Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 6
inni Brekku á Ingjaldssandi við Önundarfjörð, og voru bréf um þessi makaskipti lesin upp á Alþingi árið 1791. Með konunglegri tilskipun árið 1816 er Isafjarð- arkaupstaður „felldur í tign“ og gerður að því, sem kallað var „Udliggersted“, eða „simpelt Handels- sted“. Fimmtíu árum síðar eða 26. janúar 1866, fær ísafjörður uppreisn, og er að nýju gerður kaup- staður. Þá er verzlunarstaðurinn og prestssetrið á Eyri gert að sérstöku lögsagnarumdæmi og þar með slitið sambandi því, sem verið hafði á milli Isafjarðarverzlunarstaðar og Eyrarhrepps. Fyrstu bæjarstjórnarkosningarnar fara fram 16. júlí 1866, og voru þá kosnir fimm bæjarfulltrúar til þess að stjórna málefnum kaupstaðarins ásamt bæjarfógeta. Þetta ár voru 245 íbúar í kaupstaðnum. Árið 1901 eru íbúarnir orðnir 1085, og er þá ísafjörður þriðji stærsti kaupstaður landsins. Reykjavík hafði það ár 6321 íbúa. En á sl. ári eru íbúar ísafjarðar aðeins 2700. Fyrstcr gufuskipið, millilandasldpið og fyrsta vélin í fiskibót Allt frá upphafi þessa bæjarfélags hafa fiskveiðar og fiskverkun verið höfuðatvinnuvegur bæjarbúa, og var ísafjörður fyrir og eftir síðustu aldamót á undan öðrum stöðum í framförum á sviði útgerðar. Fyrsta gufuskipið í eigu Islendinga var „Ásgeir litli“, sem kom til ísafjarðar 30. júlí 1890, og ann- Frá bátahöfninni á ísafirði aðist hann ferðir um ísafjarðardjúp og til Önundar- fjarðar í mörg ár. Fyrsta millilandaskipið í eigu íslendinga var „Á. Ásgeirsson“, sem var 564 tonn, og kom það til ísafjarðar fyrst 8. maí 1894. Bæði þessi skip voru eign Ásgeirs G. Ásgeirssonar etaz- ráðs. Skipið „Á. Ásgeirsson“ flutti saltfiskinn fyrir Ásgeirsverzlun til útlanda, og gat það lestað allt að 5000 skippund. Fyrsta vélin sem sett var í ís- lenzkan fiskibát, var dönsk vél frá C. Möllerup, aðeins tvö hestöfl, og var hún sett í sexæring, er „Stanley“ hét, og var hann eign Árna Gíslasonar, síðar yfirfiskimatsmanns, og S. J. Nielsen verzlunar- stjóra Tangsverzlunarinnar á ísafirði. Það var mik- ill viðburður, sem markaði merk tímamót í þróun- arsögu íslenzkrar útgerðar. Útgerðin á fsafirði er aftur vaxandi ísfirðingar eignuðust snemma góða vélbáta og sóttu sjó af kappi. í stuttri grein, sem þessari er ætlað að vera, verður að hlaupa yfir þá merku sögu, en láta í þess stað nægja að segja frá útgerð- inni eins og hún er nú. í vetur eru gerðir út níu stórir vélbátar frá ísa- firði, og eru flestir þeirra ný skip. Á síðasta ári bættist einn nýr vélbátur við ísfirzka flotann, og var hann byggður í Skipasmíðastöð M. Bernharðs- sonar hf. 1 lok desembermánaðar bættust tveir aðrir nýir bátar í flotann, og eru þeir báðir byggðir í Þýzkalandi. Tveir togarar eru gerðir út frá kaup- staðnum. Annar þeirra kom árið 1948, og er hann einn af hinum eldri nýsköpunartogurum, en hinn kom árið 1951 og er hann einn liinna tíu togara, sem ríkisstjórnin lét byggja í Bretlandi. Togara- útgerð var engin frá ísafirði frá 1941 og þangað til fyrri togarinn kom árið 1948. Þessir togarar hafa verið atvinnulífinu á Isafirði mikil lyftistöng, enda var vélbátaútgerðin illa komin um það bil, sem togararnir komu og þar til fyrir fimm árum, að hún fór aftur að aukast. Togaraútgerðin hefur síð- asta árið gengið mjög illa, og valda þar mestu léleg aflabrögð og miklir erfiðleikar með að manna skipin, og um hríð stöðvaðist útgerð þeirra vegna manneklu. Ellefu ísfirzkir bátar stunda rækjuveið- ar í ísafjarðardjúpi, og að sumrinu stundar fjöldi minni báta handfæraveiðar. Vinnsla sjóvarafurða Aðal.atvinna landverkafólks er vinnsla sjávar- afurða. Fyrr á árum var allur fiskur saltaður og þurrkaður, en þegar styrjöldin síðari hófst breytt- 6 FRJÁLS YSRliDN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.