Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 ís á vatninu. Skriðufell í baksýn og skriðjöklarnir sinn hvorum megin við það. nokkur hluti Hvítárvatns, Hvít- árnes og Hvítá, sem liðast eins og silfurband austur og fram með Lambafelli sem er lágt fell bak við Bláfell. Hjeðan er dýr- legt útsýni í góðu veðri og hlýtur að hrífa hvern mann, sem lítur það í fyrsta sinn. Af há-hálsinum hallar land- inu niður að Hvítá, og er farið í stórum boga niður þennan halla, fyrst norður á við upp í hlíðar Geldingafells og síðan í hásuður niður undir Hvítá þar sem hún rennur úr vatninu, en skamt neðar er ferðustaðurinn, sem lagður hefir verið niður fyrir fult og alt á þessu hausti. Sogsbrúin gamla hefir nú verið endurbygð yfir ána, og er því verki nýlokið. Eru það mikil viðbrigði fyrir Biskupstungna- menn og aðra ferðamenn að þurfa ekki að nota ferjuna lengur, heldur geta þeyst yfir ána ríðandi eða í bílum. Er brú- in skamt fyrir neðan ferjustað- inn. — Á Hvítá og Hvítárvatni. Við höfðum frjett að búið væri að byggja bráðabirgðabrú yfir ána, sem vegfarendur gætu notað, þar til hin brúin væri fullgerð, og datt því í hug að fara þess á leit við brúarsmið- inn, Jón Dagsson frá Vest- mannaeyjum, sem hafði um- sjón með brúarsmíðinni, að hann lánaði okkur annan ferju- bátinn svo að við gætum ferð- ast um Hvítárvatn eftir vild. Var það mál auðsótt, og höfð- um við bátinn til afnota í þá 4 daga sem við dvöldum þar inn- frá. Eftir að hafa notið gestrisni brúarsmiðsins og fjelaga hans, ýttum við úr vör út á ána og rjerum á móti straumi, sem er hægur, nema á stöku stað, þar sem bugður eru á ánni. Vorum við um % stundar frá brúnni og upp í vatnið. Víða verður að þræða sig á milli kletta (isald- arbjarga) sem ýmist standa upp úr ánni eða eru í hálfu kafi, og verður að varast að stranda á þeim. Er straumur þar mestur og áin all-agaleg á- sýndum, kolmórauð af jökulleir svo hvergi sjer til botns. — Eftir knálegan róður komum við brátt inn á vatnið. — Að sögn landmælingamannsins T. C. Amund Halfdaner, sem mældi Hvítárvatn og umhverfi í sumar, er vatnið 11 km. á lengd og 3 km. á breidd, þar sem það er breiðast, en það mjókkar mikið til suðvesturs og líkist mjóum firði, þar til ár- renslið tekur við. Er við komum inn á vatnið var komið logn og gott veður, en sólskinslaust, og því ekki gott til myndatöku. Rerum við nú inneftir vatninu og blöstu þá við okkur skriðjökulsfoss- arnir úr Langjökli, beggja meg- in Skriðufells, sem báðir ganga langt út í vatnið. Er eystri skriðjökullinn mjög brattur, og líkist mest heljarstórum fossi sem steypist fram af hengiflugi, og er allúfinn í fallinu. Við og við heyrast vábrestir miklir frá skriðjökulsfossum þessum, sem líkjast mest fallbyssuskotum, og fylgir þrumuhljóð á eftir hvellinum. Falla þá stór stykki framan af skriðjöklinum ofan í vatnið, og stendur vatnssúla í háa-loft þar sem jakinn fellur niður. Jökullinn, Skriðufell, Hrútafell og nærliggjandi fjöll bergmála hljóðið. og er til-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.