Tíminn - 14.04.1966, Síða 5

Tíminn - 14.04.1966, Síða 5
FIMMTUDAGUIt 14. apríl 1966 Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. .lón Helgason oa Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsinggstj.. SteingrlmuT Gíslason Ritst.j.skrifstofur t Eddu húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 95.00 á man tnnanlands — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDOA hi. Vörn hinna seku Það er venja þeirra, sem standa höllum fæti í ein- hverju máli að koma því orði á andstæðinga sína, ao þeir séu jafnsekir sjálfir. Það sýnir vel málefnalega upp- gjöf þeirra ál-manna, að þeir beita orðið ákaft þessari aðferð. * Síðan umræður hófust um sjálfan álsamninginn hefur gagnrýni Ólafs Jóhannessonar á gerðardómsákvæði samningsins vakið langmesta athygli. Forsvarsmenn samningsins hafa átt langerfiðast með að mæta henni. Því hafa þeir gripið til hinnar gömlu aðferðar, sem áður er nefnd. Við 1. umræðu um samninginn í neðri deild reyndi Jóhann Hafstein að hafa sér það einna helzt til af- sökunar, að gerðardómsákvæðin hafi á sínum tíma verið borin undir Ólaf Jóhannesson sem fögfróðan mann og hann ekkert haft við þau að athuga. Þar sem Ólafur á ekki sæti í neðri deild og gat þvi ekki svarað Jóhanni þar hafði Eysteinn Jónsson þau ummæli eftir honum, að hann hefði aldréi komið að samningagerðinni og aldrei gefið neitt álit varðandi á'kvæði í samningunum, hvorki gerðardómsákvæði né önnur. Eftir þetta svar Eysteins minntist Jóhann ekki á þetta atriði meira. En þótt Jóhann hefði hyggindi til að láta þetta mál niður falla, hefur Mbl. það ekki. Það klippir umræddan kafla úr ræðu Jóhanns og gerir hann að forystugrein sinni í gær. Eftir það, sem hefur gerzt á Alþingi, veit Mbl. vel, að það fer með rangt mál. Það skiptir blaðið engu. Ólafur Jóhannesson hefur gagnrýnt álsamninginn málefnaiega og þegar ekki er hægt að mæta þeirri gagnrýni með rök- um, skal hann með öllum ráðum stimplaður samábyrg- ur og samseku*r, þótt það sé andstætt öllum staðreyndum. Ótrúlegt er, ef þessi málflutningur hjálpar mönnum ekki til að sjá, hver málstaður þeirra ál-manna er. Við- leitni þeiri-i til að gera Ólaf Jóhannesson að ómerkingi, mun dæma sig sjálf, því að það er jafnt viðurkennt af andstæðingum og samherjum Ólafs Jóhannessonar, að hann er allra íslenzkra stjórnmálamanna ólíklegastur til að ástunda slíka tvöfeldni og hér er reynt að bera honum á brýn. Þegar ál-menn eru farnir að svara rö’kstuddri gagnrýni á þennan veg fær þjóðin óvefengjanlega stað- festingu á því, hver málstaður þeirra raunverulega er. Einstæð niðurlæging Gott dæmi um málstað þeirra ál-manna er sú fullyrðing þeirra, að fordæmi að gerðardómsákvæði álsamnings- ins sé að finna í viðskiptasamningum íslendinga við Rússa. Öllum nema álmönnum hlýtur að vera ljós munurinn á þessu tvennu. Ákvæðið um gerðardóminn í rúss- neska viðskiptasamningnum byggist á samkomulagi milli ríkja, en í álsamningnum er annar aðilinn einkafyrir- tæki. Algengt er, að ríki semji um gerðardóma, en hitt er óþektk fyrirbrigði, a.m.k. í Evrópu, að ríkji semji við einkafyrirtæki um slíka málsmeðferð. Samkvæmt álsamningnum fær fyrirtæki, sem á að teljast íslenzkt og lúta íslenzkum lögum, að sniðganga ís- lenzka dómstóla og skjóta ágreiningsmálum til erlends gerðardóms hvenær sem þvi þóknast. Enn hafa ál-menn ekki getað bent á, að nokkurt siðmenntað ríki hafi niður- lægt réttarfar sitt með því að fallast á slíkt. í þessu felst að álsamningurinn á engan sinn líka, að endemum. TÍMINN 5 JAMES RESTON: Litríkasti og lífmesti persónu- leiki í höfuðborg Bandaríkjanna Dean Acheson er enn djarfasti hugsuðurinn í Waihington DEAN G. ACHESON fyrrver- andi utanríkisráðherra er um þessar mundir litríkasti eg líf- mesti persónuleikinn í Wash- ington, að undanteknum for- setanum sjálfum. Acheson er nú að verða 73 ára. Hann er virkasti, skemimtilegasti og bar áttuglaðasti maðurinn í borg inni, Skáldið meðal vélgæzlu mannanna, trúmaður meðal íor tryggjenda og má heita síðasti samtíðarmaðurinn, sem trúir, að saga og afl eigi framtíð fyrir sér. Dean Acheson er tákn um kaldhæðni nútímans. Frjáls- lyndir svívirtu hann, þegar hann yfirgaf Franklín Roose- velt og sagði af sér í fjármála (ráðuneytinu vegna ágreinings um stefnu í peningamálum snemma á dögum „hinnar nýju gjafar spilanna" (New Deal). Hann var reginþorpari í augum íhaldssamra manna, þegar Íhann snérist gegn „keisara- stefnu" MacArthurs hershöfð ingja í Kóreustríðinu. Hann var fordæmdur, þegar hann lét í ljós þá skoðun, að virkt afl Bandaríkjamanna kæani að beztu haldi utan meginlands As íu, eða þar scm flughers og herskipaflota nyti að fullu við í opnu lofti og á opnu hafi. En hver treystir sér nú til að vitna gegn honum, eftir það, sem gerzt hefir í Víetnam. ACHESON stuðlaði meira að því en nokkur annar maður að Bandaríkjamönnum auðnaðist að endurreisa Evrópu og stofna Atlantshafsbandalagið. Hann mun sjálfur andmæla þessu, en Marshall-áætlunin hefði frem ur átt að heita Acheson-áætlun en nokkru öðru nafni. Hann var langsamlega hollasti sam starfsmaður Trumans, og voru þeir þó margir dyggir, og ó- haggað stendur, að Acheson stóð að baki hinnar merkilegu og árangursríku stefnu Tru mans í utanríkismálum og Tru man forseti yrði manna fyrst ur til að viðurkenna það. Margir samtímamenn Ache sons munu vera á öðru máli í þessu efni, en einkum þó að því er varðar aðferðir hans. Hann er ekki mjúklátur mað- ur, en hann er maður. Hann seg ir það, sem honum býr í brjósti, en það er um þessar mundir í senn djarflegt og gamaldags hér í Washington. Acheson er óljúft að þurfa að umbera kjána, en það er fremur óþægi legt í höfuðborg, sem sízt verð ur uppiskroppa með þá. Þessi eiginleiki gerði Ache son að mun erfiðara fyrir. Þeg ar hann átti í höggi við ógreinda þingmenn, átti hann afar bágt með að gera sér glögga grein fyrir þeim við- kvsemu og skynsömu þegnum, sem þingmaðurinn fór óneitan lega með umboð fyrir. Og Achp son hefir oft verið miður göfug lyndur í garð annarra manna, sem voru að reyna að komast til botns í utanríkismálum okk Dean Acheson ar og greiða úr flækjunum, — svo sem Dean Rusk, sem varð utanríkisráðherra samkvæmt hans eigin tillögum, Bill Ful- bright, Adlai Stevenson, Mc George Bundy og Walter Lipp mann, — og hann hafnaði oft áliti þeirra með hinn mestu málsnilld og fyrirlitningu. EN MENNIRNIR, sem orðið hafa fyrir hæðnisskeytum hans, verða engu að síður að glíma við hugmyndir hans. Að hans áliti stafa erfiðleikar okk ar Bandaríkjamanna í Evrópu ekki af því, að okkur hafi mis- tekizt, heldur hinu, að okkur hafi tekizt betur að endurreisa Evrópu og stemma stigu við framrás Rússa en okkur dreymdi sjálfa um. Acheson trú ir á máttinn og er þeirrar skoð unar, að meginvettvangur vand ans sé hvorki í Afríku, Asíu né Suður-Ameríku, heldur við Atl antshafið norðanvert. í nýútkomnu hefti „Foreign Affairs" kemst hann m. a. þann ig að orði: Johnson — leitar oft ráða Achesons, en fer ekki eftir þeim, nema stund um. „Meðal þeirra, sem tala og rita um bandarísk utanríkis- mál, mun ég vera einn um þá skoðun, að erfiðleikarnir, sem að Atlantshafsbandalaginu steðja nú, stafi hvorki af van kunnáttu, vanfærni eða mis- tökum okkar Bandaríkja- manna. Ekki svo að skilja, að ríkisstjórnum okkar hafi ekki orðið á mistök eftir að stríðinu lauk. Mistökin hafa bæði verið mörg og stór, en erfiðleikar oikk ar stafa ekki af þeim. Þeir eru miklu fremur afleiðing af því, hve stefna okkar hefir lánazt vel, auk makræðisáhrifa vel- megunarinnar. Við þetta bæt ist að vísu nokkur óheppni að því er varðar endurhvarf de Gaulles til fornra viðhorfa á hinum óheppilegasta tíma og áhrifamátt þess á þróun mála í Evrópu, einmitt þegar hún er heillavænlegri en hún hefir nokkru sinni verið síðan á miðöldum.“ Um það skal ekki fullyrt, hvort Dean Acheson hafi þarna á réttu að standa, eða honum skjátlist. Hitt er aðalatriðið, að hér í WaShington má hann heita síðasti andans maðurinn, sem segir blátt áfram eins og hon- um finnst vera, og segir það skýrt, skorinort og með á- kefð og snilli. ACHESON er nú að verða 73 ára, eins og áður er sagt, og því vaxinn upp úr framagirn- inni. Leiti forsetinn ráða hjá honum, eins og oft ber við, er honum það að sjálfsögðu á- nægjuefni og þykir heiður að því. En hafni forsetinn ráð um hans, eins og ærið oft hend ir, snýr Adheson sér aðeins aftur að lögfræðinni, húsgagna smíðinni, georgíunum og rit störfunum. Hann verður hvorki hryggur né reiður. Acheson smíðar húsgögn á búgarði sínum í Sandy Spring og gefur sjálfur á því þá skýr ingu, að borði sé til dæmis allt öðru vísi farið en stefnu f utan ríkismálum. Ekki þurfi að bíða í 25 ár etfir að sjá, hvað úr því verði. Dean Aeheson fæst við rit- störf og hann ritar betur en nokkur maður í opinberri þjón ustu í Bandaríkjunum. Hann skrifar þó ekki um erfiðleika sína eða vanda, aðeins skemmti legar minningar. Hann er í sem fæstum orðum sagt, sáttur við lífið. Hann hefir sætt sig betur en flestir aðrir menn bæði við einkalíf sitt og starf sitt út á við. Vel má viðurkenna, að Ache son sé miskunnarlaus í gagn- rýni sinni, en í allri Washing tonborg getur ekki djarfari hugsuð, hugulsamari vin, trygg ari þjón ríkisins né betri ræðu mann. Enginn ritar betur en hann og enginn beitir snjallorð ari gagnrýni hér í þessari borg sem heita má að hætt sé að kunna skil á orðfimi, gagn- rýni og stílsnilld.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.