Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 2
394 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS I x I ¥ Y Jólin. — Kærleikshátíð. Jólahugleiðing eftir síia Óskar J. Þorláksson. 3 LI N eru að koma. Ung- ir og gamlir taka höndum saman, til þess að fagna þessari ljóssins og gleð- innar hátíð, sem breiðir sinn himneska fögnuð og frið yfir löndin. Þó að skammdegið hjer hjá oss sje venjulega dimt og dapurt, þá er eins og vjer verðum þess ekki vör, þegar jólin koma. Dimman og dapurleikinn hverfa, og hátíðablærinn, sem þau vekja, gagntaka hugi allra, skapar há- tíð á heimilunum og breiðist jafnvel yfir sjálfa náttúruna, svo að hún verð- ur bjartari og tignarlegrL Dásamleg og dýrleg eru jólin. Því oftar sem vjer höldum jólin, því betur finnum vjer að þau eru andlegur orkuvaki. Hver er þessi máttur, sem jólin vekja? Hversvegna megna þau að láta rnyrkrið hverfa og gera bjart í kring- um oss? Hversvegna megna þau að skapa gleði, þar sem áður var gleði- snautt, skapa hátíðablæ, þar sem áður var hversdagsleiki og frið og helgi, þar sem áður var sundrung og veraldar- hyggja? Jólin eru hátíð kærleikans. Það gefur nægileg svör. Þessvegna geta þau vak- ið hinar göfugustu tilfinningar í hjört- um mannanna. Þegar vjer hugsum um jólin, sem hátíð kærleikans, þá er æfin- lega skýrust minningin um hann, sem hátíðin er helguð. Jesús Kristur er fagnaðarefni jól- anna; hann fæddist í heiminn til þess að bera kærleikanum vitni, án hans hefði mannkynið ekki átt kost á því, að sjá kærleikann birtast í sinni fullkomn- ustu mynd. „Yður er í dag frelsari fæddur“. Það er hinn sígildi boðskapur jólanna. Þann boðskap þurfa mennirnir að læra að skilja og tileinka sjer, og hann mun flytja þeim blessun. Jólahugsanir vorar eru oft bundnar við barnið, sem hvílir í jötunni og ekki átti þak yfir höfuðið. Fátt er hugljúfar en að hugsa um hið heilaga barn, sem átti í sál sinni þá hæfileika, sem urðu til þess að tendra nýtt ljós í heiminum, I X ! 4 i t ❖ i Y Y Y | Y | I ? I f I ? I | f 4 f Y Y Y X 1 4 I 4 4 4 4 ! 4 4 4 4 4 4 x I 4 Y Y ! I t :~:~:-:~x~x~:~:-:-:~:~:~:-x~:-:~:~:~:~x~:~:~x~:~:~:~:~:~x~:~:~:~:~:~:~x~:-x~:~:~:~:~x~x~:~x-x-:~x-:-:~:~:~x~:~:~:~:~:~:~:~:-:~:-x~:~:~x~í>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.