Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 19
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 411 f T 1 J ♦ T ? T X Víkin heiga. Hafstorðin vefur að faðmi sjer fleyin fögur og rík með siglur og branda, menn eru að leita, og vélja sjer vegi, vinna sjer brauð, og kalla til landa. Kafa í djúpin krystaltæru. Kanna óðul hafs og vinda. Kljúfa loftin logaskæru leifturhratt yfir fjörð og tinda. Morguninn skín um hafvíða heima, himingeislar Ijósmyndum skreyta. Skipanna mergð er um miðin að sveima, menn eru hafsins auðæfa að leita. Veiðitækin vöndu búa vönum höndum drengir þarfir. Stórri sál á starfið trúa styrkum vilja hugumdjarfir. Stríðið er hart á þröngum þiljum, þreyttir menn sjer um hvíldir neita. Gullið er dregið úr hafsins hyljum; hamingjudísirnar misjafnt veita. Lifandi auði lestar fylla lúnar hendur mikilvirkar. Starfsins gleði hetjur hylla, hafsins þjóðir meginstyrkar. Dagurinn líður með ógnir og annir, aðfangadagur, sem friðarboð geymir, Kvöldstjarnan Ijómar um húmdökkar hrannir helgiblær Ijóssins um sálirnar streymir. Skipstjórinn prúði vinnuhvíld veitir, Víkin helga í skjóli liggur, þangað í lægið besta beitir byrðing, og manna virðing þiggur. Víðboðans ómar skipheima skreyta, skuggarnir flýja við tónanna mildi. Þröngum farmanna bústöðum breyta bróðurorð, málið, sem hjartað best skildi. Kærleikans bami fórnir færa fyrirgefandi stríðsins bræður, finna að sömu bænir bæra brjóstsins strengi, hvar eining ræður. Hugir í Ijósörmum líðandi stundar, lifa upp minningar fölnaðra blóma. Vermast af brosum barnæskulundar, berast um draumlönd ómdýrra hljóma. Fegurstu óskir vonum vefja vini, sem heima þrá og bíða. Dýrustu bænir til himna hefja hjörtu, sem unnast, sakna og líða. Nóttin helga á blávoga breiðir blæju friðar, sem djúpekkann þaggar, hljótt til draumheima svefnguðinn seiðir sjómenn, og fólkið á bárunum vaggar. Englarnir góðu svífa yfir sænum, signa hvert brjóst og óttanum varna. Geislarnir skína, Guð er í blænum, guðsríki í hjörtum syndugra barna. Kjartan Ólafsson. * * * f Ý T T f T T T T T f T T T T T T l 1 ! ? 1 i X ! I 1 T T T T T X T T ❖ gleypti selinn sem Mikkel var á. Hann gat ekki gleypt þá báða í einu. Og Mikkel straukst af. Eins og elding greip jeg í hann og setti hann á bak fyrir framan mig. Nú hafði jeg feng- ið farþega og það var miklu skemtilegra, enda þótt við fær- um að finna til þess að okkur vantaði eitthvað að drekka, eitthvað sterkt. En Mikkel sagði sínar lygasögur svo að mjer varð óglatt. Það er ekki gaman fyrir karlmann að hlusta tím- unum saman á blábera lygi. SEG kiptist við af ánægju þegar jeg sá Þórshöfn. En um leið datt mjer í hug: Hann er fyrir framan þig og stígur því fyr fæti á land. Ánægjan út af hinni ævintýralegu björgun fölnaði eins og strá í frosti. Jeg braut heilann, en jeg sá engin úrræði. En hvað haldið þið að selurinn hafi þá gert — það er óskiljanlegt, og slík dýr eru ekki gædd venjulegum gáfum heldur ófreskisgáfu, — því að þegar við komum upp undir land sneri selurinn sjer við og sigldi aftur á bak. Margbrotið er líf sjómanns- ins, piltar, það er alveg satt. Og þarna stóðum við nú tveir, en blessuð skepnan helt til hafs án þess að segja svo mikið sem þakka ykkur fyrir. Við fengum okkur þur föt, komumst á píu- ball og fengum eitthvað að drekka. En sárgrætilegast var, að enginn í þorpinu vildi trúa sögu okkar, bara af því að Mikkel Fjordside var með. Hvað? Ekkjan? Já, já, hún var orðin ekkja seinast þegar jeg var í Þórshöfn. Maðurinn hennar fell fyrir borð hjá Is- landi og druknaði. En þeir hafa krækt hann upp aftur, því að hann stóð innan við búðarborðið þegar við komum þangað. Ámi Óla þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.