Tíminn - 14.04.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.04.1966, Blaðsíða 9
: llifií. : : : ' ■ ' ■ 'V; ■ : : Fóstbræður, elzta söngfélag landsins, 50 ára: SUNGU FYRST í BÁRUBÚÐ, SÍÐAN í SEX SÖNGFERÐIR TIL ÚTLANDA Sá kór, er á að baki lengsta samfellda starfssögu íslenzkra bóra, Karlakórinn Fóstbræður, minnist hálfrar aldar afmælis síns með samsön'gvuim í Austurbæjar bíói sunnudaginn 17., mánudaginn 18. og þriðjudaginn 19. þ. m. En raunar hefst afmælisrátíðin með sérstökum einsöngvara-konsert í Austurbæjarbíói laugardaginn 16. apríl, svo sem nánar greinir frá í annarri fregn hér í blaðinu í gær. En síðasta vetrardag verður loks afmælisins minnzt með veg- legu hófi að Hótel Sögu. Eins og mörgum mun kunnugt, rekur Karlakórinn Fótsbræður upphaf sitt til Kristilegs félags ungra manna í Reykjavík, og bar nafnið „Karlakór K.F.TJ.M." fram til ársins 1936, en tildrögin að stofnun kórsins voru f fáum orðum þesisi: Innan K.F.U.M. var töiuvert sönglíf og voru þar margir góðir raddmenn. Fjórir þeirra stofnuðu kvartett á árunum 1909—19.10, og skyldi hann einkum syngja liinum yngri félögum K.F.U.M. til skemmtunar. Kvartettsöngvarar þessir voru þeir Sigurbjörn Þor- kelsson, síðar kaupmaður í Vísi, Karlakórinn FóstbræSur, fremst sitja einsöngvarar, undirleikarl og söngstjóri, Erlingur Vlgfússon (tenór), Carl Billich píanóleikari, Ragnar Björnsson stjórnandi og Kristinn Haltsson (bassi). Loftur Guðmundsson, síðar ljós- myndari, Stefán Ólafsson, síðar vatnsveitustjóri á Akureyri og Hallur Þorleifsson aðalbókari, hinn kunni karlakórsmaður og söngstjóri. — Fyrirmyndin að þessari kvartettstofnun var hins vegar kvartettinn „Fóstbræður", sem áður hafði haldið uppi söng starfsemi í Reykjavík við miklar vinsældir. En árið 1911 var stofnað söng Útlitsteikning af fyrirhuguðu félagsheimili Fóstbræðra á horni Langholtsvegar og Drekavogar. félag innan K.F.U.M. og starfaði það þar til í lo-k árs 1915 Þetta söngfélag starfaði eingöngu ínnan vébanda K.F.U.M. og voru stjórn endur þess á víxl þeir Halldór Jónsson cand. phil., Hallgrímur Þorsteinsson og Jón Snædal. Það stóð þessu söngfélagi mest fyrir þrifum, að það fékk aldrei fasran söngstjóra. Það lagðist því niður í árslok 1915, sem fyrr segir. en ýmsir félagsmenn vildu fyrir hvern mun koma á fót nýjum kór og fá'fastan söngstjóra. Þeir menn, sem einkum beittu sér fyrir stofn un kórsins voru þeir Hallur Þor leifsson, Hafliði Helgason og Jón Guðmundsson. Á árinu 1916 fóru þeir þess á leit við Jón Halldórs- son, bankagjaldkera, að hann tæki að sér að stjórna nýjum söng- flojcki. og lofaði hann að taka þetta að sér til bráðabirgða i 1 ár. Var nú leitað til líklegra söng manna. bæði úr hinu gamla fé- lagi og annarra og gekk það að óskum. Félagið var stofnað og fyrsti foxmaður þess kjörinn Vig- fús Guðbrandsson klæðskerameist ari, ritari Haraldur Sigurðsson verzlunaranaður og gjaldkeri Guð mundur Bjarnason klæðskera- meistari. Kórinn var eingöngu síkipaður mönnum, sem voru fé- lagar í K.F.U.M. og var í fyrstu til þess ætlazt, að ekki yrðu aðrir í félaginu en K.F.U.M.-menn. Þetta breyttist þó fljótlega, eða árið 1924, en þá heimilaði framkvæmda stjóri K.F.U.M. að aðrir mættu í kórnum vera en innanfélagsmenn, þótt hann bæri þetta nafn. Tengsl in við K.F.U.M. rofnuðu að fuilu árið 1936, er nafni kórsins var breytt í „Karlakórinn Fóstbræð- ur“. Þessi þróun var mjöð eðlileg vegna þeirrar stefnu, sem kór- starfsemin tók snemma, sem sé að efna til opinberra söngskemmt ana í Reykjavík. Kórstarfsemin fjarlægðist því fljótt hið uppruna lega markmið, að vera til gleð- skapar innan eins ákveðins fé- lagssikapar, en vildi hins vegar leitast við að skemmta öllum bæj- arbúum höfuðstaðarins með árleg- um söngskemmtunum. Það mun ekki sízt hafa verið vilji söng stjórans, Jóns Halldórssonar, að keppt yrði að því að halda uppi góðum kórsöng fyrir almennin-g, og fór svo, að þegar vorið eftir stofnun kórsins, eða hinn 25. marz 1917, var söngskemmtun haldin f Bárubúð. Síðan hefur kórinn starfað óslitið og haldið opinbera sam söngva í Reykjavík á hverju ári, en auk þess farið fjölda söng- ferða innanlands og sex sinnum til útlanda, seinast til Finnlands og Sovétríkjanna haustið 1961. — Enn má þess geta hér, að fyrsta hljóðritun með söng bórsins var gerð árið 1929, og mun vera hin elzta sinnar tegundar hér á landi. Söngmenn úr Fóstbræðrum tóku þátt í fyrstu óperu- og óperettu- sýningum Þjóðleikhússins, „Rigo letto“ og „Leðurblökunni". Þá tóku Fóstbræður og þátt í flutningi óperunnar „II Trovatore" árið 1956. Tvívegis hefur kórinn komið fram á tónleikum Sinfóníuhljóm sveitar íslands. í fyrra sinnið í febrúar 1963, er flutt var „Völu- spá“ eftir J. P. E. Hartmann, und ir stjóm Ragnars Björnssonar. En á sinfóníuhljómleikum í Háskóla bíói hinn 24. marz s. 1. fluttu Fóstbræður ásamt hljómsveitinni „Stríðsmessu" eftir B. Martinu, undir stjóm Bohdan Wodiczko. Sem fyrr getur, er aldur kórsins talinn frá árinu 1916, er Jón Halldórsson tók að sér söngstjórn hans. Jón stýrði síðan kómum við mikinn orðstír f samfleytt 34 ár, eða fram til ársins 1950. Verð ur Jóns Halldórssonar æfinlega minnzt sem einhvers glæsilegasta og mikilhæfasta stjómanda, sem starfað hefur að söngstjórn hér á landi. Er Jón Halldórsson lét af stjórn Fóstbræðra árið 1950, þá rúmlega sextugur að aldri, tók við söng stjórninni Jón Þórarinsson tón- skáld. Stýrði hann kórnum í 4 ár, og var m. a. stjórnandi hans í mikilli söngför til meginlands Evrópu og Bretlands, sem farin var haustið 1954. Frá árinu 1955 hefur Ragnar Björnsson verið söngstjóri kórsins, þar til nú í vetur, er hann dvelst ytra við framhaldsnám, en Jón Þórarinsson tók þá söngstjómina að sér öðru sinni, og er hann aðal stjórnandi kórsins á afmælissam- söngvunum. Ragnar Björnsson hef ur þó skroppið hingað heim í 111 efni af afmælinu og mun hann stjórna hluta söngskrárinnar. m. a. nýju lagi eftir sig sjálfan. Þá verður og frumflutt nýtt lag eftir Jón Þórarinsson, undir stjórn höfundar. Af öðru íslenzku efni á söngskránni má nefna lög eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Framhald á 14. sfðu. FIMMTUDAGUR 14. aprfl 1966 Gamlir FóstbræSur eftir æfíngu fyrir 50 ára afmælið. Þeirra á meSal eru nokkrir af stofnendunum. En víðfrægastur í þessum hópi mun vcra Einar Kristjánsson óperusöngvari, sem syngur 2. tenór á afmælistónleikunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.