Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 23
er upphcifið og endirinn í atvinnulífinu. Þess vegna cr uppeldi og menntun, brýning viljans og atvinnu- frelsi svo jiýðingarmiklir þættir þessara mála. Ytri aðstæður Ég ætla þá að segja nokkur orð um hinar ytri aðstæður. Ég sé það, að Jónas Haralz miðar yfirleitt við óbreyttar aðstæður, óbreytt ástand í heiminum. Þetta er svipað og við Ólafur Björnsson, prófessor, gerðum um áramótin 1949/50. Ég tel þetta óhjá- kvæmilegt, en það er síður en svo að ég telji þetta lítils háttar atriði. Fyrsta strikið í reikninginn hjá okkur Ólafi kom eiginlega strax. Meðalaflinn í róðri hjá bátaflotanum við Faxaflóa minnkaði á vertíðinni 1950 úr 7,1 tonni í 5,9 tonn, eða um 17%. Á næsta ári lækkaði þessi tala í 5,2 tonn. Lækkunin var orðin 27%. Á tveimur árum minnkuðu afköst bátaflotans — framleiðni hans — um 27%. Þetta var aðalútflutningsatvinnu- vegurinn. Næst. — Eftir þrjá mánuði brauzt Kóreustyrj- öldin út. í kjölfar hennar sigldu strax miklar verð- hækkanir erlendis. Á næsta ári, 1951, var verðlag innfluttu varanna í innkaupi, þ. e. viiðað við óbreytt gengi, orðið 30% hærra en 1949. Ég þarf víst ekki að minna neinn hérna inni á það, að þetta hafði hinar verstu afleiðingar fyrir verðlagsþróunina inn- anlands. Þessi verðhækkun innflutningsins bættist ofan á verðhækkun gengislækkunarinnar. Ofan á þetta bættist svo að verzlunarkjörin versnuðu á árinu 1950 um 11%, á árinu 1951 um 5—6%. Því verður víst ekki haldið fram, að árin 1950 og 1951 hafi hinar ytri aðstæður efnahags- starfscminnar verið hagstæðar. Fyrir þá, sem kunna að hafa áhuga á verðlags- þróuninni, vil ég benda á, að niðurgreiðslur ríkis- sjóðs voru minnkaðar þessi ár úr 36 m. kr. 1949 í 23 m. kr. 1951. Nú, svona breyttust hinar ytri aðstæður þá. En nú er kannske lag. Nú er friður og spekt í heim- inum. Það eru ekki nema örfáar styrjaldir í gangi, og þær ekki stórar. Ég vona innilega, að svo sé, því að þá myndu nýju efnahagsráðstafanirnar greiða okkur veginn á komandi árum. Iíins vegar má búast við samdrætti í atvinnulífi Bandaríkj- anna á þessu ári, og breytingu til hins verra á hinu almenna veðurfari í heimi efnahagsmálanna. Það sem ég meina með þessum orðum er það, að við skulum ekki gera of lítið úr óvissunni, sem fylgir ekki aðeins öllum mannlegum athöfnum, heldur sér í lagi þjóðfélagi athafnafrelsisins. En eins og ég sagði, í sambandi við þessar ráð- stafanir er ekki um annað að ræða, en miða við óbreyttar aðstæður. Almennt um ráðstafanimar Að lokum nokkur almenn orð um ráðstafanirnar. Ráðstafanirnar eru til bóta, hver einstök og allar í senn. Þótt þær séu nauðsynlegar og sjálfsagðar eins og nú er komið, er ég ekki eins sannfærður, að með þeim séum við komin í höfn. Við erum vissulega á réttri leið. Ég hefi áður minnzt á arfa- sáturnar tvær, sem á að fjarlægja: vísitölubinding- una og kjarasamninga bátasjómanna. En aðrar verða eftir. Má þar nefna t. d. hinar gífurlegu niðurgreiðslur. Niðurgreiðslur á verðlagi innanlands eiga að halda áfram, og verða auknar. Er áætlað að til þeirra ráðstafana verði upphæðin aukin um 38 milljónir, vegna innfluttra neyzluvara. Niður- greiðsla á innlendum vörum nemur 265 milljónum. Samtals eru þetta rúmar 300 milljónir. Það er ekki skemmtilegt að taka svona vegnarnesti með sér á leið inn í framtíðarlandið. Málið hefir þó þann kost, að um er að ræða að nokkru leyti sjálfstætt vandamál. Þetta verður erfitt viðfangsefni. En ég trúi, að góður vilji sé fyrir hendi, og að með tím- anum megi losa um þessi lielsi, án þess að setja allt um koll. Þá má einnig minnast þess, að gengislækk- unin æsir hinn óheilbrigða eld dýrtíðarhugarfarsins. En takist að varðveita jafnvægið kulnar hann út. Þetta er lýðfrjálst land og því hægt að eyði- leggja ráðstafanir, sem byggja á þátttöku borgar- anna, beinni eða óbeinni. En með spellvirkjum sanna spellvirkjarnir ekki sitt ágæti, né vekja þeir traust þjóðarinnar. Það eina, sem þeir gætu knúið fram, er ástand, þar sem endurtaka þyrfti ráðstaf- anirnar. Útkoman nú veltur langmest á því, hver verða viðbrögð þjóðarinnar, og sérstaklega launþeganna. Sum ykkar munu sjálfsagt spyrja: Hvernig geta ráðstafanirnar verið til bóta, ef sú hugsun kemst að, að þær þurfi kannske að endurtaka, og ef til vill áður en langt um líður? Mig hefur oft furðað á því, hve djarfir stjórn- málamennirnir geta stundum verið við ráðstafanir, sem mér hafa virzt vera aðeins spor í sandinn, horfin næsta dag. Meginhlutinn af ráðstöfunum vinstri stjórnarinnar í jafnvægismálunum var af þessu tagi. Stjórnmálamennirnir ganga í það af miklum dugnaði að framkvæma þær, og er það vel. Það er nauðsynlegt að leiðtogar þjóðarinnar á stjórnmálasviðinu hafi bæði djörfung og dug. Ann- ars væri þjóðin illa komin. En ég hefi oft ekki getað varizt þeirri hugsun, hversu æskilegt það væri fvrir þjóðina, að þeir beittu framtaki sínu, dugnaði og hæfileikum til að setja þjóðinni efnahagskerfi, sem væri þannig, að ekki þyrfti þessar endurteknu stóraðgerðir. MikiIIi orku er eytt í ráðstafanir, sem flestir menn sjá, að eru bráðabirgðaráðstafanir, eða sem skjótlega eftir á sýna sig að hafa verið bráða- FRJILS VERZLUN 23

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.