Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 14
406 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS konurnar komu akandi með alla krakkana á sleðunum, var veið- inni lokið og svo hófst undir- búningur að veislu. IJ^^ETTA var hin mikla miðs- vetrarveisla í Thulehjer- aðinu það árið. Vjer sem eig- um heima áveðurs, móti suð- vestanvindinum, stöndum miklu ver að vígi en þeir, sem búa hinum megin í skjóli. En nú skyldi sendir sleðar um alt til þess að breiða út fregnina um vetrarveiði fólksins í Melville-flóa. Fyrst hugsuðum vjer þó um oss. Náhvalskjöt er ekki gott soðið, en hrátt og freðið með spiki er það lostætur matur að eta áður en maður fer að höggva hveljuna sundur. Og það væri synd að segja að vjer hefðum ekki höggvið hana sundur. Þar var ekki farið að neinum borðsiðum. Hver reyndi að bjarga sjer, og karlmennirn- ir brytjuðu niður handa konun- um og svo var talað um veiðina. Það sást hvergi í gólfið í kofan- um, svo miklu ruddum vjer inn af kjötþjósum, spiki og hvelju. Hvers vegna er maginn í manni svo lítill? Þótt maður sofi á milli eru matlystinni sett viss takmörk. En maður hugsar ekki um annað en mat þegar maður er á ferðalagi. Og hjer var augnagræðgin meiri en magarúmið, og þegar amma gamla kom með steikt spik til að gæða börnunum á, varð hún fyrir vonbrigðum. Hún hafði verið að malla þetta í öðrum kofa og hafði hlakkað til að gleðja aðra um jólin. Vjer töld- um það skyldu vora að bragða á þessu, en matarlystin var búin — og allir þreyttir í kjálkun- um. Svo byrjuðu sögurnar. Það kom kyrð yfir alla, því að allir stóðu á blístri. Jeg sagði frá jölunum heima, talaði um ann- ars konar mat og annars konar skemtanir. En mók færðist brátt á oss. Vjer vorum þreyttir eftir veiðina, ofsaddir og syfjaðir eftir langa vöku. Veiðin, átið og gleðin hafði tekið sinn tíma. SEG vissi að jólin liðu þann- ig, en jeg ljet mjer á sama standa um dagatalið. Jeg gat komist að því hvaða mánaðar- dagur og vikudagur var þegar jeg kom heim. Hjer var jeg í straumi lífsins, hjer voru heil- brigðar sálir í hraustum líköm- um, gott fólk í dásamlegri nátt- úru. Það verður ekki sjeð að prestar og prjedikanir hafi bæt- andi áhrif á heiminn. En hjer var miðdepill vetrarfagnaðar. Móðir hafsins hafði sent oss hinn mikla mat. Hún á heima á sjávarbotni þar sem dýpst er. Hún hafði sent oss af auðlegð sinni 14 hvali, og hún krefst aldrei þakklætis nje dýrkunar fyrir gjafir sínar. Allir virða hana og óttast. Og nú var það skylda vor að gera boð til ann- ara bústaða, bjóða fólki heim, og eyða tímanum við trumbu- slátt og sagnir, og þó sjerstak- lega við át. Fáum dögum seinna lagði jeg á stað með sleðann hlaðinn af hval og náhvalstönnum. Og endurminningin um þessi jól, þar sem hver mínúta var lof- gjörð til gleðinnar og fögnuður yfir lífinu, mun mjer verða minnisstæð til dauðadags. Árni Óla þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.