Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 24
birgðaráðstafanir. Ég tek það fram, að það á þó ekki við um þessar ráðstafanir, sem nú liggja fyrir, a. m. k. ekki þær, sem skipta mestu máli. Þær eru varanlegar umbætur. En þó mikil orka sé til, er hún oftast lögð í þess konar ráðstafanir, bráða- birgðaráðstafanir, og verður þá minna afgangs til þess að sinna grundvallarmálunum. Að mínu áliti er það, hve grundvallarskipulag efnahagskerfisins er ófullkomið, ein veigamikil orsök þess, að við- fangsefnin fara úr reipunum. Okkur ber aft.ur og aftur upp á sama skerið. Ráðstafanirnar nú eru tækifæri til þess að brjóta í blað. Það er megin- þýðing þeirra. Eins og réttilega segir í greinargerðinni, stafar mikil liætta af því, að peningamálin fari úr reip- unum. Ef við lítum til baka, þá stóð upphaflega til að nota yfirdráttinn hjá Greiðslubandalagi Evr- ópu aðeins til bráðabirgða, enda var andvirði gjald- eyrisins lagt inn í Seðlabankann. Reynslan hefir hins vegar orðið sú, að yfirdrátturinn hefir sífellt orðið föst skuld, og mun nú nema alls um 7 mill- jónum dollara. Ég læt mér ekki detta í hug, að fyrirhuguð notkun yfirdráttar í Evrópu og Amer- íku leiði til tilsvarandi skuldasöfnunar. Horfi eitt- hvað í þá átt, þá verður ríkisstjórnin að taka dug- lega í taumana, og ég er sannfærður um að hún muni gera það. Að öðrum kosti lendum við í eins konar skuldafangelsi. En ég tel sjálfsagt að greiða fram úr núverandi ástandi með notkun þessa láns- fjár til skamms tíma. Hvað gera stéttasamtökin? Ég kem þá að annarri aðalhættunni. Hún er við- brögð launþegasamtakanna. Hvað gera stéttasam- tökin? Mín skoðun er sú, að það komi ekki annað til mála, en að þau miði starfsemi sína, við anda og ákvæði hinna nýju ráðstafana. Kaupgjaldið verður að haldast óbreytt, unz öll áhrif gengislækkunar- innar, og viðskipta- og atvinnufrelsisins, eru að fullu komin fram. Síðan verða þau að miða óskir sínar og kröfur við afkomu atvinnuveganna. Þetta eru þeirra raunverulegu hagsmunir. Nú í áratug hafa þau beitt sér fyrir síhækkandi kaupi í krónutölu. Þau fengu jafnvel því til leiðar komið, að vinstri stjórnin lögbauð 5% grunnkaupfthœkkun, þótt bók- staflega allir atvinnuvegir ])jóðarinnar væru reknir með gífurlegum styrkjum. í þessari ráðstöfun hefir vitfirringin náð hámarki sínu. Þær ráðstafanir, sem nú er verið að gera, eru fyrst og fremst afleiðing af skipbroti þeirrar stefnu launþegasamtakanna, kauphækkunarstefnunnar, að kaupið skuli hækka, hvernig svo sem allt veltist. Þessi kaupgjaldsstefna er helzta orsök ófarnaðarins. Eins og allir vita, reis Vestur-Þýzkaland úr rúst- um seinustu styrjaldar á undraskjótum tíma. Kaup- máttur launanna hefur stóraukizt þar í landi. En hver var stefna verkalýðsfélaganna fyrst eftir styrj- öldina? Þau vissu, að kjarabætur gætu fyrst komið með endurreisn framleiðslunnar og samgangnanna, viðreisn markaðanna og athafnafrelsinu. Með stöð- ugu kaupgjaldi yrði verðlagið stöðugt. Og hvort tveggja væri hinn eini rétti grundvöllur framfar- anna. Þetta var þeirra stefna. Þeim hcfir líka orð- ið að trú sinni. Reynslan sýnir, að þar sem atvinnulífið nýtur skaplegra aðstæðna, þar eykst kaupmáttur laun- anna nokkurn veginn jafnt og þétt um 2—3% á ári, en þar sem heilbrigt verðmyndunarkerfi er eyðilagt með of háu kaupgjaldi, með dýrtíð og styrkjum, ríkisíhlutun og höftum á framleiðslu og verzlun, þar staðnar framleiðslan, en þó fyrst og fremst framleiðnin og þar með lífskjörin. Um leið og nýja ríkisstjórnin kemur með hina nýju víðsýnu og djörju stejnu er nauðsynlegt, að launþegasam- tökin endurskoði stefnu sína og baráttuaðferðir. Þær eru ekki í neinu samræmi við staðreyndir lífsins og eðli þessa þjóðfélags. Þær spilla velferðar- málum alþýðunnar. Þær byggjast á meira en hundrað ára gamalli, úreltri kenningu um það, að í þessu þjóðfélagi sé þróunin sú, að hinir fátæku verði fátækari. Þessi kenning er ósönn. Við sjáum þetta glögglega allt í kringum okkur, og getum lesið það í öllum dagblöðunum. Kenningin um stéttabaráttu sem grundvöll félagsmálastarfseminn- ar er helstefna sálarinnar, og mikil ógæfa hverri þeirri þjóð, sem verður því viðhorfði að bráð. Af rót- um þeirrar helstefnu er mikið af ógæfu og erfiðleik- um íslenzku þjóðarinnar sprottið, miklu meira en menn almennt gera sér grein fyrir. Hún eitrar hug- arfarið. Hún torveldar sanngjarnar sættir. Hún sundrar kröftunum. Til grundvallar allri félagsmála- starfsemi á að liggja hugsjónin um samvinnu og samhjálp, en í atvinnulífinu á að gefa athafna- þránni og atorkunni sem frjálsasta framrás. Á vettvangi efnahagsmálanna er nóg að gera næstu árin fyrir hvern sem vill leggja fram lið sitt. Þetta spor, sem nú á að stíga, verður að stíga, og það verður ekki stigið til baka. Ráðstafanirnar byggjast á samstöðu og þátttöku allrar þjóðarinnar. Allir flokkar Alþingis hafa fengið að spreyta sig, og koma með sínar lausnir, undanfarin ár. Enginn hefir verið settur hjá. Það er þess vegna skylda okkar allra að sjá svo um, og vinna að því af heil- um hug, að ráðstafanirnar nái t.ilgangi sínum. Við vitum jyrirjram — því þannig er um hnútana bú- ið — að þá verða þær þjóðinni til gæfu. Þessar ráð- stafanir og þessi stefna opnar beinni og bjartari veg en við höfum lengi átt kost á að ganga, til efnahagslegra og félagslegra framfara. 24 FRJÁLS VERZLTJN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.