Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 10
402 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Einkennilegur jaki á Hvítárvatni. Takið eftir myndinni, sem kemur fram í honum — hafgúu á sundi og með langa hárfljettu. komumikið að sjá og heyra slík- ar hamfarir. — Er við komum á móts við vestari skriðjökulinn, heyrðum við vábrest mikinn svo undir tók í fjöllum, og sáum stórt jökulstykki brotna framan af jökulveggnum og detta niður í vatnið, og samstundis gaus upp há vatnssúla á að giska 20—30 metra við jökulvegginn, þung alda breiddist út yfir vafenið, og brátt heyrðist brimhljóð við sandströndina Hvítárnesmegin, en íshrönglið við jökulröndina byltist til og urgaði og sauð lengi á eftir og myndaðist við það mjög einkennilegt hljóð. Að sunnanverðu var vatnið íslaust, en þegar innar dró voru stóreflis borgarísjakar synd- andi á vatninu innan um ís- hröngl og stóðu sumir þeirra sennilega botn. Jakarnir eru í ótal myndum: Þarna var ensk- ur „Dreadnought“; í norðaustri japanskt flugvjelaherskip, inn- undir Karlsdrætti þýskt beiti- skip, og sunnar franskur tund- urspillir og loks nálægt nesinu flugvjel sem sest hafði á vatn- ið, en hallaðist talsvert fram, svo að mest líktist því, að hún hefði steypst á nefið í lendingu. Stórjakarnir voru ekki ósvip- aðir herskipum og sumir líktust flugvjelum, enda skírðum við þá óspart þessum nöfnum. Er við höfðum sveimað tals- vert um vatnið án þess að hægt væri að taka myndir sem Ólafi líkaði, því að birtuna vantaði, og áliðið var dags, leituðum við lands. Komum við fyrst að landi undan miðju Hvítárnesi, hinni víðáttumiklu grassljettu, sem umlykur vatnið að sunnan og austan, en þar reyndist ófær leið, vegna fenja, sem víða eru í nesinu, næst vatninu. Leituð- um við því lands sunnar með ströndinni, sunnan við eyri sem Tjarná hefir myndað út í vatn- ið. Lentum við þar í vík á milli eyrarinnar og hvannarhólma, sem er þar í vatninu skamt und- an landi. Er þar skógur af hvönn mjög hávaxinn, og til að sjá er eins og hólminn sje skógi vaxinn. Víkina sem við lentum í kölluðum við Ólafsvík, í höf- uðið á fararstjóranum, Ólafi, en Sand og Stykkishólm höfð- um við sitt til hvorrar handar. í ríki fuglanna. Þegar á land er komið iðar alt af lífi í nesinu. Auk sauð- fjár og hrossa, sem eru þar á beit í hinu ágæta haglendi, er þar ógrynni af allskonar fugli. Mest ber á álftum, sem eru þar í makindum á beit innan um sauðfjeð og hrossin með unga sína, sem nú voru flestir orðnir fleygir. Skifta svanirnir hundr- uðum eða jafnvel þúsundum. Einnig er þar mikið af grágæs- um og helsingjum, heiðlóu og öndum. Hvítárnes er sannkallað ríki fuglanna á sumrin. Hinn ljúfi svanasöngur sem altaf hljómar þar, ljet vel í eyr- um okkar ferðalanganna. Frá ,,Ólafsvík“ til sæluhúss- ins er % stundar hægur gang- ur. Þar er fullkomnasta sælu- hús landsins, reist af Ferða- fjelagi íslands 1930. Að koma í sæluhúsið er eins og maður sje kominn heim til sín. Húsið er rúmgott og vistlegt, þiljað og olíuborið í hólf og gólf. 1 því eru 4 herbergi niðri og rúmgott loft yfir, einn salur. Niðri er rúmgóð forstofa til þess að hengja föt sín í, eldhús með stórum skápum, með allskonar áhöldum, svo sem hitunartækj- um, pottum, fötum o. fl. Tvær svefnstofur mjög hlýlegar með dýnum og teppum, en þau eru nú farin að tína tölunni, hvað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.