Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Page 1

Frjáls verslun - 01.04.1960, Page 1
FllJALS VERZLUN Útg.: Frjáls Verzluti Utgáfufélag h/f Ritstjóri: V'aldimar Kristinsson Ritnejnd: Birgir Kjaran, formaður Gísli Einarsson Gunnar Magnússon FRJÁLS VERZLUN 20. ÁRGANGUR — 2. HEFTI — 1960 í ÞESSU HEFTI: SIGURÐUR PÉTURSSON: Matvælairamleiðsla Islendinga ★ MATTHÍAS BJARNASON: Isaijörður ★ VALDIMAR KRISTINSSON: Erlent íjármagn og aukning atvinnuveganna ★ PÉTUR BENEDIKTSSON: Enn um bankamálin ★ Grikkland ★ BENJAMÍN EIRÍKSSON: Einahagsmálaráðstafanirnar (síðari hluti) ★ SIGURÐUR LÍNDAL: Próiaslshús, Prestaskólahús og Landiógetahús ★ GUNNAR GUÐJÓNSSON: Mikill áhugi á viðskiptum við Vestur-Þýzkaland ★ o. m. fl. Stjóm útgájujélags FRJÁLSRAR VERZLUNAR Birgir Kjaran, formaður Gunnar Magnússon Helgi Ólafsson Sigurliði Kristjánsson Þorvarður J. Júlíusson Skrifstofa: Vonarstræti 4, 1. hæð Simi 1-90-85 — Pósthólf 1193 VÍKINGSPRENT HF PBENTMÓT HF Frelsi í viðskiptum Nú eru mikil tímamót í viðskiptamálum þjóðarinnar, þar sem verið er að gefa meginhlutann af utanríkisverzluninni frjálsan. Takmarkinu, sem er frjáls verzlun á öllum sviðum, hefur þó ekki verið náð. Lögboðin álagning og verðlagseftirlit samrýmast til dæmis ekki frjálsri verzlun. En þegar hún ríkir, er það miklu liagstœðara neytendum, en opinber af- skipti af viðslciptamálum fá nokkru sinni til leiðar komið. Þó að mjög mikið hafi nú áunnizt, hefur unnendum fram- kvœmdafrelsisins ekhi enn tekizt að sannfœra nœgjanlega marga ttm yfirburði málstaðar síns. En hinir óþolinmóðu verða þó að muna, liverjar aðstœður hafa rílct. I aldarfjórð- ung liafa ríkt hér meirí og minni höft, og í tvo áratugi hafa fleirí eða fœrri vörutegundir veríð skammtaðar. Meginhluti þjóðarinnar hefur vanizt þessu ástandi, jafnvel beinlínis alizt upp með því. Það þarf meira en litla bjartsýni til að halda, að áhrífin af þessu verði þurrkuð hurt í einu vetfangi. Nú munu sjálfsagt ýmsir segja sem svo: Við vitum hvað við höfum haft, og þó að œði margt megi að því finna, vitum við þó alls ekki, hvað lún nýja skipan mála kann að bera í slcauti sínu. Þetta er að vissu leyti rétt, ef miðað er við hinar sérstöku ástœður á íslandi í dag. En allar nágrannaþjóðir oklcar talca upp æ frjálsarí viðskiptaliœtti með hverju árí, sem líður, og jafnframt liafa lífskjörín farið hraðbatnandi í þessum löndum. Það liggur beint við að álykta, að sömu lög- mál gildi um íslenzku þjóðina og þessar þjóðir, og því mun almennt framkvœmda- og viðskiptafrelsi einnig leiða til mik- illa framfara hér á landi. A undanförnum árum hefur okkur ekki tekizt að fylgja eftir þeim þjóðum, sem framsœknastar hafa veríð. En nú, þegar við höfum reynt öll afbrígði haft- anna, hefur kyrrstaðan veríð rofin og stefnan veríð mörkuð út á framtíðarveginn.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.