Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 3
er óniissandi hér sem annars staðar, en lítils vær- um vér megnugir með landbúnaðinn einan. Með vaxandi fjölgun mannkynsins fer sú viðleitni stöðugt vaxandi að gjörnýta allt það, sem notað verður til matar handa fólkinu. Það er meira að segja farið að ráðgera að nota svifið í sjónum til manneldis. Og gerðar eru tilraunir með ræktun hraðvaxinna grænþörunga, þar sem stórvaxnari jurtir þykja ekki nógu afkastamiklar í myndun líf- rænna efna. Það getur ekki orðið langt þangað til bannað verður með alþjóðalögum að veiða fisk til vinnslu fóðurs handa alidýrum eða til áburðar. Enda má segja, að það nálgist glæp gagnvart mannkyninu að veiða t. d. Íslandssíld til bræðslu. Frá næringarfræðilegu sjónarmiði er það líka rangt að nota svo góðan fisk til fóðurs alidýra, því að afurðir J)eirra dýra standa síldinni ekki framar sem mannafæða. Fóður, ríkt af eggjahvítuefnum, víta- mínum og söltum, má fá handa alidýrum úr fisk- úrgangi, sem ekki er hæfur til manneldis. Um aldir höfum við íslendingar verkað skreið og saltfisk, bæði til neyzlu innanlands og til út- flutnings. Útflutningur á ísuðum fiski hófst, þegar við eignuðumst togara, en þeir gátu siglt sjálfir með afla sinn á erlendan markað. Stærsta og merk- asta sporið í fiskútflutningi okkar var þó stigið, þegar hraðfrystihúsin komu til sögunnar fyrir ná- lægt 25 árum. Þá reis hér upp ný atvinnugrein, freðfiskverkunin, sem farið hefur stöðugt vaxandi síðan. Er freðfiskurinn nú orðinn sú vara, sem mest er flutt út af frá íslandi. Kunnáttuleysi háir niðursuðu Ef útflutningur okkar íslendinga á fiskafurðum er borinn saman við útflutning annarra þjóða á slíkum vörum, þá kemur í ljós, að hjá okkur hefur vantað nær alveg einn vöruflokk, en það eru niður- lagðar og niðursoðnar fiskafurðir. Við skulum kalla þennan vöruflokk einu nafni niðursoðið fiskmeti. Talið er, að af fiskaflanum í öllum heiminum hafi árið 1958 farið 9% til niðursuðu. En útflutn- ingsverðmæti niðursoðins fiskmetis nam það ár 265 milljónum dollara. Um 40% af þessari upphæð var greitt fyrir niðursoðna síld og sardínur, um 20% fyrir lax frá Kyrrahafinu, 20% fyrir túnfisk, 10% fyrir rækjur, humar og annan skelfisk, og 10% fyrir aðrar fisktegundir. Af fiskafla okkar íslendinga hefur árið 1958 að- eins farið um % úr 1% til niðursuðu, en útflutn- ingur okkar á niðursuðuvörum það ár nam aðeins 353 tonnum. Verðmæti þessa magns nam þó 9,4 milljónum króna, eða 1% af útflutningsverðmæti sjávarafurða. Það er augljóst mál, að hér hlýtur eitthvað að vera í ólagi, að niðursoðið fiskmeti skuli vera svo lítill hluti af útfluttum sjávarafurðum okkar. Ekki getur það verið hráefnið, sem vantar, því að við höfum hér eitt heimsins bezta hráefni til niðursuðu, nefnilega síldina, bæði smáa og stóra. Ekki hefur það heldur verið skortur á niðursuðuverksmiðjumi, því að hér hafa verið reistar margar niðursuðu- verksmiðjur og mikið flutt inn af vélum til þessa iðnaðar. Það, sem staðið hefur íslenzkum niðursuðuiðnaði fyrir þrifum, er aðallega tvennt. í fyrsta lagi: Kunn- átta í niðursuðu fiskmetis hefur ekki verið nægileg. í öðru lagi: Hafin hefur verið stórframleiðsla á niðursoðnu fiskmeti til útflutnings, þó að vantað hafi hvort tveggja, næga þjálfun í framleiðslu vör- unnar og markað fyrir liana. Af mistökum þessum hefur leitt vantrú á því, að hagkvæmt sé að reka niðursuðuverksmiðjur fyrir fiskafurðir hér á landi. Þess er ekki alltaf gætt sem skyldi hér á Islandi, að til hvers konar framleiðslu þarf kunnáttu. Og því meiri kunnáttu og þjálfun, sem varan á að vera vandaðri og samkeppnin við erlenda aðila er harðari. Þetta á við um alla okkar matvælafram- leiðslu og ekki hvað sízt niðursuðuiðnaðinn. Við niðursuðu er þörf mikillar sérkunnáttu. Er sú sér- kunnátta tvenns konar og fer ekki alltaf saman hjá einum og sama manni. Annars vegar er tæknikunn- átta, þ. e. kunnátta í meðferð véla og þekking á aðferðum við framleiðslu hinna ýmsu vörutegunda. Hins vegar er kunnátta í matreiðslu, þ. e. æfing í matargerð og góður smekkur fyrir mat. En við íslendingar verðum að gera meira. Við þurfum að temja okkur meiri vandvirkni, því að vandvirkni er, auk kunnáttu, undirstaða vöruvönd- unar. Erum við þá komin að einu stærsta atriðinu í matvælaframleiðslu okkar íslendinga, en það er almenn vöruvöndun. Nauðsyn aukinnar vöruvöndunar Sagt var áðan, að það gengi glæpi næst að veiða síld í bræðslu. Síldina ætti að nota til manneldis, og raunar allan ætan fisk. En það gengur líka glæpi næst að eyðileggja fisk eða hvers konar mat- væli önnur með slæmri meðferð. Með ærnum kostn- aði og fyrirhöfn veiðum við Islendingar heimsins bezta fisk, en okkur tekst ekki alltaf að koma hon- FRJÁLS VERZLUN 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.