Tíminn - 14.04.1966, Page 14

Tíminn - 14.04.1966, Page 14
FIMMTUDAGUR 14. apríl 1966 TÍMINN FÓSTBRÆÐUR Framhald af bls. 9. Sigfús Einarsson, Þórarinn Jóns son, Pál ísólflsson og Sigurð Þórð arson. Eftir erlenda höfunda syng ur tórinn m. a. lög eftir Sohu- bert, Sdhumann, Jarnefelt og Erik Bergman. Einsöngvarar með kórnum eru að þessu sinni Erlingur Vigfússon, Kristinn Hallsson og Sigurður Bjömsson, en þeir eru allir fyrr- verandi kórfélagar. Þeir Erlingur og Sigurður koma heim frá Þýzka landi gagngert vegna afmælis Fóst bræðra. — Undirleik á samsöngv unuim annast Carl Billioh, að vanda. Árið 1959 var stofnað félagið ,,Gamlir Fóstbræður", en það er, eins og nafnið bendir til, vettvang ur eldri félaga, sem hætt hafa þátt töku í hinum starfandi kór um lengri eða skemmri tíma. „Gamlir Fóstbræður“ bætast nú í hóp hinna starfandi félaga sinna og verður síðasti hluti söngskrár innar fluttur af nærfellt 100 manna kór. í þeim hópi eru m. a. 8 núlifandi stofnendur Karlakórs K.F.U.M., sem tóku þátt í fyrsta samsöng hans í Bárubúð vorið 1917. Þessir menn eru: Bjarni Nik ulásson, vélsstjóri, Gísli Sigurðs son rakarameistari, Hafliði Helga son prentsmiðjustjóri, Hallur Þor leifsson aðalbókari, Helgi Sigurðs son húsgagnabólstrari, Ludvig C. Magnúisson endurskoðandi, Magn ús Guðbrandsson fulltrúi og Sæ- mundur Runólfsson innheimtumað ur. í undirbúningi er útgáfa ýtar legs og vandaðs afmælisrits Fóst- bræðra, sem þeir Haraldur Ilann esson hagfræðingur og Jón Þórar insson tónskáld munu hafa mest an veg og vanda af. \ Skortur á hentugu húsnæði til æfinga og félagsstarfsemi hefur löngum verið kómum til mikils baga, en vonir standa til að úr þeim vanda rætist í náinni fram- tíð: Borgarráð Reykjavíkur út- hlutaði kórnum fyrir nokkru bygg ingarlóð á horni Langholtsvegar og Drekavogs, þar sem Fóstbræður áforma að reisa stórhýsi í félagi við fleiri aðila, og tryggja sér þar með húsnæði fyrir félagsheim ili, er fullnægi þörfum kórsins um langa framtíð. Byrjunarframikvæmdir við bygg ingu húss þessa munu að öllu for fallalausu hefjast innan fárra vikna. Stjórn núverandi karlakórsins Fóstbræðra skipa Þorsteinn Helga son formaður, Árni Sveinsson vara formaður, Magnús Guðmundsson ritari, Jóhann Guðmundsson gjald keri. En í sjijórn Gamalla Fóst- bræðra eru Ágúst Bjarnason for- maður, Ásgeir Hallsson, Friðrik Eyfjörð, Sigurður Haraldsson og Sigurður Waage. Tveir erlendir karlakórar senda fulltrúa til að færa Fóstbræðrum árnaðaróskir og vera við 50 ára hátíðahöldin. Frá Noregi kem ur Nils Tönnesen formaður Nor ges Landsangerforbund, en frá Finnlandi kemur Gunnar Feter- ley, einn úr hinum fræga karla kór Muntra Musikanter. Báðir koma þeir hingað í fylgd með eigin konum sínum. G. B. ÞAKKARÁVÖRP Innilega þakka ég öllum, sem með heimsóknum, skeytum og gjöfum glöddu mig á 80 ára afmæli mínu þánn 31. marz s.l. Guð blessi ykkur öll. Ingibjörg Björnsdóttir frá Gottorp. 'Faðlr og tengdafaðir okkar, Kjartan Stefánsson Flagbjarnarholti, Landssveit verður jarðsunginn laugardaginn 16. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 12,30, jarð sett verður að Skarði kl. 2 s. d. Bilferð verður frá Umferðamiðstöðinni kl. 9,30 árdegis. Börn og tengdabörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð í veikindum og við andlát og jarðarför móður mlnnar, Hildar Guðmundsdóttur Sunnuhvoli, Eyrarbakka. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Eiríkur J. Eiríksson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för Eiríks Sigurðssonar Mófellsstaðakoti, Skorradal Jónína Magnúsdóttir og dætur. Maðurinn minn, Einar Jónsson sem andaðist 9. apríl verður jarðsunginn laugardaginn 16. aprll frá Saurbæjarkirkju Hvalf jarðarströnd. Elín Jakobsdóttir, Syðri-Reykjum. Útför mannsins míns Björns Þorgrímssonar Grettisgötu 67, verður gerð frá Dómkirkjunni föstudaginn 15. aprfl klukkan 1,30. Marta Valgerður Jónsdóttir. SUNDLAUG Framhald af bls. 16. Síðan hafa margir látið fé af hendi rakna. Sundlaugasjóðurinn hefur látið búa til gjafabréf, sem myndin hér við sýnir. Gjafabréf sjóðsins eru seld á skrifstofu Styrktarfélags vangefinna Laugavegi 11, á Thor- valdsensbazar í Austurstræti og í bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli. Nýlega hefur stjórn Sundlauga- sjóðs Skálatúnsheimilisins móttek- ið eftirfarandi gjafir og áhet: Áheit frá Akranesi kr. 5 þúsund. Minningargjöf frá Stykkishólmi um hjónin Hjörtfríði Elíasdóttur og Guðmund Bjarnason. 5.000.00. Gjöf frá GG 20000,00 Gjöf frá starfsfólki Loranstöðvarinnar Snæ fellsnesi 2300,00. Áheit frá Magn- úsi Þórarinssyni, m.b. Andra Kefla vík, 2500,00. Gjöf frá Halldóri B. Ólas. 4.000,00 Gjöf frá A 2500,00. Ásamt fjölmörgum öðr- um gjöfum og áheitum Stjórn sjóðsins þakkar innilega hinum mörgu aðilum, sem stutt hafa málefnið VILJA KAUPA .... Framhald af bls. 1. sveit, send til eyjunnar, og er það í fyrsta sinn sem her Ástralíu kemur þangað. Fulltrúi Ástralíu- stjórnar á staðnum hefur lagt áherzlu á, að ekki sé ætlunin að kúga íbúa eyjunnar, heldur ein- ungis „að sína fánann“ eins og það var orðað. FLUGVÉL L Framhald af bls. 16. Verð vélarinnar verður tiltölu- lega lágt af þeirri ástæðu, að hún hefur hreyfla samsvarandi og not aðir eru á DC6 B, en nóg er til af slíkum hreyflum og varahlutum í þá. Gert er ráð fyrir að fyrstu vél- arnar verði seldar á næsta ári, en Kanadamenn hafa þegar pantað 30 slíkar vélar og franska stjórnin 10. Hér á landi gæti þessi flugvéla- tegund komið að góðum notum, t.d. í flugi til Vestfjarða og af- skekktra staða víða um land. KAUPMAÐURINN Framhald af bls. 2 isdaga, og verði þá verzlanirnar að uppfylla viss skilyrði. Brjóti leyf ishafi samþykktina eða skilyrði, sem borgarráð, heilbrigðisnefnd og lögreglustjóri setja fyrir leyfi, hef ur borgarráð heimild til þess að svipta leyfishafa leyfinu, enda hafi hann ekki látið segjast við aðvör un. í endurriti úr dómabók segir: „Borgarlögmaður hefur lýst yfir því, að honum vitanlega hafi ákærður ekki brotið gegn ákvæð um þessum, enda afturköllunin ekki verið byggð á því.“ Þá seg- ir ennfremur í dómabókinni: „Þeg ar framan talin atriði eru virt og með hliðsjón af málsatvikum í heild, verður litið svo á, að ákær um hafi verið heimil sölustarfsemi sú, sem í ákærunni greinir. Ber því að sýkna hann af brotum gegn 2. gr. o. s. frv.“ Hinn ákærði var fundinn sekur um að hafa rofið innsigli á dyr um verzlunarinnar, en hefur borið fram nokkrar ástæður til þess að það var gert. M. a. að ekki hafi verið hægt að komast inn í verzl unina til þess að ganga frá og fl. „Með vísan til framburðar ákærðs og málsatvika í heild, þykir rétt samkvæmt 3. tl. 74. gr. sömu laga að ákveða, að refsins hans skuli falla niður". Dómsorð eru að lokum þessi: Refsins ákærðs, Sigurións Sigurðs sonar, skal niður falla. Ákærður greiði allan sakarkostnað. Dómin um ber að fullnægja með aðför að lögum. Dóminn kvað upp Ármann Kristinsson sakadómari. BÚDDATRÚARMENN Framhald at Ols l - og vistir verið sendir frá N-Víet- nam tjl skæruliða Vietcong. Til- kynnti flugmaðUrihn á vélinni, að loftárásir, sem bandarískar B-52 sprengjuflugvélar gerðu á leið þessari í gær, hefðu lokað henni algerlega. Virtist svo, sem heilt fjall hefði hrunið niður í gilið, að sögn%flugmannsins. TASS, fréttastofa Sovétríkjanna sagði í dag, að árásir Bandaríkj- anna með B-52 á staði í Norður- Víetnam, væru „villimannslegar,“ og „ný, alvaílega árásaraðgerð." Sagði fréttastofan, að frekari út- víkkun styrjaldarinnar af hálfu Bandaríkjanna myndi leiða til þess, að Sovétríkin, og önnur kommúnistaríki, myndi auka stuðning sinn við Víetnam. AFLABRÖGÐ Framhald af bls. 16. ir í mánuðinum. Heildaraflinn er nú orðinn 938 lestr. í Arnarfirði stunda 5 Bíldudalsbátar rækjuveiði og er heildarafli þeirra orðinn 176 lestir, en 74 lestir hafa borizt á land á Hólmavík og Drangsnesi. FLENSAN GEISAR Framhald af bls. 1. Norðurlöndunum fyrr í vet ur og þá var getið um í fréttum. Bæta hefur orðið læknum á vaktir á lækna- varðstofunni, þar sem vakt hafandi læknar hafa ckki annað öllum þeim útköllum sem komið hafa. Bjöm Önundarson iagði sérstaka áherzlu á, að fólk skyldi fara vel með sig eft ir að það hefur legið í ílens unni, því að fylgikvillar hennar eru ekki síður alvar legir en hún sjálf. FRÁ ALÞINGI Framhald af bls. 7 þetta mál á þann veg og hafa þar sama hátt á og aðrar þjóðir, sem hafa erlendan her í landi sinu. Ég hef trú á því, sagði Ey- steinn, að við séum menn til að reka gott og myndarlegt íslenzkt sjónvarp með innlendu efni og erlendu, því auðvitað eigum við að hafa erlent efni, sem við velj- um sjálfir — ég er sízt á móti erlendu efni, en það gerir enginn það samtímis að fylgjast með ís- lenzkum málefnum og hrærast í menningarumhverfi Keflavíkur- sjónvarpsins. Sjónvarpið er mikil-/ vægt heimilistæki, sem flytur efni sitt inn á heimilin á hverju kvöldi og það er fráleitt að líkja því ^aman við erlendar kvikmyndir í kvikmyndahúsum hér. Þá fór Eysteinn um það nokkr- um orðum, hve fráleitt það væri, að kalla það frelsisskerðingu, ef hermannasjónvarpið yrði takmark að við herstöðina. Þar ' væri um mikinn misskilning að ræða. Sagð- ist hann ekki gera ráð fyrir, að menn mundu kalla það frelsis- skerðingu, að leyfa ekki íslend- ingum að flykkjast á skemmtan- ir og þess háttar í herstöðinni og allir virðast sammála um að æski- legast sé að við höldum herlifinu sem mest sér og þjóðlífinu sér og sjónvarpsmálið er einmitt grundvallarmál í því sambandi. Ríkisvaldið hefur í öllum lönd- um hönd í bagga með sjónvarps- rekstri og ekki getur hver sem er hlaupið til að efna til sjón- varps og kallar enginn það þó frelsisskerðingu. Eysteinn sagði, að lokum, að ef þetta mál yrði ekki leyst nú með tilkomu íslenzks sjónvarps og tak mörkun hermannasjónvarpsins myndi það verða látlaus ásteit- ingarsteinn og hörku deilumál og því Þrándur í Götu góðrar sam- búðar Bandaríkjanna og íslands. Þegar íslenzkt sjónvarp tekur til starfa er tækifærið að leysa mál- ið og kvaðst Eysteinn treysta því að um þá lausn gæti orðið sem víðtækust samstaða. Ennfremur töluðu þeir Ragnar Arndalds og Guðlaugur Gíslason. M. a. sagðist Guðlaugur vera eini þingmaðurinn, sem opinberlega hefði tekið hreina afstöðu í mál- inu. Hann lagðist gegn tillögunni og taldi, að í henni fælist frelsis- skerðing. Gylfi Þ. Gíslason, menntamála- ráðherra, sat sem fastast og þagði, þrátt fyrir frýjunarorð Ragnars Arnalds. Umræðunni var lokið, en at- kvæðagreiðsla um að vísa því til nefndar var frestað. LANDSBYGGÐIN Framhald af bls. 2 harðan gaddasnjó. Allt var orðið á kafi og ófært yfirferðar nema á skíðum. Erfitt var um alla aðdrætti þar sem snjór og stormar hindruðu flutninga á landi og sjó. Á miðvikudag fyrir páska hægði og birti upp. Síðan hefur verið stiRt hæg- viðri, þokuloft, hlýmolla um daga, en frost um nætur. Snjór inn hefur sigið nokkuð og færð batnað. Hvergi sér þó á auða jörð, og allt er hvítt frá fjöru til fjallatinda. Eftir langan og stormasaman vetur vonum við og vorblíða sé senn í nánd. Heilsufar er gott, nema kíg- hósti hefur borizt hingað og gengur á nokkrum bæjinn. Land undir elliheimíli SG-Þykkvabæ, miðvikudag. Þorgils Jónsson, bóndi á Ægissíðu, hefur boðizt til þess að gefa sýslunni eða læknis- héraði Hellu land fyrir elli- heimili, ef reist verði. Er land það, sem Þorgils býður, 5 hektarar að stærð og í því er uppsprettulind, svo ekki þarf að kvíða vatnsleysi þar. Ekki hefur enn komið til tals að reisa elliheimili á þessum stað, en hin höfðing- lega gjöf Þorgils verður e. t. v. til þess að ýta undir umræð ur um þessi mál. Góður afli Stokkseyr- arbáta Stokkseyri, þriðjudag. Betzu afladagar á vertíðinni voru um bænadagana. Á skír diag bárust um 100 tonn, 100 tonn laugard. f. páska, 85 tonn á 2. páskadag. 5 bátar stunda veiðar héðan. EKCO SJÓNVARPSTÆKIÐ STAÐGREIÐSLUKJOR. OOF&S3J Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, EKCO-SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.