Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 5
ísaijarðarkaupstaður Matthías Bjarnason: ÍSAFJÖRÐUR þróun hans og framtíð Umhverfi bæjarins Við vestanvert Isafjarðardjúp eru margir firðir, sá innsti þeirra heitir ísafjörður, sá yzti Skutuls- fjörður, en við hann stendur ísafjarðarkaupstaður. Skutulsfjörður er einn af minni fjörðunum við Isafjarðardjúp. Beggja megin fjarðarins eru há og klettcítt fjöll um 800 metrar á hæð. Frá botni fjarð- arins liggja fjórir dalir. Syðstur er Engidalur; í botni lians eru orkuver ísafjarðarkaupstaðar og Eyrarhrepps, og eru þau tvö, annað frá Fossavatni og hitt frá Nónhornsvatni. Þá er Dagverðardalur; um hann liggur þjóðvegurinn yfir Breiðadalsheiði til Önundarfjarðar og suður um Vestfirði. Norðan hans er Tungudalur, og er hann fegurstur þessara dala. Þar er sumarbústaðahverfi ísfirðinga, og er dalurinn skógi vaxinn upp á fjallsbrún. Fjórði dal- urinn, og sá allra minnsti, liggur í 300—400 metra hæð og heitir Seljalandsdalur. Þar er eitt bezta skíðaland á öllu íslandi, og eru tveir skíðaskálar á dalnum, og tilvalinn staður til að iðka skíða- íþróttina. Allir þessir dalir eru sumarfallegir og berjaland þar gott. Kaupstaðarréttindin og fyrsta bæjarstjómin Þar sem kaupstaðurinn stendur var áður prest- setrið að Eyri og var kaupstaðarlóðin áður eign prestsetursins. Þegar verzlun á íslandi var gefin frjáls við alla þegna Danakonungs, voru sex verzl- unarstöðum veitt kaupstaðaréttindi, og var ísa- fjörður meðal þeirra. Réttindi þessara kaupstaða voru jiánar tiltekin í tilskipun 17. nóvember 1786. Kaupstaðarlóðin var mæld og kortlögð árið eftir, og var stærð hennar talin 400725 ferálnir. Prest- inum á Eyri var goldin kaupstaðarlóðin með jörð- 5 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.