Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 33

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 33
Gunnar Guðjónsson: Mikill áhugi á viðskiptum við Yestur-Þýskaland Hcr fer á eftir þýðing á ávarpi Gunnars Guð'jónssonar, form. Verzlunarráðs íslands, sem hann flutti á Norðurlandadegi Hann- over-vörusýningarinnar fyrir skömmu. Fyrir um það bil 500 árum, eða nánar tiltekið á árinu 1475, voru í fyrsta skipti tekin upp viðskipti milli Þýzkalands og íslands. A því ári var sendur floti kaupskipa frá hansaborginni Hamborg til ís- lands, og héldu þau viðskipti áfram með þátttöku annarra hansaborga næstu áratugi. Islenzk saga hermir, að þessi viðskipti hafi verið hagstæð lands- mönnum og að kaupmenn liafi virt lög og reglur þjóðarinnar. En hið sama hefur ekki verið hægt að segja um alla kaupmenn þeirra tíma. Því miður liéldust þessi viðskiptasambönd ekki mjög Jengi, og lágu til þess ástæður, sem ég kæri mig ekki um að ræða hér. Hansakaupmönnum var bolað burt frá íslenzka markaðnum, og það var ekki fyrr en á seinni tímum, sem viðskipti milli landanna voru tekin upp á ný. Á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari voru mikil viðskipti milli þessara tveggja landa, og síðan stríðinu lauk hafa íslendingar tekið upp viðskipti við Vestur-Þýzka- land, eftir því sem aðstæður hafa frekast leyft. Enda er nú um 1/10 hluti utanríkisverzlunar ís- lands við Vestur-Þýzkaland. Á hinum 500 árum, sem liðin eru síðan liansa- kaupmenn tóku upp viðskipti við fsland, hefur ekki orðið eins mikil breyting á utanríkisviðskiptum þess og menn skyldu ætla. í þá daga var skreiðin aðalútflutningsvaran, enda mjög eftirsótt á megin- landi Evrópu. Enn í dag eru fiskafurðir aðalút- flutningsvara íslenzku þjóðarinnar, eða yfir 90% af heildarútflutningnum. Breytingin, sem orðið hefur á síðustu fimm öld- um, liggur einkum í því, að nú getur ísland boðið erlendum kaupendum mjög fjölbreyttar fiskafurðir og mikið magn af flestum þeirra. Vegna smæðar íslenzku þjóðarinnar cru utanríkisviðskipti hennar ekki mikil á heimsmælikvarða. En þau eru mjög mikil að tiltölu við fólksfjölda, og útflutningurinn frá íslandi hefur veruleg áhrif á heimsmarkaðinn, að því er varðar nokkrar vörutegundir. Nú er aðeins ein þjóð í Evrópu, Norðmenn, sem flytur út meira af fiski en íslendingar. Utan Evrópu eru það tvær: Japanir og Kanadamenn. fslendingar eru þannig fjórða mesta útflutningsþjóð heims á þessu sviði, enda nam fiskútflutningur þeirra 55 milljónum dollara á árinu 1958. Vestur-Þýzkaland hefur lengi keypt einna mest, og oft langmest, af lýsisframleiðslu íslendinga. En af lýsi eru framleiddar í landinu fjórar aðalteg- undir, þ. e. þorskalýsi, síldarlýsi, karfalýsi og hval- lýsi. Fiskmjölsframleiðslan hefur einnig að allveru- legu leyti verið seld til Vestur-Þýzkalands, en í bili, að minnsta kosti, hefur dregið mjög úr þessum viðskiptum, einkum vcgna liarðrar samkeppni frá Perú, sem hefur boðið fiskmjöl á mjög lágu verði að undanförnu. Þetta hefur valdið íslenzku iitgerð- inni töluverðum erfiðleikum, þar sem fiskmjöl hefur verið mikilvægur liður í útflutningnum. Ýmsar aðrar vörutegundir hafa verið seldar til Vestur- Þýzkalands, þar á meðal mikið af söltuðum gær- um. í sambandi við útflutning frá íslandi til Vestur- Þýzkalands á undanförnum árum er þó ef til vill ekki athyglisverðast, hvað hefur verið selt, heldur það sem ekki hefur verið selt. Á ég þar við freð- fiskinn. Fyrir um það bil 25 árum voru fyrstu hraðfrysti- húsin byggð á íslandi, en það var ekki fyrr en að styrjöldinni lokinni, sem hraðfrysting tók að auk- ast verulega, og síðan hefur þróunin verið mjög ör. Nú eru í landinu um 90 hraðfrystihús og sum þeirra mjög stór. Hafa íslendingar að sumu leyti verið brautryðjendur varðandi frystingu á fiski FRJÁLS VERZLUN 33

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.