Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 405 Grænlandi. skörina. En þeir voru svo þjett, að við þurftum ekki annað en reka skutul niður í vökina, þá varð hvalur fyrir. Bardaginn var ójafn, því að vjer vorum með sveðjur og færi. Fyrsta hvalnum náðum vjer þannig upp úr vökinni, að vjer beittum hundum fyrir og toguðum sjálf- ir í. Og þegar hvalurinn var að hálfu leyti kominn upp á skör- ina, komu hinir undir hann og köstuðu honum upp á ísinn. Annar hvalur var drepinn og sá þriðji. Við ljetum þá Hggja í vökinni, en keptumst við að sundra hinum fyrsta, svo að hann skyldi ekki gadda. En þegar við vorum að brytja næsta hval í fallegar spikþjótt- ur með hveljunni á og blóðrautt kjötið lá þar í tunglsljósinu sem unaðsemdanna uppfylling, heyrðum við til mannaferða. Með ópum og svipusmellum nálguðust þeir og þegar þeir komu til okkar æptu þeir af fögnuði. En auðvitað áttum við að njóta þessa sem best. Við snerum baki við þeim og heldum áfram að brytja hval- inn, rólegir og þögulir. Við ljet- um sem við sæum þá ekki nje heyrðum. En þegar þeir slógu hring um okkur, reis Minik, fje- lagi minn, rólega á fætur, tók hveljubita, rjetti hann að næsta manni eins og þeir hefði lengi setið saman að snæðingi og sagði: „Ætli þig langi ekki í svolítinn bita að mattak?“ Þá var nú uppgerðinni lokið og við gátum ekki setið á okkur leng- ur. Og nú fóru allir að hamast við veiðina, drógu hvem hval- inn eftir annan upp á ísinn og stórar hrúgur af spiki og hvelju hlóðust upp umhverfis oss. Stundum hurfu hvalirnir, leit- uðu þá eitthvað annað að and- rúmslofti, en komu altaf aftur. Á meðan þeir voru burtu höfð- um við tíma til að skera þá, sem við höfðum veitt. Það er erfitt verk og reynir á kraftana. Skyrtur vorar voru vindandi af svita og að utan hlóðst hella af frosnu blóði og sjó á föt vor. En á meðan veiðihugurinn er í manni, gætir maður einkis annars. Sigurgleðin, ánægjan yfir miklum mat og vissan um fögnuð annara, er eins og víma. Nú hurfu hvalirnar. Meðan vjer vorum að skera þann fjórt- ánda hurfu þeir. Þeir hafa orðið hræddir og hafa farið langa leið. Eflaust hafa þeir fundið einhverja sprungu í ísnum, eða jafnvel komist út á opið haf. Vjer höfðum fengið nóg. Þegar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.