Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.04.1960, Blaðsíða 32
Lífeyrissjóður verzlunarmanna ■lliailllllllllllUIIIIIIilllllC3IIIIIIIIIIIIC3IIIIIIIIIIIIC]IIIIIIIIlll|[3IIIIIIIIIIIIE3lllllillll!ICIIIIIinillimil Þegar samið var um kaup og kjör verzlunar- fólks árið 1955, var ákveðið að stofna Lífeyrissjóð verzlunarmanna og tók hann til starfa hinn 1. febr. 1956 og er því fjögurra ára um þessar mundir. Þau félagasamtök, sem að stofnun sjóðsins stóðu, voru: Verzlunarmannafclag Reykjavíkur, fyrir hönd launþega, og Félag ísl. stórkaupmanna, Kaup- mannasamtök Islands og Verzlunarráð íslands af atvinnurekenda hálfu. Síðar gerðust svo Félag ísl. iðnrekenda og Vinnuveitendasamband fslands þátt- takendur. Allt verzlunarfólk, sem starfar innan vé- banda þessara félagsheilda, hefur því rétt til þátt- töku í þessum sjóði. Með stofnun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna má segja að þáttaskil verði í launamálum verzlunar- fólks. Fram að þessu hafði stéttin í heild ekki átt þess kost að tryggja sig fyrir ýmsum óhöppum og heilsutjóni eða tryggja sér lífeyri að loknu ævi- starfi, en með stofnun Lífeyrissjóðs verzlunar- manna öðlast hún rétt til þátttöku í sjóði, sem vcitir fullkomna eftirlaunatryggingu, örorkutrygg- ingu og fjölskyldutryggingu. Það var ekki gert að skyldu, að verzlunarmenn yrðu félagar í sjóðnum og má segja, að verzlunar- stéttin hafi þar verið trú sjónarmiðum sínum um sjálfsval og athafnafrelsi. Það kom líka fljótt á daginn, að hinn frjálsi ákvörðunarréttur var rétti- lega metinn af þeim aðilum, sem hér áttu hlut að máli og má fullyrða, að einmitt þessi háttur í byrj- un, varð ekki livað sízt til þess að sjóðnum var svo vel tekið, sem raun ber vitni um. Þrátt fyrir óstöðugt fjármálalíf þjóðarinnar, þá sáu menn, að hér var opin leið til að tryggja fram- tíðina, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og með hverjum degi sem líður sér verzlunarstéttin betur og betur, hve sjálfsagt það er að leggja til hliðar í þessu skyni. Vegna félagsþroska þeirra aðila, sem að sjóðnum stauda, hefur hann eflzt svo sem vonir stóðu bezt til, og telur hann nú 1000 meðlimi, sem vinna hjá um 300 fyrirtækjum. Eftirfarandi niðurstöðutölur efnahagsreiknings sýna viðgang sjóðsins frá ári til árs: í árslok 1956 kr. 1.673.265,24 — 1957 — 4.906.850,96 — 1958 — 9.974.685,60 — 1959 — 16.403.701,21 Tryggingakerfi sjóðsins er fjórþætt; í fyrsta lagi veitir sjóðurinn eftirlaun allt að 60% miðað við meðallaun síðustu 10 áranna, er viðkomandi tekur laun, í öðru lagi makalífeyri allt að 40% eftir sömu reglu, ef sjóðfélagi fellur frá, í þriðja lagi barna- lífeyri til 16 ára aldurs, ef sjóðfélagi andast eða verður öryrki og loks örorkulífeyri, ef sjóðfélagi verður ófær til að gegna störfum að öllu eða ein- hverju leyti. Þannig er tryggingu lífeyrissjóðsins háttað, að sjóðfélaginn tekur ekki á sig neina áhættu með iðgjöklum sínum, þó hann hætti verzlunar- störfum og þurfi þar af leiðandi að hætta í sjóðn- um. Er honum þá endurgreitt allt það fé, sem hann hefur lagt í sjóðinn ásamt vöxtum. Vegna þess hve sjóðurinn er ungur, hefur ekki komið til greiðslu lífeyris úr honum enn sem komið er, en hún tak- markast af því, að sjóðfélagi liafi verið 10 ár í sjóðnum. Meðan svo er hefur sjóðurinn frjálsari hendur með ávöxtun fjár til lengri tíma og er ætl- azt til þess í reglugerð sjóðsins, að sjóðfélagar eigi kost á fasteignaveðslánum úr honum. Fram til þessa hefur um 150 sjóðfélögum verið veitt lán og nema þau samtals á 10. milljón króna. Hámarks- lán til hvers einstaks félaga liafa verið kr. 75.000,00 og veð tekin í fasteignum þeirra samkvæmt fyrir- mælum í reglugerð. Lán þessi hafa verið veitt til 10 ára. Um 1,3 milljónum króna hefur verið varið til kaupa á ríkistryggðum skuldabréfum, svo sem ráð er fyrir gert í reglum sjóðsins. Annað fé er ávaxtað í Verzlunarsparisjóðnum og allar afgreiðslur í sam- bandi við iðgjaldagreiðslur hafa farið þar fram, svo og ýmis önnur þjónusta fyrir lífeyrissjóðinn og hefur samstarf þessara stofnana jafnan verið með ágætum. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna skipa: Hjörtur Jónsson, formaður, Guðmundur Árnason, varaformaður, Barði Friðriksson, Gunnlaugur J. Briem og Guðjón Einarsson. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Ingvar N. Pálsson. Skrifstofa sjóðsins er á Vesturgötu 2. Það má segja að vel liafi tekizt til um stofnun þessa sjóðs og viðgang hans það sem af er. Utan lians standa þó enn margir verzlunarmenn og mörg fyrirtæki, sem í honum ættu að vera, og er það von þeirra, sem um félagsmál og afkomu verzlunar- stéttarinnar hugsa, að sérhver verzlunarmaður sjái sem fyrst, hve mikilla hagsmuna hann á hér að gæta og að fyrirtækin, sem utan sjóðsins standa ennþá, geri sér Ijóst, að þau eru líka að tryggja hag sinn, þegar þau stuðla að því, að starfsmenn þeirra gerist aðilar að Lífeyrissjóði verzlunarmanna. 32 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.