Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1935, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 399 OOOOOOOOOOO<OOOOOO<OOOOO<OOOOOOOOOOOOOOO fflndvaka. 1 hugans djúpi æstar öldur rísa, þar æða stormar þögla vökunótt, er bergmál dagsins böliþrungin lýsa þeim blindingsleik er kvelur jarðardrótt. Þá leita öfl að merki er vísi veginn, og vitar leiftra í gegnum næturhregg. En sönnun reynist ráðaleysi slegin, sem rishátt brim við svartan hamravegg. Hvar finnast rök er fulla úrlausn veiti, og fram úr myrkri bendi þreyttri sál; er hismi og sora í brjósti mannsins breyti í bróðurþel og einlægt hjartans mál? Hver skilur tilgang sjúkdóma og sorgar? Hve sýnist hart að líf gegn lífi berst; að sigurgleði böl og dauði borgar, að blómið vex og undir hæli merst.--- Jeg heyri rödd í hjarta mínu bærast, jeg hlusta í þögn, og veðurgnýrinn flýr, og vinarorðin koma er hljóma kærast: í kærleikanum sigur lífsins býr. Þau koma í augum ástvinanna minna, í elsku þeirra, brosi og fórnarlund. Þau.koma, koma í tónum trúarinnar, ^ í töfrasöng og hljóðri bænarstund. — 0 Maríus Ólafsson. Y Ooooooooooooooooooooooooooooooooooooo hún þekti engan mann jafn nærgætinn. En hún var þó ekki eign hans, enda þótt hún væri fátæk og umkomulaus stúlka. Það var hinn gamli ættarmetn- aður, sem kom upp í henni. Og þótt hún iðraðist þess nú, fanst henni samt að hann hefði getað beðið sín eftir gömlum og góð- um sið. Um dagmál komst fólkið út. Hvert á eftir öðru skreiddist það upp úr snjógöngunum og svipaðist um. Það var ófögur sjón, sem við augum blasti. Snjóflóðið hafði farið yfir alt túnið og langt niður í dal. En nú var ekki tími til að hugsa um það. Enginn mátti unna sjer hvíldar fyr en hest- húsið var fundið og grafið upp. Menn voru ekki á sama máli um það, hvar hesthússins væri að leita. Það var heldur ekki gott að segja það með vissu, þegar menn urðu að fara eftir minni, því að snjóflóðið hafði skeflt yfir alt, hóla og lautir. Það var áreiðanlega hrein til- viljun ef þeir skyldi rekast á húsið þar sem þeir byrjuðu að grafa. En eftir ýmsar bollalegg- ingar fram og aftur kom þeim þó saman um hvar þeir skyldi reyna að finna húsið. Og þar grófu þeir djúpar grafir í fönn- ina með stuttu millibili. BFTIR nokkra stund kom til þeirra hópur manna af öðrum bæjum með rekur og járnkarla. Fyrst óskaði hver öðrum gleðilegra jóla. Svo var talað um snjóflóðið. Gestirnir fengu hressingu af heimabrugg- inu, og svo tóku allir til starfa. Þeir höfðu unnið þama all- lengi og margar grafirnar voru orðnar djúpar og stórar. Þá kom alt í einu reka upp úr skaflinum skamt þaðan. Lína rak upp óp og allir stukku upp úr gröfunum og spurðu hvað gengi á. En þá sáu þeir líka rekuna; henni var snúið og ó- sýnilegar hendur drógu hana niður í skaflinn aftur. Og rjett á eftir stakk dökkhærður mað- ur kollinum upp um gatið, sem rekan hafði gert. Hann horfði í kring um sig, en dagsbirtan blindaði hann. Svo sá hann fólk- ið, sem glápti undrandi á. Þá rak hann upp hlátur og braust upp úr skaflinum. — Komdu með flöskuna, Lína, þetta hefir verið ljóta gamanið. Það var ekki fyr en menn- irnir sáu að hann saup á flösk- unni að þeir áttuðu sig, og hróp- uðu dynjandi húrra. Ásmundur á Klettum gekk fram og faðmaði son sinn að sjer. Hann táraðist af fögnuði. Þau Lína hjálpuðu Bárði á fæt- ur, því að hann var enn nokkuð stirður. * * * 3|g|SKÖMMU seinna sátu þau Bárður og Lína tvö ein í litla loftherberginu hans. — Þú hefir átt óskemtilega jólanótt, veslingur, sagði hún og strauk blíðlega um kinn hans. — Skyldi þjer hafa liðið bet- ur?, mælti hann gletnislega. Og á jeg að segja þjer hvað jeg var altaf að hugsa um á meðan jeg var að grafa mig upp úr fönninni í nótt? Jeg vann þess dýran eið, að kæmist jeg lífs af og hitti þig lifandi, þá skyldi jeg ekki vera í þessari óvissu lengur. Þú hefir ekki verið vin- gjarnleg við mig upp á síðkast- ið, en þó hefir mjer altaf fund- ist að þjer þætti vænt um mig. Og þess vegna verðurðu nú að svara hispurslaust því, sem jeg spyr þig um: Viltu verða kon- an mín, Lína? Jeg skal reyna að vera þjer altaf góður — eins góður og jeg get verið. — Já, já, já, fyrst þú hefir hug til að bera upp bónorðið, þá skal jeg segja þjer, að jeg elska þig af öllu hjarta. Um kvöldið var haldin trú- lofunarveisla á Klettum. Þá höfðu vinnumennirnir grafið göng niður að heimabrugginu, og það varð meiri fögnuður í bænum en nokkur mundi eftir. Árni Óla þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.