðrök og barin saman til þess að vatn sjest á yfirborði), og áhersla lögð á það, að vanda sem best samskeyti storknaðrar steypu og nýrrar. Þá er að lokum sagt, að óráðlegt sje að hlaða veggi úr steinum (grjóti). Þetta er þá það helsta, sem jeg I sá í bók þessari, en auk þess er þar mikið af útreikningum fyrir verk- fræðinga. Oft hafa sjávaröldur valdið stór- tjóni í jarðskjálftum. Þær náðu 10 m. hæð í Messína og í jarðskjálft- unum í Lissabon 1755 köstuðust stór skip á land. Geta má nærri, . I hversu færi fyrir Miðbænum í Reykjavík, ef slíkt vildi til hjer. Vonandi kemur ekki til þess, því að venjulega haga jarðskjálflar sjer svipað á hverjum stað, og eng- ar sögur fara af slíkum jarð- I skjálftaflóðum hjer á landi. Þó má að lokum minna á það, að hverskonar lausir húsmunir geta kastast til af miklu afli í jarð- skjálftum og valdið stórslysum. Það þarf að festa sem flesta við veggina. Eins og allir vita eru stór jarð- skjálftasvæði hjer á landi, t d- sveitirnar austan fjalls. Sagt er að * nú sjeu menn farnir að byggja þar hús úr vikurholsteini. Er þetta ekki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.