Tíminn - 14.04.1966, Page 11

Tíminn - 14.04.1966, Page 11
FIMMTUDAGUR 14. aprfl 1966 TÍMINN VERÐIR LAGANNA þega sem þá gengu í land af farþegaskipinu Victoria, sem komið var til'Bombay frá Genúa, voru tveir menn sem áttu eftir að valda bönkum í Indlandi og Pakistan og leyni- lögreglunni verulegum áhyggjum. Þeir voru Chan Blumen- Derg, öðru nafni Cesale, Cronfforth og Roth, og Victor Intaler. Sá síðarnefndi tók sér gistingu í hótelinu Taj Mahal og kom næsta dag í Mercantile Bank of India með kreditbréf að upphæð 81.000 dollara, sem látið var heita að útibú Bank of Montreal í New York hefði gefið út á hans nafn. Intaler kvaðst staddur á Indlandi í vörukaupaerindum, en lét þess ekki getið með hvaða vörutegund hann verzlaði. Hann lét á sér skilja að hann þyrfti til Kashmír. Hann bar svip sællegs, efnaðs útlendings, virtist dálítið sérvitur en stunda arðvænlega verzlun. Kreditbréfinu sem Intaler hafði undir höndum hafði verið framvísað í öðrum bönkum, og hann bað um og fékk 80.000 rúpíur. Degi seinna kom hann og tók út 100.000 rúpíur og síðan aðrar 100.000, svo alls náði hann í 280.000 rúpíur á þrem dögum. En þegar hér var komið gerði Intaler skyssu, máske vegna þess að velgengnin hefur verið farin að stíga honum til höfuðs. Hann kvaðst eiga von á öðru 100.000 dollara kredit- bréfi frá New York og gat þess að hann væri kominn til að kaupa baðmull. Bankastarfsmanninum sem heyrði þessi orð varð við eins og sprengd hefði verið púðurkerling við eyrað á honum. Honum var vel kunnugt um að öll meiri- háttar baðmullarviðskipti fóru fram með milligöngu banka, og óeðlilegt var að svona fjáður maður skyldi ekki gera neitt til að opna bankareikning. Intaler hafði ekki gert sér ljóst að Bombay er miðstöð baðmullarverzlunarinnar á Indlandi, svo allir sem þar fást við peningamál eru henni nákunnugir. Bankinn hóf eftirgrennslanir, og 16. júlí barst svar við fyrirspum hans til Montreal, á þá leið að kreditbréfið væri falsað. Lögreglunni var tafarlaust tilkynnt um málið. Leyni- lögreglumenn héldu rakleitt til Taj Mahal hótelsjng, en Intaler var þá farinn þaðan fyrir einum sólarhring, óvíst hvert. Lýsing á honum var samin og send út. Tvennt auðkenndi hann einkum, hann talaði með sterkum bandarisk- TOM TULLETT um hreim og gekk með stóran demantshring á litla fingri vinstri handar. Þrátt fyrir fyrirspumir í allar áttir virtist enginn hafa orðið hans var, en lögreglan vissi að honum hafði verið greitt féð í 1000 rúpía seðlum og bankinn hafði númera- röðina á þeim. Númerin vom tilkynnt bönkum í Kalkútta, Madras, Karachi og Colombo og lýsing á manninum látin fyigja. Seðlanúmerin gáfu fyrstu vísbendinguna. P og O Banking Corporation í Bombay tilkynnti að þrem seðlanna sem leit- að var hefði verið skipt þar í sterlingspund 12. júií, og sá sem það gerði kvaðst heita Blumenberg. Næsta dag hafði sami maður komið í minjagripaverzlun og tl vixlara, skipt ellefu seðlum í dollara og auk þess keypt lítið fílslíkan úr fílabeini. Fyrirspurnir í gistihúsum færðu meiri vitneskju um Blum- enberg. Hann hafði gist í Grand Hotel en farið þaðan 14. júlí, um svipað leyti og Intaler yfirgaf Taj Mahal. Auðvelt var að ganga úr skugga um að Blumenberg hafði komið með Victoria og sýnt þýzkt vegabréf, en nafn Intalers var hvergi að finna á farþegaskránni. Alþjóðalögreglan komst hins vegar að raun um það í Genúa, að næsti farseðill í númeraröðinni á eftir þeim sem Blumenberg keypti var seld- ur Tom nokkrum Ept, og lítill vafi gat leikið á að þar var kominn maðurinn sem lögreglan kannaðist við undir nafn- inu Intaler. Vandinn var að hafa upp á honum og félaga hans. Meðan indverska lögreglan leitaði þeirra, færðist vett- vangur atburðanna til Karachi, höfuðborgar Pakistans. Mað- ur að nafni David Wemborg gekk 18. júlí fyrir bankastjóra Lloyds Bank, framvísaði kreditbréfi stíluðu á nafn sitt frá Banque Commerciale de Beme með ábyrgð National City Bank of New York, að upphæð 50.500 dollarar. Wemborg fékk greiddar 20.000 rúpíur. Hann kvaðst búa á Bristol Hotel. Eins og fyrri daginn kom hann í sama banka að morgni og bað um 120.000 rúpíur í viðbót. En þá hafði bankastjór- anum þorizt aðvönm frá Mercantile Bank of India { Bombay ásamt lýsingu á Victor Iiitaler. Lögreglunni var lgerf%ið- vart, og þegar Wemborg kom beið hún ekki boðanna. Á litla ifngri vinstri handar glitraði á demantshring. Hann var hand UNG STÚLKA ÍRIGNINGU GEORGES SIMENON 31 — í fyrsta lagi er ósennilegt að hún hafi sezt við barinn. Af því að hún sá það var ekki pláss fyrir hana og allir horfðu á hana og kjólinn hennar. — En jafnvel þótt hún hafi tekið sér sæti, þá hefði hún ekki beðið um martini. Þú gerðir glappaskot, þegar þú gerðir ráð fyrir að hún mundi biðja um sama drykk og allar aðrar konur, sem koma inn á barinn. Þess vegna svaraðir þú, þegar óg spurði þi'g, hvað hún hefði drukkið: — Einn martini. — Hún drakk ekkert, viður- kenndi Albert. — Hún fór ekki heldur niður í kjallara til að lesa bréfið. í bör- um eins og þínum, þar sem altaf kemur sama fólkið er sjaldnast vísbending um hvert stiginn ligg- ur. Og þótt svo hafi verið, þá efast ég um að hún hafi búið yfir nægu hugrekki til að troðast milli hálfdrukkinna gesta alla þessa leið. — Þar að auki, hélt Maigret áfram, sögðu blöðin ekki frá úr-, slitum líkkrufningarinnar i smá- atriðum. Það var sagt að áfengi hefði fundizt í maga hinnar látnu en ekki hvaða tegund var um að ræða. Það var romm. En mart- i ini er sett saman úr gini og vermouth. Maigret var langt frá því að vera sigri hrósandi, kannski vegna þess, að hann hugsaði um Louise Laboine allan tímann. Það var eins og hann væri að tala við sjálfan sig. — Er það rétt að þú afhentir henni bréfið? — Ég afhenti henni bréf. — Þú átt við umslag? — Já. — Með óskrifuðu blaði í? — Já. — Hvenær opnaðir þú rétta bréfið? — Þegar ég var viss um að Jimmy væri farinn til Bandaríkj- anna. — Léztu einhvern fylgjast með honum til flugvallarins? — Já. — Þó vissirðu ekki enn um nvað var að ræða. — Náungi, sem nýsloppinn er úr fangelsi fer ekki að gamni sínu alla leið yfir Atlantshafið til að koma skilaboðum til ungrar sbilku þar hlýtur að vera eitthvað bak við. — Hefurðu bréfið enn? — Nei, ég brenndi því. Maigret trúði honum, þvi að hann var viss um Albert mundi ekki ómaka sig að ljúga úr því sem komið var. — Hvað stóð í bréfinu? — Eitthvað á þessa leið: „Kann ski hef ég ekki látið mér mjög annt um þig til þessa, en það var okkur báðum fyrir beztu. Dæmdu mig ekki of hart, hvað sem kann að vera sagt um mig. Hver og einn fer sína leið. Og svo er of seint að snúa við, þegar menn sjá að sér. Þú getur treyst þeim sem af- hendir þér þetta bréf. Láttu þér ekki bregða við það, því eitt sinn skal hver deyja. Það gleður mig, að þú þarft ekki að hafa fjárhagsáhyggjur, það sem eftir er ævinnar. Eins fljótt og þú getur, skaltu útvega þér vegabréf til Bandaríkjanna. Brok- lyn er hverfi í New York, eins og þú hefur sjálfsagt lært i landa fræðinni þinni. Þar muntu finna pólskan klæðskera, sem er með sendingu til þín, hér er nafn hans og heimilisfang . . Albert þagnaði. Maigret gaf hon um bendingu að halda áfram: — Ég man ekki heimilisfangið — Engin undanbrögð. — Jæja þá . . . — hann heitir ,ukasek Leitaðu hann uppi Sýndu honum vegabréf þitt og þá afhend ir hann þér feiknalega fjárfúlgu í seðlum ... — Var þetta allt? — Svo var einhver tilfinninga- semi, sem ég lagði ekki á minnið. — En heimilisfangið hefurðu lagt á minnið? — Það var 37 gata, nr. 1214. — Hver var með þér í fram- kvæmd glæpsins? Albert varð þögull á ný. En Maigret horfði stöðugt á hann og loks gafst hann upp. — Ég sýndi bréfið félaga mín- um. — Hverjum? — Bianchi. — Býr hann enn með löngu Jónu? Það var maður sem var grun- aður um að vera foringi korsík- anska bófafélagsins. Maigret hafði handtekið hann ekki sjaldnar en tíu sinnum en aðeins einu sinni hafði tekizt að koma yfir hann lögum. En það var þó fimm ára fangelsi. Maigret reis á fætur og opnaði dyrnar og kallaði á Torrence. — Taktu nokkra menn með þér og athugaðu hvort Langa Jóna býr enn í Rue Lepic. Kannski er Bianchi hjá henni. Ef hann er þar ekki, skaltu hafa uppi á honum. Vertu varkár, því hann verst með kjafti og felóm. Albert hlustaði án þess að sýna nokkur svipbrigði. — Jæja, haltu áfram. — Hvað viljið þér vita meira? — Bianchi gat ekki sent hvern sem var til Bandaríkjanna til að hafa peningana úr úr Lukasek. Hann gat sagt ser, að klæðskerinn hefði strangar skipanir um að af- henda oeningana engum öðrum en Laboine gegn vegabréfi henn ar. Það lá í augum uppi og Maigret beið ekki eftir svari. 11 — Þið biðuð sem sagt þangað til hún kom inn á Pickwick? — Það var ekki ætlunin að myrða hana. Sér til stórrar undrunar heyrði Albert Maigret svara: Nei, auðvitað ekki. — Þeir voru sérfræðingar og tóku ekki óþarfa áhættu á sig. Þeim var nóg að klófesta nafn- skírteini Louise Laboine. Þegar þeir höfðu það í höndunum var þeim í lófa lagið að hafa upp á einhverri stúlku, sem gæti komiö fram sem Louise Laboine. — Var Bianchi á barnum hjá þér? — Já. — Gekk hún út eftir hún fékk umslagið? — Já. — Hafði foringi þinn bíl fyrir utan? — Já Glámur sat við stýrið. Úr því ég er búinn að segja þér allt þetta get ég fullt eins vel leyst frá skjóðunni. — Fórst þú á eftir þeimr — Ég var ekki með. Ég veit bara, hvað þeir sögðu mér eftir á. Glámur er horfinn úr landi hann ÚTVARPIÐ Fimmtudagur 14. april. 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádeg isútvarp. 13.00 Á frívaktinni. Eydís Eyþórsdóttir stiórnar óska tagaþættl fyrlr sjómenn 14.40 Við. sem heima sitjum. Margrét Bjarnason talar um Clöru Jcnu mann. 15.00 Miðdegisútvarp. 16, 30 Síðdegisútvarp 17.40 Þing- fréttir 18.00 Segðu mér ^ögu. 18.30 Tónleikar 19.20 Veðurfregn ir. 19.30 Fréttir 20.00 aglegt mai. Ámi Böðvarsson talar 20.05 Gest. ur i útvarpssal: Fredell Lack fiðluleikari frá Bandaríkiunum og Árni Kristjánsson pianóleikari flytja Fiðlusónötu nr 2 i A-dúr op. 100 eftir Brahms 20.25 Sælir eru hógværir“ Grétar Felis nt- höfundur fl.vtur erindi 20.50 Al- þýðukórinn syngur Sönestióri dr. Hallgrimur Helgason 21.10 Bókaspjall Njörður P Njarðvik cand. mág fjallar um „ægradvöJ“ Benedikts Gröndals með tvetmur öðrum bókmenntamönum. r'1.45 „Till Eulensniecer — Ugluspeg ill — tónaljóð op 28 eftir Richard Strauss. 22.00 Fréttir og veður fregnir 22.15 „Heljarslóðaror- usta" eftir Benedikt Gröndal. Lár us Pálsson leikari les <10l '2.35 jassþáttur Ólafur Stephensen ksmnir 23.05 Bridgeþattur Hal) ur Símonarson flytur. 23.30 Dag skrárlok. Föstudagur 15. apríl 7.00 Morgunútvarp 12.00 Uádegis útvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna. 14.40 Við sem heima siMum 15.00 Mið- degisútvarp 16.30 Síð- degisútvarp 17.00 Fréttir. 17 05 í veldi hljómanna Jón Örn Mar inósson kynnlr sígilda tónlist ivr ir ungt fólk. 18.00 Sannar sögur frá Iiðnum öldum 18.30 Tónleík ar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttlr 20.00 Kvöldvaka a. Lest ur fomrita: Færeyinga saga b. Minningar um Þjófa-Lása. e. Tökum lagið! d. Gengið tii refa veiða Stefán .iónsson flytur frá- söguþátt eftir Njál Friðblamar- son á Sandi 1 Aðaldal e. Kvæða !ög Margrét Hjálmarsdóttir kveð ur stökur eftir Mariu Bjamadott ur- 21.25 Otvarpssagan: „Dagur inn og nóttin'* Lesari: Hlörtur Pálsson (16i 22.00 Fréttir og «.**8 urfregnlr 22.10 tslenzkt má! lóe Aðalsteinn lónsson eand tnag. flytur þáttinn 22.30 Næturhijóm leikar. 23.15 Dagskrárlok. morgun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.