Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 395 .xk~x~x~x~x~x~x~x~x~x~x~x~X"X~x~x~x~x~x~:~x* I T T x x I i I j ? x ? T ? ? ? ? ? f I ? I x ? ? I ♦ x x ? ? s 'i f I i i I I sem lýst hefir mönnunum til þessa dags. En jólahugsanir vorar hljóta að ná lengra. Þær ná frá jötunni í Betlehem alt til krossins á Golgata. Þegar vjer hugsum um fagnaðarerindi Jesú og um alt líf hans, þá skilst oss fyrst til fulls, hvað fólst í hinum leyndardómsfullu orðum, sem fjárhirðunum voru flutt við fæðingu hans. * * * Ár og aldir hafa liðið síðan Jesús Kristur flutti mönnunum fagnaðarer- indi kærleikans og á hverjum jólum eru mennirnir mintir á það, til hvers hann kom í heiminn. Hann er frelsari mann- anna, en sú frelsun, sem hann boðaði og vildi sjálfur sýna með lífi sínu, var þjónusta kærleikans. Þetta hefir heim- urinn enn ekki skilið, og þess vegna grúfir skammdegi haturs og efasemda yfir honum. f skammdeginu þráum vjer birtuna, og hún kemur með jólunum. Með jól- unum vaknar líka æfinlega ný von, að mannkyninu verði það ljóst, að kær- leikurinn einn getur frelsað heiminn. .♦♦^♦♦X~X*<~X~X~X**X~X~X~X~X~X~X~X"X~X*<~X~X* Sannarlega getum vjer fagnað því, að aldrei er heimurinn auðugri að kær- leika en einmitt um jólin, í því felst hinn rjetti skilningur á eðli jólanna og þeim minningum, sem við þau eru bundnar. „Yður er í dag frelsari fæddur“. — Ómar þessara orða berast nú um all- an heiminn, og orðin hljóma á ólíkum tungum meðal ólíkra þjóða, og alls staðar vekja þau fögnuð og gleði. Þau minna oss á hið unga líf, sem hefir fæðst til þess að vaxa í kærleika og bera honum vitni, og um leið, að takmark alls lífs er fullkominn sigur kærleikans. Á heilögum jólum nemum vjer stað- ar við jötu Jesúbarnsins og krjúpum þar í auðmýkt og lotningu, um leið og vjer segjum: „Þú ímynd Guðs með gleði-jól, sem gefur hverju dufti sól. ó, gef þú mjer þann gæfuhag að geta fæðst með þjer í dag“. Gleðileg jól! Óskar J. Þorláksson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.