Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 18
410 okkar hinna þrátt fyrir það. Og það versta er að hann er belg- fullur af lýgi. En lýgi hefir ætíð verið eitur í mínum beinum. — „Hvað viltu hingað?" sagði jeg og ljet sem jeg hefði heilsað honum. Jú, hann var á leið til Þórshafnar til þess að biðja sjer glænýrrar ekkju. ,,Þá get- ur verið að þú komir of seint“, sagði jeg, „því að jeg er í sömu erindagerðum og jeg sigli á morgun“. „Það geri jeg líka“, sagði hann, „og svo fresta jeg brúðkaupinu þangað til þú kemur, svo að þú getir verið svaramaður minn“. „Ef jeg stíg ekki á land í Þórshöfn á und- an þjer, þá máttu eiga skút- una“, sagði jeg og veifaði út yfir „Flugfiskinn“. „Jeg kæri mig ekkert um að fá líkkistu mína gefins“, sagði hann, „en við skulum semja um það, að sá sem stígur fyrst fæti á land í Þórshöfn skuli fá ekkjuna“. — „Ágætt“, sagði jeg og næsta morgun höfðum við mist sjónar hvor á öðrum. ÖjÚ var „Flugfiskurinn" svo að hann gat vel flýtt sjer og nú fekk hann leyfi til að taka á því, sem hann átti til; því að ekkjan var talsvert ung og góð og gegn í öllu, að því er mjer var sagt. Og enda þótt jeg hefði ef til vill getað fengið aðra betri, ef jeg hefði hugsað mig vel um, þá unni jeg þó ekki Mikkel Fjordside að fá hennar. Jeg sigldi svo hratt að öldumar urðu logandi heitar af því að slást við kinnunginn og það hefði kviknað í skutnum ef við hefðum ekki stöðugt ausið á hann köldu vatni. Skál! Jeg treysti því, að enda þótt ’„Trjeskórinn“ gæti siglt jafn hratt yfir hafið, þá stæði jeg betur að vígi þegar við kæmum til Eyjanna, því að jeg þekki sundin þar á fingurgómunum á mjer. Jeg á frænku í Sandey, hún er gift og jeg heimsótti hana nokkrum sinnum þegar jeg var strákur.Við synir henn- ar vorum vanir að liggja á eynni þar sem Selufjurður heit- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ir, skrifað með u, því að þeir þar segja u þegar við segjum alt annað. Selufjurður. Selirnir voru vanir að koma þangað og við færðum þeim brauð. Og þar var gömul kæpa með tvo kópa; þeir hændust að okkur og ljeku við okkur og við mátt- um fara á bak á þeim og ríða þeim langt út á fjörð, eina mílu eða tvær, auðvitað ekki dansk- ar mílur, því að það væri lygi, og þegar við kitluðum þá, sneru þeir til lands og skiluðu okkur á sama stað. Svo vitur og töm geta dýr orðið, ef maður fer vel að þeim. Þeir þektu líka „Flug- fiskinn“ undir eins þegar jeg kom á honum, syntu undir eins að skipinu og dilluðu dindlin- um, og fengu í staðinn brauð og kjötbein og appelsínur og hvað annað matarkyns. Skál! Jeg hafði komið auga á þok- una yfir eyjunum þegar veðrið breyttist. Enginn meðbyr fram- ar. Blæjalogn. Og hálftíma seinna stormur. í tvo sólar- hringa veltumst við og byltumst og um eyrun á okkur þutu gnýr og ágjöf, rigning og löður, hagl og þorskur. — Hlutskifti sjó- mannsins er margvíslegt, það er hverju orði sannara. Að lok- um vissum við ekki hvað upp var eða niður, en það var engu líkara en að við sigldum í loft- inu með himininn undir okkur og Atlantshafið fossandi yfir okkur. Þá er gott að geta gripið til „faðirvors" piltar, það meg- ið þið reiða ykkur á; maður hefir ekki á annað að treysta. En svo var jeg líka að hugsa um Jótaskrattann, auðvitað, hvort hann hefði komist í land- var, eða máske alla leið. II^RIÐJA daginn birti svo að við sáum hvar við vorum. Straumurinn snarsneri okkur utan um Skúfey. Nei, nei, þá var betra að brjóta skipið við Sandey heldur en við Skúfey, því að á Sandey þekti maður sig. En hver kemur þama beint á móti okkur annar en „Trjeskórinn"? Bæði skipin höfðu mist stýrin, og nú komu nokkrar öldur eins háar og Sí- valiturn. Púrr! þar slógust þeir „Flugfiskurinn“ og „Trjeskór- inn“ saman og brotnuðu í mola svo engin spýta var heil. Og við Mikkel flugum 15 fet í loft upp og fellumst þar í faðma, og það skal jeg segja ykkur piltar, að þegar svo stendur á, er það hugarhægð að þurfa ekki að vera einn, enda þótt manni sje ekki gefið um fjelaga sinn. En vjer mennirnir erum nú skapað- ir hver fyrir annan, það segir Óli Lajel og jeg. Skál! Jæja, ekki gátum við nú ver- ið til eilífðar þarna uppi, svo að við heldum niður á við, og við hnigum mjúkt í hafsins sæng, eins og stendur í kvæðinu og kvöddumst með handabandi. Það var ekki um annað að gera. Hvað? Dauði í úthafsöld- um er hetjudauði, og hið salta haf hefir orðið gröf margra hraustra sjómanna og vindarnir kveina þar yfir. Æjá, maður getur orðið klökkur við að rifja upp gamlar endurminningar. Skál! Jeg held í höndina á fjelaga mínum eins og við værum tvö börn, en vinstri höndin var laus og alt í einu finn jeg kalt trýni koma við hana. Jeg lít þangað og eru þá ekki selirnir mínir tveir komnir þarna? Jeg var ekki lengi að skilja hvað þeir vildu. Jeg öskraði í Mikkel: „Sestu á bak!“ Og svo riðum við nú í gegn um hafrótið. Við urðum að læsa nöglunum í gell- urnar á selunum, svo að við dyttum ekki af baki. En svei mjer þá ef selirnir lögðu ekki til hafs í staðinn fyrir að synda í land. Jeg kitlaði minn og barði fótastokkinn, en það dugði ekki. Þá sá jeg að þeir höfðu tekið strykið beint til Þórshafn- ar. Það er alveg ótrúlegt hvað sumar skepnur geta verið vitrar. Hvað eftir annað brunuðum við í gegn um þaraskóga og það kom eitthvert slím upp í okkur. Síldarnar stukku skelfdar í all- ar áttir, en þorskarnir fylktu liði og gláptu á okkur þegar við þutum fram hjá. Svo kom þar hvalur úr kafinu og hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.