Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 14
Pétur Benediktsson: Enn um bankamálin Ríkið kostar aðeins einn hæstarétt til þess að dæma afbrotamenn. Er þá nokkur ástæða til þess að það haldi uppi nema einum banka til þess að dæma mál þeirra sem vilja fá peninga að láni? Svarið við þessari spurningu finnst mér velta á því, hvort menn trúa á frjálsa samkeppni eða ekki. Viðhorf þeirra, sem stjórna einokun, vill verða mjög á einn veg gagnvart viðskiptamanninum, og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða einokunarverzlun- ina gömlu, landsföðurlega konungs-einokun, einok- un selstöðuverzlunar, kaupfélags eða banka, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Þegar ekki er í annað hús að venda, fer sá sem valdið hefur að líta á sjálfan sig sem dómara og viðskiptamanninn sem sökudólg. Þetta er skelfing leiðinleg hlið á mann- legu eðli, en það er margsannað af frásögnum aftan úr grárri forneskju, að svona hefir þetta verið, og við vitum af biturri reynslu, að svona er það enn. Dreifing valdsins er það læknislyf sem notað er til þess að koma í veg fyrir að valdasýki ein- staklinga komist á of hættulegt stig. Á vissum sviðum verður að fela einstaklingum endanlegt úrskurðarvald, t. d. dómstólunum til þess að vinna gegn þrætugirni, hnefarétti og glæpum, og ríkis- stjórninni til þess að ákveða stefnumið þjóðarskút- unnar í þann og þann svipinn. Og þó er úrskurðar- valdið ekki endanlegra en svo í síðara dæminu að Alþingi er ætlað að hafa gát á athöfnum ríkis- stjórnarinnar, og almenningi — háttvirtum kjós- endum — að hafa gát á athöfnum Alþingis. Aðra ráðstöfun gegn því að valdasýkin verði að þjóðarplágu má einna nánast telja til sóttvarna, sem sé þá að láta sem allra fæsta menn komast í einokunaraðstöðu. Og það er með þetta atriði í huga sem ég vil svara spurningunni í upphafi máls míns: Meðan eklci eru öflugir einkabankar í landinu, er það til mikilla bóta að viðslciptabankar ríkisins séu nœgilega margir og nœgilega sjálfstœðir til þess að heilbrigð samkeppni myndist á milli þeirra. Þetta er öruggasta vörn viðskiptamannanna gegn því að banlcastjórar falli fyrir þeirri freistni að fara með þá alveg eins og sakborninga fyrir rétti. Sumum kann nú að virðast, að þarna sé ekki úr háum söðli að detta fyrir viðskiptamenn bankanna. Má vera að satt sé. Meinið læknast ekki til fulls fyrr en meiri jöfnuður er kominn á framboð og eftirspurn lánsfjár og einkabankar eru farnir að láta verulega til sín taka á sem flestum sviðum út- lána og annarrar bankastarfsemi. Þegar svo er komið, getur vel komið til álita að fækka við- skiptabönkum ríkisins (og jafnvel að ríkið hætti alveg slíkum rekstri), en fyrr ekki. Þótt banka- stjórar séu yfirleitt réttlátir menn og vilji láta eitt yfir alla ganga, þá er það nú svo, að skýzt þótt skýrir séu, og mörg dæmi myndu viðskipta- menn bankanna kunna að nefna, ef þeir skoðuðu hug sinn vel, um að stjórn eins banka hafi skellt skolleyrum við góðu og þarflegu máli, en síðan hafi hið sama erindi hlotið skilning og stuðning annars banka. Hitt er þó meira um vert fyrir almenning, að það hefir beinlínis siðbætandi áhrif á hvern þessara þriggja viðskiptabanka rikisins að vita af hinum tveimur í kallfæri við sig — og viðskiptamenn sína — í Austurstræti. Til þessa má áreiðanlega rekja margt, sem vel er gert í bönkunum í dag. Sannast þar, að blessun frjálsrar samkeppni getur jafnvel náð inn í myrkviði ríkisrekstrarins, þegar ríkið hefir vit á að misnota ekki einokunaraðstöðu sína, heldur felur nokkrum sæmilega sterkum, sjálf- stæðum og ábyrgum aðiljum að spreyta sig á því, hver geti leyst verkefnið sómasamlegast. Athugasemdirnar hér að framan eru ekki nema að nokkru svar við grein Jóns Árnasonar banka- stjóra í síðasta tölublaði Frjálsrar verzlunar, því 14 frjáls verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.