Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 4
396 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS k KRISTMANN GUÐMUNDSSON: u SNJÓFLÓÐ u $f|?ÓNDINN á Klettum stóð úti á túni og svipaðist um. Það var kyrt veður, mollu- hríð, en hvinur var í fjöllunum og boðaði ofviðri. Langt niðri í dal sást til gang- andi manns. Ásmundur, bónd- inn á Klettum, þekti hann. Þetta var Bárður, einkasonur hans, sem þenna vetur var í búnaðarskóla niðri í dalnum. Eftir hálfa klukkustund mundi hann vera kominn heim — rjett í þann mund er jólahátíðin átti að hefjast. Klukkan var nú bráðum orð- in sex og öllum heimilisönnum var lokið. Bóndinn á Klettum brosti á- nægjulega — nú ætlaði hann að ganga inn og fara í spariföt- in. En áður en hann gerði það fanst honum að hann yrði að fara út í brugghúsið og ná í eina eða tvær flöskur af ,landa‘. Sonurinn var nú fullorðinn, svo að hann gat vel þolað eitt eða tvö staup. Hann átti líka að taka við búinu næsta vor. Á meðan Ásmundur rendi á flöskurnar hugsaði hann um framtíð sonar síns, og þá kom áhyggjusamleg hrukka milli brúna hans. Ungur bóndi verður að eign- ast konu, og áreiðanlega voru þær ekki margar stúlkurnar í sveitinni, sem mundu neita því að verða húsfreyja á Klettum. En eftir því sem Ásmundur vissi best, hafði Bárður þegar valið sjer konuefni. Það var fóstui-systir hans, fegursta kon- an í hjeraðinu, hún Lína Sól- mundardóttir. En hún var einkennilega und- arleg stúlka. Það var ekki víst hvort hún vildi piltinn eða ekki. Og eftir því sem Ásmundur fekk best sjeð voru horfurnar ekki góðar. Hún hafði víst gleymt því að hún var fátæk stúlka, og tekin þangað í gust- ukaskyni þegar foreldrar henn- ar dóu, og að hún hafði verið alin þar upp eins og heimilis- barn. 1 æsku höfðu börnin hvorugt mátt sjá af öðru, og honum sjálfum hafði þótt vænt um telpuna, og í rauninni talið það sjálfsagt að þau skyldi giftast. Hún Lína var af gömlum og góðum ættum, enda þótt for- eldrar hennar væri fátækir. En sonurinn á Klettum átti að eign- ast nóg handa þeim báðum. Og einmitt þess vegna sárn- aði Ásmundi það hvað hún var eitthvað treg. Það voru nú víst tvö ár síðan að hún varð köld og kærulaus gagnvart Bárði, al- veg eins og hún vildi ekki sjá hann framar. Máske lagaðist nú alt um jól- in. Hann hafði ekki orðið var við það að hún hefði lagt ást á neinn annan. GLEIÐINNI heim til bæj- ___ arins staðnæmdist Ás- mundur. Hvaða gauragangur var þetta? Það var engu líkara en verið væri að mala í óhemju stórri kvörn uppi í hlíðinni. Þá fölnaði Ásmundur. Já, það lá við að hann misti flösk- urnar. Snjóflóð var að koma. Það hafði hlaðið niður snjó í viku, og í gær hafði rignt, svo að öll hlíðin fyrir ofan Kletta mátti heita ein gljá. Þarna höfðu snjóflóð komið áð- ur, en aldrei hafði Ásmundur sjeð annað eins snjóflóð og nú

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.