Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 10
framtíð fyrir sér. Flestir munu þó vera þeirrar skoðunar, að þessari atvinnugrein séu of mikil takmörk sett, til þess að nær allur útflutningur landsmanna byggist á henni um ófyrirsjáanlega framtíð. Að vísu er hverri þjóð mikilvægt að sérhæfa sig í þeirri framleiðslugrein, sem hún hefur bezt skilyrði til að stunda, en sérhæfingin má ekki verða um of á kostnað þess öryggis, sem fjölbreytnin veitir. Og svo ber á hverjum tíma að hafa vakandi auga með því, hvort ekki hafa skapazt aðstæður á nýju sérhæfingarsviði, sem gefið geti eins góð eða betri skilyrði, og hægt væri að stunda samhliða fyrri atvinnuvegum. Fólksfjölgun mun stöðugt bæta skilyrði fyrir ýmiss konar iðnað, sem framleiðir fyrir innan- landsmarkað, en mikilvægt er að haft sé í huga, að iðnaður, sem krefst verulegrar tollverndar eða innflutningshafta til að geta borið sig, er ekki hagkvæmur þjóðarbúinu. Margur iðnaður (og reyndar landbúnaðurinn að ýmslu leyti líka) nýtur náttúrulegrar verndar, þ. e. vegna fjar- lægðarinnar til annarra landa verðum við á mörgum sviðum að búa að okkar, þó að fram- leiðslan sé dýr. Þegar þessu er ekki til að dreifa verður iðnaðurinn að grundvallast á aðstöðu, sem við höfum betri en aðrar þjóðir, hvort sem það byggist á kunnáttu íbúanna, betri hráefn- um eða öðru. Þetta er hverjum manni Ijóst, ef flytja á vörurnar út og keppa á erlendum mörk- uðum, en er í rauninni fullt eins mikilvægt þótt framleitt sé fyrir innanlandsmarkað. Þess vegna eru það litlar upplýsingar þótt sagt sé að einhver iðnaður „spari“ gjaldeyri. Varla getur nokkur framleiðsla verið svo ómerkileg, að hún „spari“ ekki einhvern gjaldeyri, miðað við það, að hún væri keypt erlendis. Þess konar fullyrðingar verður hverju sinni að meta í því ljósi, hvort fjármagnið og vinnuaflið væri ekki betur komið við aðra framleiðslu, sem ef til vill mætti flytja út og gerði þá mögulegan innflutning í stað þess heimatilbúna er áður var minnzt á. Ef núverandi iðnaður okkar er athugaður á þennan hátt eru honum ýmis takmörk sett. Fisk- iðnaðurinn, sem byggir á mjög góðu hráefni (eða myndi gera það, ef alltaf væri vel með það farið) ætti að geta keppt á vandlátustu og fjarlægustu mörkuðum, en hið sama verður varla sagt um nokkra aðra af núverandi iðngreinum. Þó er ekki vafi á, að allmargar greinar íslenzks iðn- aðar geta flutt út vörur í töluverðum mæli nú þegar gengisskráningin hefur verið leiðrétt, og skylt er að minnast þess, að á undanförnum ár- um hafa ýmis iðnfyrirtæki, sem menn höfðu tak- markaða trú á, sýnt að þau geta staðizt erlenda samkeppni á innlendum markaði. Nokkrar smærri atvinnugreinar hafa án efa skilyrði til að auka töluvert gjaldeyristekjur þjóðarinnar, og má í því sambandi nefna flug- samgöngur og móttöku ferðamanna, er hvort tveggja gæti átt mikla framtíð fyrir sér. — En því er svo mjög talað um gjaldeyrisöflun, að hún er þjóðarbúinu mikilvægari en flest annað, ekki sízt vegna sérstöðu þess. Smæð hins íslenzka þjóðfélags takmarkar eðlilega mjög fjölbreytni framleiðslunnar, og því eru mikil utanríkisvið- skipti beinlínis skilyrði þess að hægt sé að halda uppi nútíma-menningarlífi í landinu, og hlýtur svo að verða áfram um ófyrirsjáanlegan tíma. Er nauðsynlegt að menn hafi þetta í huga, þegar rætt er um framtíðarþróun mála. Telja má víst, að það sé varlega áætlað, að íbúafjöldi Islands tvöfaldist á næstu 40 árum, og það er algjört lágmark, að lífskjörin verði hehningi betri, en nú er, að þeim tíma liðnum. Samkvæmt þessu verður þjóðarframleiðsla okk- ar að vera 4 sinnum meiri um næstu aldamót en hún er nú; það er helmingi betri kjör fyrir helmingi fleira fólk. En búast má við, að þetta nægi hvergi, ef við ætlum ekki að dragast aftur úr öðrum þjóðum, og til dæmis 6-földun þjóðar- framleiðslunnar sé nauðsynleg á þessu tímabili til þess að fylgjast með þróuninni. Þegar hugsað er til hinnar geysimiklu út- þenslu, sem verður að eiga sér stað í íslenzku efnahagslífi á næstu áratugum, hlýtur mönnum að þykja óvarlegt að byggja á núverandi at- vinnuvegum, og vexti þeirra, einum. Nýtlng orkulindanna Eins og áður er sagt, byggjast góð lífskjör í landinu á því, að við leggjum höfuðáherzlu á þær atvinnugreinar, sem við höfum betri aðstöðu til að stunda en aðrar þjóðir, og þetta gerum við með fiskveiðum og fiskiðnaði. En góð hrá- efni virðist skorta, er lagt gætu undirstöðu að fleiri afkastamiklum stóratvinnuvegum í land- inu. Þennan skort hefur forsjónin bætt okkur upp með því, að ísland er mjög ríkt af orku- lindum, sem ennþá hafa þó aðeins verið hag- nýttar að litlu leyti. 10 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.